Handbolti

„Virkar eins og maður sé að væla“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta.
Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm

Aukinn hvíldartími strákanna okkar í handboltalandsliðinu gæti skipt sköpum er þeir mæta Króötum síðdegis í dag, að sögn Dags Sigurðssonar, þjálfara króatíska liðsins.

Íslenska liðið býr við þann lúxus, sem býðst ekki oft á stórmótum í handbolta, að ahfa fengið tvo hvíldardaga milli leikja. Gjarnan eru leikir ávallt annan hvern dag.

Liðið vann Ungverjaland á þriðjudaginn var og fékk að hvíla sig á meðan Króatar spiluðu síðasta leik sinn í riðlakeppninni við heimamenn Svía í fyrrakvöld.

Dagur var spurður í viðtali í gær hvort þessi munur á hvíld milli leikja gæti haft áhrif í leik dagsins.

„Já. Þetta gerir það, því miður. Það virkar eins og maður sé að væla og kvarta en það gerir það að sjálfsögðu. Þegar þeir mættu hingað á hótelið í gær (í fyrradag) þá eiga þeir bara frídag en við förum í orustu og komum aftur á hótelið um miðnætti. Auðvitað hefur það smá áhrif. Það situr meira í okkur en þeim. En stundum raðast mótið svona upp. Það er bara hluti af þessu,“ segir Dagur.

Ísland mætir Króatíu klukkan 14:30 í dag. Leiknum verður lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×