Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta. Innlent 27. janúar 2026 11:22
Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Að mati sérfræðings TV 2 í Danmörku varð hrokafullt viðhorf franska handboltalandsliðinu að falli í tapinu fyrir því spænska á Evrópumótinu. Handbolti 27. janúar 2026 10:30
Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Fari svo að Ísland komist í undanúrslit á yfirstandandi Evrópumóti karla í handbolta um helgina verður snúið fyrir stuðningsfólk að fá miða á úrslitahelgina í Herning. Uppselt er á leikina. Handbolti 27. janúar 2026 09:52
„Eru ekki öll lið bananahýði?“ Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson var í banastuði fyrir æfingu landsliðsins í Malmö í gær en baðst reyndar afsökunar á húfunni. Þetta var einn af þessum erfiðu hárdögum. Handbolti 27. janúar 2026 09:02
Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Ísland er í afar jafnri fjögurra liða baráttu um tvö laus sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Liðið verður líklega að vinna Sviss í dag og Slóveníu á morgun til þess að komast þangað. Handbolti 27. janúar 2026 08:32
„Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Strákarnir okkar fóru eðlilega með himinskautum eftir stórsigurinn á Svíum á EM og það kom í hlut þjálfarateymisins að ná þeim aftur niður á jörðina. Handbolti 27. janúar 2026 08:03
„Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Lítið sem ekkert er af fréttum tengdum Evrópumótinu í handbolta í helstu miðlunum í Sviss, fyrir leik þjóðarinnar við Ísland á EM í dag. Ríkismiðillinn SRF varar þó sérstaklega við Óðni Þór Ríkharðssyni. Handbolti 27. janúar 2026 07:35
Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, Dagur Sigurðsson, virðist nýta öll tækifæri sem gefast til að brýna sína menn áfram á Evrópumótinu. Handbolti 27. janúar 2026 07:01
Hleraði leikhlé Norðmanna Leikmaður portúgalska handboltalandsliðsins hlustaði á leikhlé Noregs undir lok leiks liðanna í milliriðli I á Evrópumótinu. Handbolti 26. janúar 2026 23:31
Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Nemendur í Réttarholtsskóla tóku sig saman og skipulögðu handboltamót í skólanum. Þeir fengu þaulreyndan handboltamann til að sjá um dómgæslu á mótinu og eru bjartsýnir fyrir hönd íslenska landsliðsins á Evrópumótinu Innlent 26. janúar 2026 23:17
„Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að hugarfar Íslendinga í stórsigrinum á Svíum á EM hafi verið til fyrirmyndar. Hann hrósaði nálgun þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Handbolti 26. janúar 2026 22:47
Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Þýska karlalandsliðinu í handbolta, sem Alfreð Gíslason stýrir, tókst ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þjóðverjar töpuðu þá fyrir Dönum í Herning, 26-31. Handbolti 26. janúar 2026 21:00
Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta. Þeirra á meðal er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Handbolti 26. janúar 2026 20:52
Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Spánn gerði sér lítið fyrir og vann nokkuð öruggan sigur á Frakklandi, 36-32, í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 26. janúar 2026 18:39
EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu EM í dag er tekið upp innandyra á hóteli starfsmanna Sýnar í Malmö enda er enn verið að glíma við veikindi í hópnum. Handbolti 26. janúar 2026 17:47
Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar Lasse Svan, fyrrverandi leikmaður danska handboltalandsliðsins, segir að þýska liðið sé betra þegar stórstjarnan Juri Knorr er ekki inni á vellinum. Handbolti 26. janúar 2026 17:31
„Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ „Maður lagðist glaður á koddann í gær með tvö stig og frábæran leik,“ segir varnarjaxlinn Ýmir Örn Gíslason afar sáttur með leikinn gegn Svíum í gær. Handbolti 26. janúar 2026 16:47
Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Noregur og Portúgal gerðu jafntefli í leik sínum í milliriðlum EM í handbolta í dag. Lokatölur 35-35, úrslit sem sjá til þess að möguleikar beggja liða á sæti í undanúrslitum eru nánast úr sögunni. Handbolti 26. janúar 2026 16:17
Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Það er sannkallaður risaleikur á EM í handbolta í kvöld þegar liðin sem léku til úrslita á síðustu Ólympíuleikum, Danmörk og Þýskaland, mætast. Alfreð Gíslason hefur gert óvæntar breytingar á þýska hópnum fyrir leikinn. Handbolti 26. janúar 2026 15:16
Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. Handbolti 26. janúar 2026 14:36
Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands. Handbolti 26. janúar 2026 14:00
Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það „Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati. Handbolti 26. janúar 2026 12:30
Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Viktor Gísli Hallgrímsson átti eina bestu markvörslu EM í sigrinum gegn Svíum í gær og greip líka skot frá „skotfastasta manni mótsins“. Gríðarlega mikilvægur, eins og sérfræðingarnir í Besta sætinu ræddu um í nýjasta þættinum. Handbolti 26. janúar 2026 12:00
Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Leikmenn sænska landsliðsins eru á því að Svíar séu of góðir við mótherja sína en atvik í leik liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær hefur vakið furðu ytra. Handbolti 26. janúar 2026 11:34
Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Felix Claar er ein helsta stjarna sænska landsliðsins í handbolta en hann náði bara að skora eitt mark gegn Íslandi í gær og var sjálfsgagnrýninn eftir átta marka tapið. Handbolti 26. janúar 2026 10:31
Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sérfræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í átta marka sigri Íslands á Svíþjóð á EM í handbolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en umfram allt dáðust að Gísla Þorgeiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leiðtogi innan vallar. Handbolti 26. janúar 2026 10:00
Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Eftir sigur Íslands á Svíþjóð í gærkvöld eru fjórar þjóðir jafnar með fjögur stig í okkar milliriðli. Íslendingar eru þar efstir þrátt fyrir að Svíar hafi safnað flestum stigum innbyrðis af þessum fjórum liðum. Handbolti 26. janúar 2026 08:32
Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær. Handbolti 26. janúar 2026 07:32
„Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon. Handbolti 26. janúar 2026 07:03
Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Svíarnir voru á heimavelli og höfðu unnið alla leiki sína á Evrópumótinu til þessa en þeir áttu ekki möguleika á móti huguðu og hungruðu íslensku landsliði á EM í handbolta í gær. Handbolti 26. janúar 2026 06:20
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti