Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi. 26.7.2025 11:02
„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Eftir erfitt ár í Kanada var Shaina Ashouri ekki lengi að stimpla sig inn í endurkomunni til Íslands og skoraði opnunarmarkið í 2-1 sigri Víkings gegn Stjörnunni í kvöld. 25.7.2025 21:09
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Víkingur tók á móti Stjörnunni og vann 2-1 sigur í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar sitja enn í næstneðsta sætinu en nú aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og þremur frá Tindastóli. Shaina Ashouri skoraði fyrsta markið, í sínum fyrsta leik í sumar. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystuna svo rétt fyrir hálfleik. 25.7.2025 17:30
„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. 25.7.2025 16:21
„Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Nýi þjálfarinn hjá Real Sociedad er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, sem hefur glímt við meiðsli undanfarið en er nú orðinn heill heilsu og byrjaði af krafti í fyrsta æfingaleiknum á undirbúningstímabilinu. 25.7.2025 15:01
FH leysir loks úr markmannsmálunum FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist. 25.7.2025 14:15
Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Besta deild kvenna hófst aftur eftir sumarfríi með þremur skemmtilegum leikjum í gærkvöldi. Mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. 25.7.2025 11:39
Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Samkomulag er í höfn milli Arsenal og Sporting um kaup og sölu á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres, sem er á leiðinni til Lundúna og mun gangast undir læknisskoðun á morgun. 25.7.2025 10:36
Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Valur náði í jafntefli gegn litáenska liðinu Kauno Zalgiris í gærkvöldi. Heimamenn tóku forystuna með furðumarki en Tryggvi Hrafn tryggði jafntefli með jöfnunarskallamarki undir lokin. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. 25.7.2025 10:32
Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito og var áður leikmaður Manchester United og landsliðsfyrirliði Mexíkó, hefur beðist afsökunar á karlrembulegum ummælum sem hann var sektaður fyrir. 25.7.2025 09:32