Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Setja þurfi meiri þunga í hags­muna­gæslu gagn­vart ESB

Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að fyrirhugaðir tollar Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi séu áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Segir hann málið stórmál og að fylgja þurfi málinu fast á eftir og setja mikinn þunga í hagsmunagæslu fyrir Ísland.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja að ríkis­stjórnin leggi allt kapp í að af­stýra tollunum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Þegar hið smáa verður risa­stórt

Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins.

Skoðun
Fréttamynd

„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðar­fram­leiðslu“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir sjó­manna í Grinda­vík: „Hve­nær er nóg, nóg?“

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Felu­leikur ríkis­stjórnarinnar?

Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ljóst að stjórnar­and­staðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Staða Sjálf­stæðis­flokksins versnar eftir þing­lok

Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar er ekki vanda­málið

Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika.

Skoðun
Fréttamynd

„Í­búar eru ein­fald­lega komnir með nóg“

Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Karl Héðinn stígur til hliðar

Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára.

Innlent
Fréttamynd

Brottfararstöð dóms­mála­ráð­herra komin í samráðsgátt

Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­sagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálf­krafa við að ganga inn í Evrópu­sam­bandið“

Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Innlent