Fréttamaður

Gunnar Reynir Valþórsson

Gunnar Reynir stýrir útvarpsfréttum Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrír látnir og tugir særðir

Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu.

Kali­fornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims

Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða.

Mikil reiði eftir á­rásina í Kasmír

Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta.

Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída

Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær. 

Hafa nú lýst yfir stofnun ríkis­stjórnar í landinu

Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Súdan hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu sem þeir segja koma í stað þeirrar sem fyrir er, en nú eru tvö ár liðin síðan borgarastríð braust út í Súdan með þeim afleiðingum að þar er nú talin mesta mannúðarkrísan á jörðinni.

Sjá meira