Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. 31.10.2023 15:54
Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. 31.10.2023 15:30
Seiðskrattinn og elddrottningin heimsækja Árbæjarsafn á Hrekkjavöku Hrekkjavaka verður að vanda haldin hátíðleg á Árbæjarsafni í Reykjavík í kvöld þar sem seiðskrattinn ógurlegi og elddrottningin munu meðal annars sýna listir sínar. 31.10.2023 11:19
Átta ára drengur lést í umferðarslysi við Ásvelli Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 31.10.2023 09:43
Bjarni Guðnason er látinn Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. 31.10.2023 08:06
Fá tvö ný námurannsóknaleyfi og er nú stærsti leyfishafinn á Grænlandi Amaroq Minerals hefur fengið verulega auknar heimildir til námurannsókna á Suður-Grænlandi eftir að hafa tryggt sér tvö ný námurannsóknaleyfi frá ríkisstjórn Grænlands. Með nýju heimildunum er fyrirtækið handhafi leyfa sem ná til alls 9.785,56 ferkílómetra og er orðinn stærsti leyfihafinn á Grænlandi. 31.10.2023 07:52
Bjart veður víðast hvar á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert. 31.10.2023 07:12
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30.10.2023 14:35
Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. 30.10.2023 14:21
Fimm látnir eftir að vinnupallar hrundu í Hamborg Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun. 30.10.2023 10:05