Nýr forstöðumaður hjá Arion kemur frá Landsbankanum Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fasteigna og innviða hjá fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka. Hún kemur til Arion frá Landsbankanum. 2.11.2023 10:20
Tekur við markaðsmálunum hjá Advania Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. 2.11.2023 09:57
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð þegar bíll valt á Reykjanesbraut, vestan við Grindarvíkurveg, í morgun. Lögregla og sjúkralið eru nú á vettvangi. 2.11.2023 08:45
Bein útsending: Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? Byggðaráðstefnan fer fram í Reykjanesbæ milli klukkan 9 og 16 í í dag. Á ráðstefnunni verður fjallað um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. 2.11.2023 08:31
Einstakt peningasafn Freys á uppboð í Danmörku Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby. 2.11.2023 07:56
Burðardýr dæmt fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. 2.11.2023 07:42
Almennt rólegt veður en allhvassir vindstrengir suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri hér á landi í dag, norðaustan kalda eða stinningskalda og skúrum eða éljum. Þó má reikna með þurru og björtu á Suður- og Suðvesturlandi, en suðaustantil á landinu má búast við allhvössum vindstrengjum. 2.11.2023 07:19
Ekkert skutl upp að dyrum í Keflavík í næstu viku Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember. 1.11.2023 12:17
Austlæg átt og heldur hvassara við suðurströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en heldur hvassara við suðurströndina. 1.11.2023 07:12
Ingunn tekur við Olís af Frosta Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum 31.10.2023 16:41