Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2026 16:58 Plötusnúðurinn Fat Tony hefur lýst upplifun sinni af brúðkaupi Brooklyns Beckham og Nicolu Peltz og fyrsta dansi Brooklyn með móður sinni, Victoriu, Getty Plötusnúðurinn sem þeytti skífum í brúðkaupi Brooklyns Beckham og Nicolu Peltz hefur sagt upplifun sína af fyrsta dansi brúðgumans við móður sína, Victoriu Beckham, eftir að brúðurin hafði hlaupið grátandi út. Aðstæður hefðu verið vandræðalegar fyrir alla í salnum. Erjur Beckham-fjölskyldunnar sem höfðu marað undir yfirborðinu um árabil sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, 26 ára frumburður Victoriu og Davids, opinberaði sig um deilurnar á Instagram á mánudagskvöld. Foreldrarnir hefðu reynt að eyðileggja sambands hans við eiginkonuna og stýrðu umfjöllun fjölmiðla. Þá hefði Victoria á ögurstundu hætt við að hanna brúðarkjól fyrir Nicolu, stolið fyrsta dansinum af brúðurinni og dansað á óviðeigandi máta við son sinn og þannig niðurlægt hann. Sjá einnig: Kjólasaga Brooklyns loðin Breskir miðlar hafa logað síðan og málið verið á vörum allra í Bretlandseyjum. Þá hefur ýmislegt nýtt komið á daginn. Meðal annars virðist frásögn Brooklyns af kjóladramanu ekki alveg standast í ljósi þess að Nicola hafði verið í samskiptum við Pierpaolo Piccioli, listrænan stjórnanda tískuhússins Valentino, um brúðarkjólinn í ár fyrir brúðkaupið. Plötusnúðurinn Tony Marnoch, sem kallar sig DJ Fat Tony, hefur hins vegar stigið fram og sagt sína hlið á málinu sem virðist renna stoðum undir lýsingar Brooklyn. Brúðurin ekki „fallegasta konan í herberginu“ Plötusnúðurinn lýsti því við ITVað aðstæður í brúðkaupinu hefðu verið „mjög vandræðalegar fyrir alla í herberginu“. Hann tók þó fram að það hefði ekki verið neitt „drusludropp [þ.e. „slutdropping“ sem felst í því láta rassinn síga niður á gólf], engir PVC-samfestingur eða kryddpíuhasar“. Poppstjarnan Marc Anthony tróð upp í brúðkaupinu og segir Marnoch að hann hafi kallað Brooklyn upp á svið til að dansa fyrsta dansinn. „Næstu mínútuna bjuggust allir við því að Nicola yrði kölluð upp,“ sagði Marnoch. DJ Fat Tony er reyndur plötusnúður á Bretlandseyjum.Getty Söngvarinn hefði beðið „fallegustu konuna í herberginu“ til að koma upp á svið en í stað þess að segja nafn Nicolu, kallaði hann á Victoriu. Það varð til þess að brúðurin hljóp grátandi út úr herberginu. „Victoria er upp við sviðið, fer upp á það og á þeim tímapunkti er Brooklyn skyndilega, bókstaflega, niðurbrotinn því hann hélt að hann væri að fara að dansa fyrsta dansinn við eiginkonu sína,“ sagði Marnoch. „Síðan yfirgefur Nicola herbergið grátandi úr sér augun og Brooklyn er fastur uppi á sviðinu,“ bætti hann við. Marc Anthony hefði stýrt dansinum sem hefði verið með rómönsku yfirbragði og beðið Brooklyn um að setja hendurnar á mjaðmir móður sinnar. „Aðstæðurnar voru mjög vandræðalegar fyrir alla í rýminu,“ sagði Marnoch. Morguninn eftir enn verri Marnoch lýsti því að hann hefði þeytt skífum í „fjölmörgum Beckham-partýum í gegnum tíðina“. Fjölskyldan væri afar náin og elskaði að dansa saman. Hvort dansinn væri „óviðeigandi“ sagði hann það brúðgumans að meta. „Þetta snýst allt um það hvernig Brooklyn líður. Ef honum finnst það hafa verið óþægilegt eða vandræðalegt, var það óþægilegt og vandræðalegt,“ sagði Marnoch. Kvöldið hefði verið vandræðalegt en dögurðurinn daginn eftir hefði verið „það vandræðalegasta af öllu“ vegna þess að „allt sem hafði gerst á brúðkaupsnóttina var rætt meðal gestanna morguninn eftir,“ sagði plötusnúðurinn. Þó hin nýgiftu hjón hefðu verið niðurbrotin eftir dansinn væri hann „einunigs lítill hluti af stærra vandamáli“ hjá fjölskyldunni. Sjálfum fannst Marnoch sorglegt hvað fólk væri fljótt að gera lítið úr yfirlýsingu Brooklyns og uppnefna hann dekrað nepóbarn. Bretland Hollywood Brúðkaup Tengdar fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína. 20. janúar 2026 10:26 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Erjur Beckham-fjölskyldunnar sem höfðu marað undir yfirborðinu um árabil sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, 26 ára frumburður Victoriu og Davids, opinberaði sig um deilurnar á Instagram á mánudagskvöld. Foreldrarnir hefðu reynt að eyðileggja sambands hans við eiginkonuna og stýrðu umfjöllun fjölmiðla. Þá hefði Victoria á ögurstundu hætt við að hanna brúðarkjól fyrir Nicolu, stolið fyrsta dansinum af brúðurinni og dansað á óviðeigandi máta við son sinn og þannig niðurlægt hann. Sjá einnig: Kjólasaga Brooklyns loðin Breskir miðlar hafa logað síðan og málið verið á vörum allra í Bretlandseyjum. Þá hefur ýmislegt nýtt komið á daginn. Meðal annars virðist frásögn Brooklyns af kjóladramanu ekki alveg standast í ljósi þess að Nicola hafði verið í samskiptum við Pierpaolo Piccioli, listrænan stjórnanda tískuhússins Valentino, um brúðarkjólinn í ár fyrir brúðkaupið. Plötusnúðurinn Tony Marnoch, sem kallar sig DJ Fat Tony, hefur hins vegar stigið fram og sagt sína hlið á málinu sem virðist renna stoðum undir lýsingar Brooklyn. Brúðurin ekki „fallegasta konan í herberginu“ Plötusnúðurinn lýsti því við ITVað aðstæður í brúðkaupinu hefðu verið „mjög vandræðalegar fyrir alla í herberginu“. Hann tók þó fram að það hefði ekki verið neitt „drusludropp [þ.e. „slutdropping“ sem felst í því láta rassinn síga niður á gólf], engir PVC-samfestingur eða kryddpíuhasar“. Poppstjarnan Marc Anthony tróð upp í brúðkaupinu og segir Marnoch að hann hafi kallað Brooklyn upp á svið til að dansa fyrsta dansinn. „Næstu mínútuna bjuggust allir við því að Nicola yrði kölluð upp,“ sagði Marnoch. DJ Fat Tony er reyndur plötusnúður á Bretlandseyjum.Getty Söngvarinn hefði beðið „fallegustu konuna í herberginu“ til að koma upp á svið en í stað þess að segja nafn Nicolu, kallaði hann á Victoriu. Það varð til þess að brúðurin hljóp grátandi út úr herberginu. „Victoria er upp við sviðið, fer upp á það og á þeim tímapunkti er Brooklyn skyndilega, bókstaflega, niðurbrotinn því hann hélt að hann væri að fara að dansa fyrsta dansinn við eiginkonu sína,“ sagði Marnoch. „Síðan yfirgefur Nicola herbergið grátandi úr sér augun og Brooklyn er fastur uppi á sviðinu,“ bætti hann við. Marc Anthony hefði stýrt dansinum sem hefði verið með rómönsku yfirbragði og beðið Brooklyn um að setja hendurnar á mjaðmir móður sinnar. „Aðstæðurnar voru mjög vandræðalegar fyrir alla í rýminu,“ sagði Marnoch. Morguninn eftir enn verri Marnoch lýsti því að hann hefði þeytt skífum í „fjölmörgum Beckham-partýum í gegnum tíðina“. Fjölskyldan væri afar náin og elskaði að dansa saman. Hvort dansinn væri „óviðeigandi“ sagði hann það brúðgumans að meta. „Þetta snýst allt um það hvernig Brooklyn líður. Ef honum finnst það hafa verið óþægilegt eða vandræðalegt, var það óþægilegt og vandræðalegt,“ sagði Marnoch. Kvöldið hefði verið vandræðalegt en dögurðurinn daginn eftir hefði verið „það vandræðalegasta af öllu“ vegna þess að „allt sem hafði gerst á brúðkaupsnóttina var rætt meðal gestanna morguninn eftir,“ sagði plötusnúðurinn. Þó hin nýgiftu hjón hefðu verið niðurbrotin eftir dansinn væri hann „einunigs lítill hluti af stærra vandamáli“ hjá fjölskyldunni. Sjálfum fannst Marnoch sorglegt hvað fólk væri fljótt að gera lítið úr yfirlýsingu Brooklyns og uppnefna hann dekrað nepóbarn.
Bretland Hollywood Brúðkaup Tengdar fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína. 20. janúar 2026 10:26 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Tónlistarkonan Lily Allen hefur greinilega valið sér fylkingu í deilum innan Beckham-fjölskyldunnar sem hafa gerjast um nokkurra ára bil og sprungu í loft upp þegar Brooklyn Beckham, frumburður Victoriu og Davids, sagðist ekki vilja sættast við fjölskyldu sína. 20. janúar 2026 10:26