Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hótaði málþófi vegna grá­sleppu

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leið­togi með reynslu, kjark og mann­lega nálgun

Ég átti þess kost að vinna náið með Róberti Ragnarssyni tvö kjörtímabil í Grindavík. Ég tók meðal annars þátt í að ráða hann sem bæjarstjóra til starfa 2010 og síðar að endurráða hann 2014. Sú reynsla gefur mér sterkan grundvöll til að leggja orð í belg og lýsa þeirri forystu og fagmennsku sem Róbert hefur sýnt í störfum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Daði Már kennir olíu­fé­lögunum um

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast vaxta­hækkanir vegna sleggjunnar sem stjórn­völd „fengu í trýnið“

Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný.

Innlent
Fréttamynd

„Menn voru hér með ein­hverja sleggju“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sakar mót­fram­bjóðanda um trúnaðar­brest og kallar eftir próf­kjöri

Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bílar verði á lituðum nú­meraplötum

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir hverja eru leik­skólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið þar sem okkar minnstu og mikilvægustu samborgarar taka sín fyrstu skref í að verða hluti af samfélaginu. Þar er félagsfærni, málþroski og öryggi þeirra byggt upp undir vökulu auga starfsfólks sem hefur atvinnu af því að stuðla að öryggi og vellíðan barna í námi og leik. Leikskólar eru líka grundvallarforsenda þess að foreldrar ungra barna geti tekið þátt í atvinnulífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Getum við munað

Í mínu lífi hefur pólitík alltaf verið mikið rædd hvort sem það er við matarborðið, í afmælum eða á vinnustaðnum og eftir því sem maður verður eldri og meðvitaðri fer maður að móta betur sínar eigin skoðanir og taka virkari þátt í umræðunni. Það getur verið gott að setja hlutina í samhengi en frá árinu 2010 þegar ég var þrettán ára gamall hafa sömu stjórnmálaöfl verið við stjórnvölinn nær sleitulaust í borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi?

Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Ís­lendingum

Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að út­lendinga­frum­varpið þjóni ekki til­gangi sínum

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig byggjum við upp há­gæða al­mennings­sam­göngur?

Hágæða almenningssamgöngur byggjast ekki á stærri og stífari kerfum, heldur á snjallvæðingu, sveigjanleika og aðlögun að ferðavenjum fólks. Í þróun samgangna á að fara frá stórum einingum yfir í minni og liprari lausnir þegar tæknin leyfir. Því minni og sveigjanlegri sem einingarnar eru, því betur er ferðalagið sniðið að þörfum farþegans í stað þess að farþeginn þurfi að laga sig að kerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Urðum ekki yfir stað­reyndir

Fyrr í dag birtist á Vísi grein frá frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ varðandi urðun í Álfsnesi. Frambjóðendum í prófkjörum hleypur oft kapp í kinn og ekkert við það að athuga. En í viðkomandi grein koma fram alvarlegar rangfærslur varðandi urðun í Álfsnesi sem nauðsynlegt er að leiðrétta strax.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðir samninga­viðræðurnar við bændur

Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Próf­kjör D-lista í Mos­fells­bæ 31. janúar

Prófkjör D-listans í Mosfellsbæ verður haldið 31. janúar og er það mikilvægur áfangi í undirbúningi okkar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkör er ekki aðeins val á einstaklingum heldur lýðræðisleg ákvörðun um hvernig frambjóðendur raðast á D-lista fyrir kosningarnar 16. maí nk.

Skoðun
Fréttamynd

„Tel nægja að menn séu að fremja í­trekuð af­brot“

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg.

Innlent