Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Innlent 3. nóvember 2021 12:04
Bjarni telur nýja ríkisstjórn verða myndaða í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að ný ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku. Viðræðum hafi miðað vel. Innlent 3. nóvember 2021 06:47
Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. Innlent 2. nóvember 2021 18:34
Segir ekki stórmál þó að kjörkassar utankjörfundaratkvæða hafi ekki verið innsiglaðir Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir að nefndin hafi kannað í hvaða kjördæmum utankjörfundaratkvæði hafi ekki verið innsigluð. Hvert utankjörfundaratkvæði sé í umslagi og því skipti öllu að umbúnaðurinn sé góður. Ótímabært sé að segja til um hvenær nefndin lýkur störfum. Innlent 2. nóvember 2021 13:00
Framtíðin ræðst af aðgerðum Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Skoðun 1. nóvember 2021 12:01
„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Innlent 31. október 2021 13:29
Útlínur einstakra málaflokka stjórnmálasáttmála að teiknast upp Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel og útlínur einstkra málaflokka farnar að teiknast upp. Það sé þó of snemmt að segja til um hvenær nýr stjórnarsáttmáli verði kynntur. Innlent 26. október 2021 11:22
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Innlent 25. október 2021 16:41
Þing ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum Viðræður formanna stjórnarflokkanna um nýjan stórnarsáttmála ganga vel að þeirra sögn og flest bendir til að þeir muni ná saman um nýja stjórn. Forsætisráðherra segir Alþingi ekki koma saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Innlent 22. október 2021 19:00
Tveggja ára dóttir nýs þingmanns á lista Creditinfo: „Hvað hef ég gert?“ Þingmannahlutverkinu fylgja ýmsar breytingar á persónulegum högum þeirra sem taka það að sér, en Kristrún Frostadóttir, nýbakaður þingmaður Samfylkingarinnar, rak þó upp stór augu á dögunum. Lífið 22. október 2021 17:28
Aðalatriðið að fara ekki í „ásakanaleik fram og til baka“ Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna. Innlent 21. október 2021 21:30
Meina þingmenn það sem þeir sögðu? Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C Skoðun 21. október 2021 13:00
Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi Píratar mælast nú með 11,7 prósenta fylgi en fengu 8,6 prósent í Alþingiskosningunum. Viðreisn bætir einnig við sig og fer úr 8,3 prósentum í 10 prósent. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bæta lítillega við sig en Miðflokkurinn fer undir 5 prósent. Innlent 21. október 2021 12:40
„Síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga“ Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem kærði framkvæmd Alþingiskosninganna er viss um að uppkosning fari fram í kjördæminu, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem komu fram í málinu í gær. Það sé eini möguleikinn í stöðunni. Innlent 21. október 2021 12:05
„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Innlent 20. október 2021 21:31
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. Innlent 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Innlent 20. október 2021 10:28
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. Innlent 19. október 2021 20:30
„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. Innlent 19. október 2021 18:29
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. Innlent 19. október 2021 17:39
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. Innlent 19. október 2021 11:44
Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Innlent 19. október 2021 10:46
Ráðuneytið útilokar ekki vafaatriði og ágreining í uppkosningum Það er álit dómsmálaráðuneytisins að í uppkosningum sé einungis endurtekin atkvæðagreiðsla í því kjördæmi þar sem álitamál eru uppi. Þá séu sömu framboð í kjöri og notast skuli við sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu. Innlent 19. október 2021 06:43
Lögregla hefur enga heimild til þess að loka síðum sem geyma hatursorðræðuefni Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. Varaþingmaður segir tíma til kominn að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Innlent 17. október 2021 19:18
Bein útsending: Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi á skrifstofu Alþingis í dag. Fundinum er streymt beint á vef Alþingis og má sjá að neðan. Innlent 15. október 2021 10:45
Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag. Innlent 13. október 2021 12:00
Brotthvarf Birgis gæti kostað Miðflokkinn um fimm milljónir Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins myndi kosta flokkinn um fimm milljónir króna á kjörtímabilinu, ef miðað er við greiðslu sem hver þingflokkur fékk úr ríkissjóði fyrir hvern þingmann á síðasta kjörtímabili. Innlent 13. október 2021 09:00
Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Innlent 12. október 2021 20:00
Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Innlent 12. október 2021 13:33
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. Innlent 12. október 2021 10:21