Handbolti

Anton og Jónas dæma mikil­vægan leik hjá Al­freð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anton og Jónas hafa komið víða við á sínum dómaraferli. Hér eru þeir að sinna dómgæslu á undanúrslitaleik Fusche Berlin og Nantes í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári.
Anton og Jónas hafa komið víða við á sínum dómaraferli. Hér eru þeir að sinna dómgæslu á undanúrslitaleik Fusche Berlin og Nantes í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári. Vísir/Getty

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu sjá til þess að allt fari siðsamlega fram í leik Þýskalands og Noregs á EM í handbolta í kvöld.

Íslenska dómaraparið dæmdi opnunarleik mótsins í Herning í Danmörku og hélt síðan um flauturnar í viðureign Tékklands og Úkarínu í Osló í Noregi en þetta verður þeirra fyrsti leikur í milliriðlakeppninni.

Dómarapörum fækkar þegar milliriðlakeppnin hefst og því er það góðs merki að Íslendingarnir haldi áfram. Dómaraparið frá Norður-Makedóníu, sem dæmdi leik Íslands og Ungverjalands, fékk til dæmis enga leiki í milliriðlinum.

Þýskaland og Noregur unnu bæði sigra í fyrstu umferð milliriðilsins, gegn Portúgal og Spáni.

Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar eru í efsta sæti riðilsins með 4 stig og geta farið langleiðina með að tryggja sig áfram í undanúrslit með sigri gegn Norðmönnum í kvöld.

Anton og Jónas verða í eldlínunni í Herning í kvöld.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×