Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Valur Páll Eiríksson skrifar 31. janúar 2026 11:15 Dagur fagnar breytingum hjá EHF. Hann hitti framkvæmdastjóra sambandsins í gær og allir skildu sáttir, enda eru þeir góðir vinir. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson hefur sæst við framkvæmdastjóra EHF, sem hann segir góðan vin sinn. Legið hafi fyrir að Dagur myndi láta sambandið heyra það fyrir blaðamannafund vikunnar sem fór víða. Dagur stýrði Króötum í undanúrslitum mótsins í gær þar sem hans menn töpuðu fyrir Þjóðverjum. Ísland tapaði síðar þann dag fyrir Dönum og mun Dagur því berjast við strákana okkar um bronsið. Klippa: Dagur skilur gremju HSÍ, sættist við EHF og hyggst taka bronsið af Íslandi Aðspurður hvernig hann hafi það á laugardagsmorgni eftir langan dag í gær segir Dagur: „Þetta er bara eins og það er. Það er alltaf saman sagan. Þetta er vonbrigðaleikurinn en það er ennþá bronsmedalía til að berjast fyrir. Menn verða bara að taka því.“ Góður vinur framkvæmdastjórans Blaðamannafundur Dags í aðdraganda leiks gærkvöldsins vakti heimsathygli. Hann sagði EHF litla sem enga virðingu bera fyrir leikmönnum og starfsfólki liðanna á EM og benti á skekkju í hvíldartíma liða fyrir undanúrslitin. Eftir eldræðu hans á blaðamannafundinum gaf EHF það út að sambandið myndi breyta regluverki sínu og láta lið aldrei aftur spila tvo daga í röð, líkt og Króatar, Íslendingar og önnur lið í milliriðli 2 í Malmö þurftu að gera á dögunum. Dagur segist fagna því og hann hafi þá hitt framkvæmdastjóra sambandsins, Martin Hausleitner, í gær og grafið stríðöxina. Hausleitner hafi þá verið meðvitaður um að Dagur myndi hafa hátt á téðum blaðamannafundi. „Ég heyrði af því og finnst það bara flott. Ég þekki framkvæmdastjóra EHF mjög vel, við erum góðir vinir. Ég sagði bara við hann að ef hann ætlaði að bjóða mér á þennan blaðamannafund myndi ég segja mína meiningu. Svo hittumst við í gær, það var allt í góðu og áfram gakk,“ Gert fyrir þig, áttar þig á því Fjölmiðlaviðburðurinn í Herning var snemma, klukkan tíu í morgun að staðartíma. Íslenska liðið mætti klukkan 10:30 eftir að Króatar höfðu komið á svæðið hálftíma fyrr. HSÍ var ósátt við tímasetninguna sökum endurheimtar leikmanna sem þurftu að sinna sjúkranuddi langt fram á nótt. Aðeins níu leikmenn íslenska hópsins mættu í viðburðinn á meðan aðrir fengu að sofa út eftir langa nótt. „Þetta er búið að vera svona í mörg ár. Dagar eins og þessir. Við erum að gera þetta fyrir þig. Þú áttar þig á því,“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HSÍ Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
Dagur stýrði Króötum í undanúrslitum mótsins í gær þar sem hans menn töpuðu fyrir Þjóðverjum. Ísland tapaði síðar þann dag fyrir Dönum og mun Dagur því berjast við strákana okkar um bronsið. Klippa: Dagur skilur gremju HSÍ, sættist við EHF og hyggst taka bronsið af Íslandi Aðspurður hvernig hann hafi það á laugardagsmorgni eftir langan dag í gær segir Dagur: „Þetta er bara eins og það er. Það er alltaf saman sagan. Þetta er vonbrigðaleikurinn en það er ennþá bronsmedalía til að berjast fyrir. Menn verða bara að taka því.“ Góður vinur framkvæmdastjórans Blaðamannafundur Dags í aðdraganda leiks gærkvöldsins vakti heimsathygli. Hann sagði EHF litla sem enga virðingu bera fyrir leikmönnum og starfsfólki liðanna á EM og benti á skekkju í hvíldartíma liða fyrir undanúrslitin. Eftir eldræðu hans á blaðamannafundinum gaf EHF það út að sambandið myndi breyta regluverki sínu og láta lið aldrei aftur spila tvo daga í röð, líkt og Króatar, Íslendingar og önnur lið í milliriðli 2 í Malmö þurftu að gera á dögunum. Dagur segist fagna því og hann hafi þá hitt framkvæmdastjóra sambandsins, Martin Hausleitner, í gær og grafið stríðöxina. Hausleitner hafi þá verið meðvitaður um að Dagur myndi hafa hátt á téðum blaðamannafundi. „Ég heyrði af því og finnst það bara flott. Ég þekki framkvæmdastjóra EHF mjög vel, við erum góðir vinir. Ég sagði bara við hann að ef hann ætlaði að bjóða mér á þennan blaðamannafund myndi ég segja mína meiningu. Svo hittumst við í gær, það var allt í góðu og áfram gakk,“ Gert fyrir þig, áttar þig á því Fjölmiðlaviðburðurinn í Herning var snemma, klukkan tíu í morgun að staðartíma. Íslenska liðið mætti klukkan 10:30 eftir að Króatar höfðu komið á svæðið hálftíma fyrr. HSÍ var ósátt við tímasetninguna sökum endurheimtar leikmanna sem þurftu að sinna sjúkranuddi langt fram á nótt. Aðeins níu leikmenn íslenska hópsins mættu í viðburðinn á meðan aðrir fengu að sofa út eftir langa nótt. „Þetta er búið að vera svona í mörg ár. Dagar eins og þessir. Við erum að gera þetta fyrir þig. Þú áttar þig á því,“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HSÍ Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira