Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann. Innlent 26. janúar 2026 14:49
„Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. Innlent 26. janúar 2026 14:09
Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, verður sjálfkjörinn á lista flokksins í Reykjavík til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi verður einnig sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi Framsóknar þann 7. febrúar. Innlent 26. janúar 2026 12:26
Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 11:35
Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Lagareldisdrög Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra fá falleinkunn, þau hafa ekki stuðlað að sátt um atvinnugreinina heldur virðist sem svo að með drögunum hafi tekist að sameina fjölda fólks gegn þeim. Innlent 26. janúar 2026 11:26
Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. Innlent 26. janúar 2026 09:37
Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Bjarni Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Bjarni hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands en hann tekur við stöðunni af Sigríði Margréti Oddsdóttur. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 08:52
Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Farið var með ungmenni á kjörstað eftir vísindaferð í gær á vegum Vilhjálms Árnasonar, ritara Sjálfstæðisflokksins og frambjóðanda í Reykjanesbæ, þar sem boðið var upp á áfengi. Skipuleggjandi segir fólk hafa verið með lögaldur „eftir [sinni] bestu vitund.“ Innlent 25. janúar 2026 20:57
Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. Innlent 25. janúar 2026 15:23
„Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði. Innlent 25. janúar 2026 14:16
Kerfið hafi brugðist Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar. Innlent 25. janúar 2026 13:44
Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið. Innlent 25. janúar 2026 13:31
Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Fjármálaráðherra stefnir að því að innviðafélag um stórframkvæmdir ríkisins verði stofnað í vor. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut og Fljótagöng. Innlent 25. janúar 2026 13:25
„Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur. Innlent 25. janúar 2026 12:43
Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ætlar í framboð með Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Innlent 25. janúar 2026 12:15
Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Lausn á biðlistum eftir leikskóla á að vera forgangsmál í Reykjavík. Það er augljóslega lykilatriði fyrir velferð barna og fjölskyldna en einnig fyrir jafnrétti og efnahag. Skoðun 25. janúar 2026 12:01
Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. Innlent 25. janúar 2026 11:46
Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. Innlent 24. janúar 2026 23:24
Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. Innlent 24. janúar 2026 20:50
Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ Innlent 24. janúar 2026 20:03
Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Pétur Marteinsson hefur verið kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í maí. Úrslit leiðtogarprófkjörsins voru kunngjörð rétt í þessu. Innlent 24. janúar 2026 19:09
Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. Innlent 24. janúar 2026 16:58
Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar „Þetta er mjög spennandi barátta og óvanaleg um margt. Hér er kominn áskorandi utan frá,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Bifröst, um oddvitaslag Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sitjandi borgarstjóra og Péturs Marteinssonar. Innlent 24. janúar 2026 16:26
Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki einn þeirra sem hrópar fyrirvaralaust húrra vegna boðaðs afnáms jafnlaunavottunar. Hann segir afnámið gullhúðað. Innlent 24. janúar 2026 15:00
Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit. Lífið 24. janúar 2026 13:38
Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá vörumerkjastofunni Tvist, segir að frambjóðendur í kosningabaráttu þurfi að hugsa um einkaskilaboð til kjósenda sem opinber skilaboð nú á stafrænum tímum. Hann segir vandræðagang með skilaboð borgarstjóra um að mótframbjóðandinn sé „frægur karl með enga reynslu“ koma upp á versta tíma. Innlent 24. janúar 2026 13:16
Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, afsökunar á að hafa kennt henni um slæma stöðu mála í vetrarþjónustu borgarinnar. Dóra Björt segist hafa sætt hótunum fyrir verkefni sem hún kom sjálf aldrei að. Innlent 24. janúar 2026 13:03
Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Rétt tæp þrjátíu prósent flokksfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, 2070 manns, höfðu um hálftólfleytið í dag greitt atkvæði í prófkjörinu vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Innlent 24. janúar 2026 12:05
Samfylking til framtíðar Í dag er sögulegt tækifæri til að koma ungu fólki í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar í vor. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni kosið sér nýjan borgarfulltrúa undir 35 ára. Ungt fólk hefur samt verið duglegt að bjóða sig fram í prófkjörum en ekki hlotið framgang. Skoðun 24. janúar 2026 10:32
Steinunni í borgarstjórn Kæru félagar í Samfylkingunni í Reykjavík. Í dag veljum við fólk á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og ber fjöldi frambjóðenda og nýrra flokkfélaga sterkri stöðu flokksins vitni. Skoðun 24. janúar 2026 10:01