Spálíkan spáir fyrir gengi Íslands á EM í handbolta
Spálíkan Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, og kollega hans þar spáir því að íslenska karlalandsliðið í handbolta endi í einu af sætum sjö til tólf á komandi Evrópumóti og er því ekki eins bjartsýnt á gengi liðsins á sérfræðingar hafa verið. Líklegast þykir að Ísland endi í áttunda sæti mótsins.