Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 16:13 Lundinn er friðaður samkvæmt lögum en undantekningar til veiða eru á ákveðnum tímum og á svæðum þar sem eggja- eða ungataka lunda telst til hefðbundinna hlunninda. Vísir/Vilhelm Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lundaeggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar. „Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn. Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn.
Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira