„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. 10.9.2025 15:15
Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Fyrrum dómarinn David Coote, sem saug kókaín og lét gamminn geysa um Jurgen Klopp, hefur verið ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni. 10.9.2025 13:31
Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Knapar, þjálfarar og eigendur leggja niður svipur, beisli og tauma í dag, til að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á sköttum tengdum veðmálum við kappreiðar. Til stendur að hækka skattinn í sömu prósentu og gildir um allar aðrar tegundir af veðmálum. 10.9.2025 10:00
Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda André Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla, hann var sendur á láni til Trabzonspor og stóð síðan sem steinn í marki Kamerún meðan leikmaður Grænhöfðaeyja renndi boltanum yfir línuna í 1-0 sigri í gærkvöldi. Eftir leik lenti Onana svo í áflogum við áhorfendur. 10.9.2025 09:32
„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið. 10.9.2025 09:11
Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. 10.9.2025 08:33
Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Japanska sumarið hefur við verið hið hlýjasta frá því mælingar hófust og enn ein hitabylgjan ríður nú yfir, rétt áður en heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á að hefjast. Íslensku keppendurnir þrír munu því þurfa að leita leiða til að kæla sig niður. 10.9.2025 08:00
Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Bólivía lagði Brasilíu að velli og tryggði sig áfram í umspil milli liða frá öðrum heimsálfum þar sem spilað verður upp á sæti á HM á næsta ári. 10.9.2025 07:35
Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. 9.9.2025 16:31
Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Nottingham Forest hefur fengið Ange Postecoglou til starfa sem knattspyrnustjóra eftir að hafa rekið Nuno Espirito Santo. Gríska Ástralanum er ætlað að sækja titla til Skírisskógar. 9.9.2025 13:08