Tónlist

Högni hjálpar fólki að slaka á

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Högni Egilsson sendir á morgun frá sér hljóðverk í Laugar spa.
Högni Egilsson sendir á morgun frá sér hljóðverk í Laugar spa. Vísir/Hulda Margrét

Tónlistarmaðurinn ástsæli Högni Egilsson var að senda frá sér nýtt hljóðverk í samvinnu við Laugar spa þar sem hann rannsakaði slökun og vellíðan í þaular. Verkið á að ýta undir vellíðan gesta.

Blaðamaður ræddi við Birgittu Líf, markaðsstjóra World Class, en Högni er um þessar mundir búsettur í Los Angeles. Þrátt fyrir fjarlægðina heldur hann áfram að vera virkur í íslensku tónlistarlífi. 

„Árið 2024 kom Högni með þá hugmynd til okkar að semja slakandi ambíans sem hjálpar manneskjunni að komast í ró og slökun.

Samstarfsverkefnið hefur verið í vinnslu síðan og Strengir er útkoman úr því, tónverk samið sérstaklega fyrir Baðstofuna í Laugum. 

Við viljum gera meira úr upplifun gesta í spainu hjá okkur. Þetta er fyrsta skref í uppfærslu á upplifun í Laugar Spa - og eru ýmis fleiri verkefni í pípunum.

Högni vinnur með grunntíðni 1.5 hz sem er slökunartíðni heilans samkvæmt taugavísindalegum rannsóknum. 

Verkið sem ber heitið Boat on a String er sérstaklega samið fyrir Baðstofuna í Laugum en er um að ræða hljóðheim sem andar með vatninu, gufunni og kyrðinni sem þar ríkir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.