Kemur í stað vegakafla sem talinn hefur verið einn sá hættulegasti Nýr Þverárfjallsvegur, nýr kafli á Skagastrandarvegi og ný tvíbreið brú yfir Laxá í Refasveit voru vígð á mánudaginn. Heildarvegalengd vegakaflanna og brúarinnar er tæpir tólf kílómetrar, en vegakaflinn hefur lengi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. 8.11.2023 07:46
Seljaskóli og Landakotsskóli áfram í Skrekk Atriði Seljaskóla og Landakotsskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 8.11.2023 07:25
Vindasamt syðst á landinu Víðáttumikil lægð er nú suðaustur af Hvarfi á leið austur yfir Atlantshaf. Áhrifa hennar mun gæta að takmörkuðu leyti hér á landi en aðallega er það vindur sem við fáum frá henni og þá einna helst syðst á landinu, um 15 til 23 metra á sekúndu. 8.11.2023 07:10
Forsætisráðherra Portúgals segir af sér vegna spillingarmáls Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, hefur sagt af sér vegna spillingarmáls sem upp er komið í landinu. Lögregla í Portúgal handtók í morgun starfsmannastjóra forsetans, Vitor Escaria, og fjóra til viðbótar vegna gruns um spillingu. 7.11.2023 14:41
Auður ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Auður Önnu Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og hefur hún þegar hafið störf. Auður hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Landverndar. 7.11.2023 11:08
Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag. 7.11.2023 10:52
Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. 7.11.2023 09:54
Hætta að dreifa fjölpósti á landsbyggðinni Pósturinn mun alfarið hætta að dreifa fjölpósti um næstu áramót. 7.11.2023 08:22
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7.11.2023 07:58
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7.11.2023 07:33