Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sunderland vann dramatískan 1-2 sigur er liðið heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið lét bíða eftir sér þangað til í uppbótartíma. 25.10.2025 16:10
Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sneisafulla dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan laugardaginn. 25.10.2025 06:00
Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Ísland mætir Norður-Írlandi ytra í fyrri umspilsleik liðanna upp á sæti í A-deild Þjóðadeildanna og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins. 24.10.2025 16:54
Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. 24.10.2025 15:40
Lárus Orri framlengir á Skaganum Lárus Orri Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2027. 24.10.2025 14:21
Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Úrvalsdeildin í pílukasti hefur göngu sína á Sýn Sport á morgun, laugardagskvöld, og silfurverðlaunahafinn frá síðasta ári mun opna mótið með leik gegn mömmu sinni. 24.10.2025 13:30
Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Gjaldþrot vofir yfir Sheffield Wednesday, einu elsta knattspyrnufélagi heims, og skiptastjórar hafa verið skipaðir til að taka yfir fjármál félagsins. 24.10.2025 11:59
„Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Arne Slot kom Mohamed Salah til varna á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Brentford á morgun. Egyptinn hefur ekki spilað vel að undanförnu og virtist pirraður á bekkjarsetu í síðasta leik. 24.10.2025 10:32
„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. 22.10.2025 10:32
Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. 22.10.2025 09:32