Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Noregur og Portúgal gerðu jafntefli í leik sínum í milliriðlum EM í handbolta í dag. Lokatölur 35-35, úrslit sem sjá til þess að möguleikar beggja liða á sæti í undanúrslitum eru nánast úr sögunni. 26.1.2026 16:17
Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 26.1.2026 14:36
Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Leikmenn sænska landsliðsins eru á því að Svíar séu of góðir við mótherja sína en atvik í leik liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær hefur vakið furðu ytra. 26.1.2026 11:34
Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sérfræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í átta marka sigri Íslands á Svíþjóð á EM í handbolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en umfram allt dáðust að Gísla Þorgeiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leiðtogi innan vallar. 26.1.2026 10:00
Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon segist hafa átt nær fullkomið hlaup er hann hljóp, fyrstur Íslendinga tíu kílómetra götuhlaup á undir tuttugu og átta mínútum í Valencia á Spáni og tryggði sér þar með þátttökurétt á stóru móti í sumar. 24.1.2026 09:32
„Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handboltasérfræðingur segir það glatað fyrir íslenska landsliðið að vera án Elvars Arnar Jónssonar það sem eftir lifir af EM. Hann er þó bjartsýnn og segir Strákana okkar hafa sýnt það gegn Ungverjum að þeir ætli sér hluti á þessu móti, í svipuðum aðstæðum og í þeim leik hafi liðið áður brotnað. 22.1.2026 07:31
Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Eftir að hafa gagnrýnt áherslu Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, á vídjófundi og sagt um menningarmun á aðferðum hafi verið að ræða, hafa Danir í dag hætt við æfingu fyrir mikilvægan leik á EM gegn Frökkum á morgun til þess að horfa á fleiri upptökur af leikjum sínum og Frakka. 21.1.2026 11:46
Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Bestu pílukastarar í heimi eiga möguleika á því að vinna stórar peningafjárhæðir með afar óvenjulegum hætti á móti sem hefst í Sádi-Arabíu í dag. 19.1.2026 07:00
Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Hann er kannski rólegri en oft áður, mánudagurinn á sportrásum Sýnar, en þó eru skemmtilegir íþróttaviðburðir á dagskrá í dag og í kvöld. 19.1.2026 06:03
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 18.1.2026 23:02