EM karla í handbolta 2026

EM karla í handbolta 2026

Evrópumótið í handbolta karla fer fram 15. janúar til 1. febrúar 2026 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Núna er allt betra“

    Einar Þorsteinn Ólafsson steig heldur betur upp þegar lykilmenn í vörn íslenska karlalandsliðsins í handbolta þurftu frá að hverfa í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Bara vá, ég er svo glaður“

    „Vá, maður er bara ótrúlega léttur á því einhvernveginn,“ sagði brosmildur Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viktor Gísli líka frá­bær í Fantasy

    Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson stendur í ströngu á EM í handbolta en hann er líka að gera frábæra hluti í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Sáru töpin sitja í okkur“

    „Það er fínn andi í okkur. Við vissum að við ættum að vinna fyrstu tvo leikina á pappír og við gerðum það vel. Nú er bara fyrsti leikur í milliriðli gegn Ungverjum,“ segir Viggó Kristjánsson fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það er mjög slæm minning“

    „Það er góð stemning en það er stutt á milli í þessu. Það er bara einn tapleikur og þá er allt orðið hundleiðinlegt,“ segir Bjarki Már Elísson en hann viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur á að mæta Ungverjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrír fullir Ís­lendingar lausir úr haldi

    Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi.

    Innlent
    Fréttamynd

    „Það trompast allt þarna“

    „Ég er bara ferskur og mjög glaður með góða byrjun,“ segir Ýmir Örn Gíslason sem átti frábæran leik í vörn Íslands í sigri liðsins á Póllandi á EM í handbolta í Kristianstad í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Austur­ríkis­menn hjálpuðu Al­freð

    Austurríkismenn unnu eins marka sigur á Serbíu á EM í handbolta í kvöld en þetta voru góð úrslit fyrir Alfreð Gíslason og lærisveina hans í þýska landsliðinu sem spila upp á líf eða dauða við Spánverja seinna í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dagur fagnaði sigri á móti Faxa

    Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta eru nánast öruggir áfram í milliriðli á EM í handbolta eftir sex marka sigur á Hollendingum í kvöld en Hollendingar eru úr leik.

    Handbolti