Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11.8.2025 11:06
Svara til saka eftir tvær vikur Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. 11.8.2025 10:30
Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir sæta furðu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki enn lokið rannsókn á fólki sem selur áfengi á netinu í trássi við lög. Áfengissala á Íslandi þurfi að vera á samfélagslegum forsendum. 11.8.2025 10:14
Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist. 11.8.2025 07:02
Heitavatnslaust í Laugardal Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 8.8.2025 15:39
Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Níu af hverjum tíu landsmönnum telja sig búa á stað sem er góður staður fyrir samkynhneigða. Hlutfallið hefur hækkað lítillega undanfarinn áratug. 8.8.2025 15:05
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 8.8.2025 14:30
Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. 7.8.2025 16:44
Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Hjólreiðagarpar frá þremur ólíkum Evrópulöndum halda ekki vatni yfir gestrisni, jákvæðni og hjálpsemi Íslendinga. Blaðamaður hitti kappana þar sem þeir köstuðu mæðinni í heitu vatni á Vestfjörðum sem er hluti af þeirra daglegu rútínu. Íslensk kaffihús hittu í mark hjá þremenningunum. 7.8.2025 16:01