EM karla í handbolta 2026

EM karla í handbolta 2026

Evrópumótið í handbolta karla fer fram 15. janúar til 1. febrúar 2026 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Hann hefur al­veg fengið frið frá mér“

    „Ég er alltaf bjartsýnn,“ segir Þórir Hergeirsson í samtali við Sýn fyrir leik Íslands og Slóveníu í Malmö. Þessi margverðlaunaði þjálfari og ráðgjafi hjá HSÍ er til staðar en segir Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara fá frið frá sér á mótinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukur í hópnum gegn Slóvenum

    Haukur Þrastarson er í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Slóveníu. Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hafði greint frá því að hann væri tæpur en hann stóðst læknisskoðun fyrir leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elvar skráður inn á EM

    Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur ákveðið að skrá Elvar Ásgeirsson formlega inn sem átjánda leikmann í hópi Íslands á EM í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verða að koma með stemninguna sjálfir

    Gísli Þorgeir Kristjánsson benti á að mörg sæti hefðu verið auð í höllinni í Malmö í gær, á leiknum við Sviss á EM, og ekki ríkt sama andrúmsloft og á móti Svíum á sunnudaginn. Rúnar Kárason segir íslenska liðið verða að mynda eigin stemningu, alveg sama hver staðan sé í stúkunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hver er staðan og hvað tekur við?

    Með stuðningi Ungverja í gærkvöld er ljóst að Ísland getur með sigri gegn Slóveníu í dag komist í undanúrslit á EM í handbolta, í þriðja sinn í sögunni. Sex leikir fara fram í dag, þegar milliriðlakeppninni lýkur, en hvað tekur svo við?

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það

    Dagur Sigurðsson er allt annað en sáttur með þétta leikjadagskrá á EM í handbolta og í viðtali eftir mikilvægan sigur á Slóvenum í milliriðlum í gær lét hann forsvarsmenn Evrópska handknattleikssambandsins heyra það. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss

    Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði svekkjandi jafntefli gegn Sviss, 38-38, í milliriðlum EM í handbolta í gær. Örlög liðsins á mótinu ráðast í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Malmö Arena í gær og fangaði eftirfarandi myndir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tekur Ómar hlut­verki fyrir­liða Ís­lands of al­var­lega?

    Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins hefur ekki verið líkur sjálfum sér á yfirstandandi Evrópumóti handbolta. Frammistaða hans var til umræðu í Besta sætinu og sérfræðingur sem þekkir vel til Ómars segir það gilda spurningu hvort hann sé að taka hlutverki landsliðsfyrirliða of alvarlega.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ís­land

    Jafntefli Svía gegn Ungverjum í kvöld í milliriðlum EM í handbolta sér til þess að íslenskur sigur á morgun gegn Slóveníu tryggir Strákunum okkar sæti í undanúrslitum mótsins. Litlu sem engu munaði að staðan hefði verið allt önnur. 

    Handbolti