Handbolti

Flottir full­trúar lands og þjóðar á sögu­legri stundu

Aron Guðmundsson skrifar
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu, samankomnir í Herning í Danmörku þar sem að undanúrslitin á Evrópumóti karla í handbolta fara fram á morgun.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu, samankomnir í Herning í Danmörku þar sem að undanúrslitin á Evrópumóti karla í handbolta fara fram á morgun. Vísir/Vilhelm

Ísland á þrjá þjálfara í undanúrslitum Evrópumóts karla í handbolta og þeir hittust í Herning í dag, degi fyrir undanúrslitaleikina mikilvægu.

Snorri Steinn Guðjónsson er þjálfari íslenska landsliðsins sem mætir því danska í seinni undanúrslitaleik morgundagsins í Herning í Danmörku. 

Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem mætir landsliði Króatíu í fyrri undanúrslitaleik morgundagsins en þjálfari Króata er Dagur Sigurðsson. 

Aldrei áður hafa þrír íslenskir þjálfarar verið samtímis í undanúrslitum á stórmóti karla í handbolta og eftir því sem næst verður komist hefur það aldrei gerst áður að þrír af fjórum þjálfurum liða í undanúrslitum hafi verið af sama þjóðerni.

Frábærir fulltrúar lands og þjóðar en fyrir blaðamannafund í Herning í dag hittust þjálfararnir þrír og við það tilefni tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, þessar myndir af köppunum.

Það er þegar ljóst að íslenskir þjálfarar vinna að minnsta kosti tvenn verðlaun á þessu Evrópumóti og Dagur á nú möguleika á að gera aðra þjóð að Evrópumeisturum því þýska landsliðið varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016.

Það fór vel á með þjálfurunum í Herning í dag.Vísir/Vilhelm
Allir þrír berjast um að koma sínu liði í úrslitaleik EMVísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×