Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. Fótbolti 30. september 2025 18:31
Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. Fótbolti 30. september 2025 15:00
Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Stuðningsmenn Galatasaray í Tyrklandi vöktu frameftir í von um að trufla svefn leikmanna Liverpool sem gistu á hóteli í Istanbúl í nótt. Liðin eigast við í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 30. september 2025 12:02
Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Enski boltinn 30. september 2025 07:00
Opinberað að Beard tók eigið líf Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Liverpool, tók eigið líf. Frá þessu greina miðlar á borð við Sky Sports og BBC, breska ríkisútvarpið, í kvöld. Enski boltinn 29. september 2025 23:02
Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Tvö mörk litu dagsins ljós þegar Everton og West Ham United gerðu jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markaskorarar kvöldsins eru báðir enskir. Enski boltinn 29. september 2025 21:01
Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Federico Chiesa er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heldur til Tyrklands í dag og mætir Galatarasaray í Meistaradeild Evrópu í Istanbúl annað kvöld. Enski boltinn 29. september 2025 15:00
Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. Enski boltinn 29. september 2025 13:32
Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Það vantaði ekki dramatíkina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fleiri en einn leikmaður reif sig úr að ofan til að fagna sigurmarki í blálokin og alls voru níu mörk skoruð í uppbótartíma í leikjunum. Öll mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29. september 2025 12:45
Áhugasamur verði Amorim rekinn Xavi Hernández, fyrrum þjálfari Barcelona, er sagður áhugasamur um að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United fari svo að Portúgalinn Rúben Amorim verði látinn taka poka sinn. Enski boltinn 29. september 2025 10:35
Hefur enga trú lengur á Amorim Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Enski boltinn 29. september 2025 09:31
Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Mikið hefur verið rætt um framtíð Ruben Amorim í starfi hjá Manchester United en liðið hefur tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og féll úr leik í deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. Fótbolti 29. september 2025 07:01
Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa lagði Fulham 3-1 og Newcastle lá heima gegn Arsenal 1-2. Fótbolti 28. september 2025 23:00
Dramatík í uppbótartímanum Newcastle United og Arsenal mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag í fjörugum leik þar sem Arsenal stal sigrinum í uppbótartíma. Enski boltinn 28. september 2025 15:02
Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-1, í dag. Enski boltinn 28. september 2025 15:02
„Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, botnar ekkert í því af hverju Ruben Amorim er enn við stjórnvölinn hjá Manchester United. Enski boltinn 28. september 2025 11:30
Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn skori tvö sjálfsmörk í einum og sama leiknum og raunar hefur það aðeins gerst sex sinnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Maxime Esteve varð í gær sá sjötti til að afreka það. Fótbolti 28. september 2025 10:45
Slot varpaði sökinni á Frimpong Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi einn leikmanna liðsins fyrir þátt hans í sigurmarki Crystal Palace í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 28. september 2025 10:10
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og við ætlum að fara yfir það helsta hér að neðan í máli og myndum. Enski boltinn 28. september 2025 08:02
Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sunderland vann góðan 0-1 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu en með sigrinum lyfti liðið sér upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sex umferðir. Fótbolti 27. september 2025 18:32
Fyrsta stig Úlfanna í hús Wolves er ekki lengur eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er stigalaust en liðið sótti 1-1 jafntefli í kvöld þegar Úlfarnir sóttu Tottenham heim. Enski boltinn 27. september 2025 18:30
Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Manchester City átti ekki í vandræðum með að leggja nýliða Burnley að velli á heimavelli sínum í dag, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leeds missti sigur niður í 2-2 jafntefli í lokin gegn Bournemouth. Enski boltinn 27. september 2025 15:56
Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hans menn hafi ekki haft nógu góða stjórn á leiknum gegn Brentford. Hann segir að tapið svíði. Enski boltinn 27. september 2025 14:54
Nuno tekinn við West Ham West Ham United hefur ráðið Nuno Espírito Santo sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Enski boltinn 27. september 2025 14:10
Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Eddie Nketiah reyndist hetja Crystal Palace með sigurmarki seint í uppbótartíma gegn meisturum Liverpool í dag, í 2-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 27. september 2025 13:32
Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, eftir 3-1 tap gegn Brighton á heimavelli í dag. Enski boltinn 27. september 2025 13:32
Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Igor Thiago skoraði tvö mörk fyrir Brentford þegar liðið vann Manchester United, 3-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Caoimhín Kelleher varði vítaspyrnu frá Bruno Fernandes í stöðunni 2-1. Enski boltinn 27. september 2025 13:25
Nuno að taka við West Ham Allt bendir til þess að Nuno Espírito Santo verði næsti knattspyrnustjóri West Ham United. Enski boltinn 27. september 2025 12:13
Potter rekinn frá West Ham West Ham United hefur sagt knattspyrnustjóranum Graham Potter upp störfum. Hann er annar stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem missir starfið sitt á þessu tímabili. Enski boltinn 27. september 2025 09:57
Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Hugo Ekitike fékk frekar furðulegt rautt spjald í vikunni, fyrir að rífa sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmark gegn Southampton, en slapp með tiltal og enga sekt frá þjálfara Liverpool. Enski boltinn 26. september 2025 19:31