Innlent

Maður hlotið stór­fellt líkams­tjón eftir á­rás ung­menna

Eiður Þór Árnason skrifar
Mörg mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mörg mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm

Hópur ungmenna veittist að manni sem hlaut stórfellt líkamstjón af árásinni, að sögn lögreglu. Eitt ungmennið var handsamað í kjölfarið og er málið nú til rannsóknar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en málið kom upp í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Það er nú unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld.

Mörg mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöld og nótt. Í Kópavogi var meðal annars tilkynnt um líkamsárás þar sem gerendur og þolandi eru sögð vera ungmenni.

Þá var maður kærður fyrir brot á lögum um velferð dýra eftir að hafa verið staðinn að því að sparka í hundinn sinn í Reykjavík, að sögn lögreglu. Hundurinn hafi verið tekinn af manninum og komið í viðeigandi athvarf. Einnig var maður kærður fyrir að aka bifreið á VSK-númerum í einkaerindagjörðum.

Að venju var sömuleiðis nokkuð um mál þar sem akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna kom við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×