Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. 12.11.2025 16:52
Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. 12.11.2025 15:25
Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið grunaður um brot gegn fleiri en tíu börnum. 12.11.2025 14:46
Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu. 12.11.2025 13:39
Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. 12.11.2025 10:49
„Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. 11.11.2025 16:56
Stöðva rekstur Vélfags Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu. 11.11.2025 15:31
Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. 11.11.2025 15:00
Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. 11.11.2025 13:52
Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. 11.11.2025 11:58