Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2026 22:01 Anna Björg Jónsdóttir er yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum. Vísir/Anton Brink Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. „Eiga amma og afi að hætta að drekka?“ var yfirskrift eins erindis Læknadaga í Hörpu í morgun. Ofdrykkja eldra fólks er falið og vaxandi vandamál að sögn yfirlæknis öldrunarlækninga en í fjórðungi tilfella er áfengi ástæða þess að fólk leitar aðstoðar á bráðamóttöku, oftar en ekki eftir að hafa dottið. „Að sama skapi sjáum við að kannski 10-15% innlagna á landspítala á lyflækningadeildir eru áfengistengdar og fyrir 10-20 árum síðan þegar ég var að læra læknisfræði þá vorum við kannski að tala um 1-2%,“ sagði Anna Björg Jónsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Hættulegt að drekka á hverjum degi“ Tölur um fjölda tilvika eru fengnar úr óformlegri könnun meðal starfsfólks á bráðamóttöku. Margvíslegar ástæður séu að baki þess að vandinn sé að aukast. „Ein af ástæðunum er að fólki líði illa, það sé meiri vanlíðan, það sé meiri kvíði, það sé meiri leiði. Önnur ástæða er hreint út sagt velmegun. Við höfum svo gaman og áfengi er tengt við það að hafa gaman og við eigum öll að hafa gaman. Þannig að þetta verður normaliserað og svolítið kúltúrinn að það eigi alltaf að hafa áfengi um hönd.“ Anna segir fólk á aldrinum 55-64 ára þann aldurshóp sem drekki allra mest. Forvarnir skipti máli, þó vandamálin séu ekki til staðar núna geti þau birst seinna meir. Þá nefnir hún sérstaklega þann hóp Íslendinga sem dvelur mánuðum saman erlendis. „Þar virðist vera kúltúrinn að maður er að drekka á hverjum einasta degi og það er hættulegt fyrir heilsuna. Ég get ekki sagt það nægilega skýrt eða eitthvað dregið úr því að það er hættulegt að drekka á hverjum einasta degi.“ Myndi aldrei ráðleggja neinum að fá sér einn fyrir svefninn Anna bendir á gögn til stuðnings orðum sínum og slær á mýtur sem lengi hafa verið í umræðunni. “Það er fullt af tölum. Það eru auknar líkur á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, meltingarsjúkdómum, byltum og alls kyns geðvandamálum, minnisskerðingu og svo framvegis. Ég er alltaf spurð hvað sé öruggt, hvað má ég drekka mikið. Stutta svarið er bara að það er ekkert öruggt.“ „Ef þú hefur aldrei drukkið er enginn sem myndi segja við þig að það sé gott fyrir heilsuna að byrja að drekka. Við myndum aldrei ráðleggja neinum að fá sér einn fyrir svefninn, það er ekki gott fyrir heilsuna.“ Anna telur að fyrri ráðleggingar um fjölda áfengra drykkja sem væru „í lagi“ hafi byggt á misskilningi. „Þegar menn voru að tala um þetta þá voru þeir í raun að bera saman það að drekka lítið og að drekka mikið. Þá var betra að drekka minna en að drekka meira en það var ekki borið saman við að drekka ekki neitt.“ Slæm áhrif á virkni lyfja Þá taki eldra fólk oftar lyf að staðaldri og áfengisdrykkja hafi áhrif á virkni lyfjanna sem brotin eru niður í lifrinni. „Áfengi er líka brotið niður í lifrinni og þá verður samkeppni. Það getur haft það í för með sér að það verður meiri styrkur af virka efninu í líkamanum og lifin virka ekki eins og þau ættu að gera. Annað hvort virka þau of mikið eða of lítið.“ „Segjum sem svo að þú takir blóðþrýstingslyf og allt í einu ertu að taka miklu stærri skammt af því að þú ert að neyta alkóhóls með. Það getur þýtt að blóðþrýstingur fellur miklu meira en hann ætti að gera sem getur í versta falli þýtt að þú hlýtur byltu og brotnar“ Vandamál á hjúkrunarheimilum og biðlar til aðstandenda Vandamálin birtist einnig starfsfólki heimaþjónstu og hjúkrunarheimila. „Það getur verið mjög erfitt að eiga við þetta. Þessir einstaklingar eru því miður oft staddir þar að þeir átta sig ekki á því hvað þetta er skaðleg drykkja. Þetta er talsvert mikill vandi og eitthvað sem ég held að við heyrum um í hverri einustu viku, frá annað hvort heimaþjónustu eða hjúkrunarheimilum. Þar sem við erum beðin um aðstoð, ráðgjöf, hvað getum við gert og hvernig eigum við að snúa okkur í þessu og svo framvegis.“ Þá nefnir Anna sérstaklega aðkomu aðstandenda. „Aðstandendur þurfa kannski aðeins að hugsa sig um af. Því að oft á tíðum eru það aðstandendur sem eru að koma með áfengið til viðkomandi hvort heldur sem hann býr heima eða á hjúkrunarheimili. Við þurfum að eiga þetta samtal því þetta er ekki endilega það sem er best fyrir viðkomandi.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Áfengi Hjúkrunarheimili Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Eiga amma og afi að hætta að drekka?“ var yfirskrift eins erindis Læknadaga í Hörpu í morgun. Ofdrykkja eldra fólks er falið og vaxandi vandamál að sögn yfirlæknis öldrunarlækninga en í fjórðungi tilfella er áfengi ástæða þess að fólk leitar aðstoðar á bráðamóttöku, oftar en ekki eftir að hafa dottið. „Að sama skapi sjáum við að kannski 10-15% innlagna á landspítala á lyflækningadeildir eru áfengistengdar og fyrir 10-20 árum síðan þegar ég var að læra læknisfræði þá vorum við kannski að tala um 1-2%,“ sagði Anna Björg Jónsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Hættulegt að drekka á hverjum degi“ Tölur um fjölda tilvika eru fengnar úr óformlegri könnun meðal starfsfólks á bráðamóttöku. Margvíslegar ástæður séu að baki þess að vandinn sé að aukast. „Ein af ástæðunum er að fólki líði illa, það sé meiri vanlíðan, það sé meiri kvíði, það sé meiri leiði. Önnur ástæða er hreint út sagt velmegun. Við höfum svo gaman og áfengi er tengt við það að hafa gaman og við eigum öll að hafa gaman. Þannig að þetta verður normaliserað og svolítið kúltúrinn að það eigi alltaf að hafa áfengi um hönd.“ Anna segir fólk á aldrinum 55-64 ára þann aldurshóp sem drekki allra mest. Forvarnir skipti máli, þó vandamálin séu ekki til staðar núna geti þau birst seinna meir. Þá nefnir hún sérstaklega þann hóp Íslendinga sem dvelur mánuðum saman erlendis. „Þar virðist vera kúltúrinn að maður er að drekka á hverjum einasta degi og það er hættulegt fyrir heilsuna. Ég get ekki sagt það nægilega skýrt eða eitthvað dregið úr því að það er hættulegt að drekka á hverjum einasta degi.“ Myndi aldrei ráðleggja neinum að fá sér einn fyrir svefninn Anna bendir á gögn til stuðnings orðum sínum og slær á mýtur sem lengi hafa verið í umræðunni. “Það er fullt af tölum. Það eru auknar líkur á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, meltingarsjúkdómum, byltum og alls kyns geðvandamálum, minnisskerðingu og svo framvegis. Ég er alltaf spurð hvað sé öruggt, hvað má ég drekka mikið. Stutta svarið er bara að það er ekkert öruggt.“ „Ef þú hefur aldrei drukkið er enginn sem myndi segja við þig að það sé gott fyrir heilsuna að byrja að drekka. Við myndum aldrei ráðleggja neinum að fá sér einn fyrir svefninn, það er ekki gott fyrir heilsuna.“ Anna telur að fyrri ráðleggingar um fjölda áfengra drykkja sem væru „í lagi“ hafi byggt á misskilningi. „Þegar menn voru að tala um þetta þá voru þeir í raun að bera saman það að drekka lítið og að drekka mikið. Þá var betra að drekka minna en að drekka meira en það var ekki borið saman við að drekka ekki neitt.“ Slæm áhrif á virkni lyfja Þá taki eldra fólk oftar lyf að staðaldri og áfengisdrykkja hafi áhrif á virkni lyfjanna sem brotin eru niður í lifrinni. „Áfengi er líka brotið niður í lifrinni og þá verður samkeppni. Það getur haft það í för með sér að það verður meiri styrkur af virka efninu í líkamanum og lifin virka ekki eins og þau ættu að gera. Annað hvort virka þau of mikið eða of lítið.“ „Segjum sem svo að þú takir blóðþrýstingslyf og allt í einu ertu að taka miklu stærri skammt af því að þú ert að neyta alkóhóls með. Það getur þýtt að blóðþrýstingur fellur miklu meira en hann ætti að gera sem getur í versta falli þýtt að þú hlýtur byltu og brotnar“ Vandamál á hjúkrunarheimilum og biðlar til aðstandenda Vandamálin birtist einnig starfsfólki heimaþjónstu og hjúkrunarheimila. „Það getur verið mjög erfitt að eiga við þetta. Þessir einstaklingar eru því miður oft staddir þar að þeir átta sig ekki á því hvað þetta er skaðleg drykkja. Þetta er talsvert mikill vandi og eitthvað sem ég held að við heyrum um í hverri einustu viku, frá annað hvort heimaþjónustu eða hjúkrunarheimilum. Þar sem við erum beðin um aðstoð, ráðgjöf, hvað getum við gert og hvernig eigum við að snúa okkur í þessu og svo framvegis.“ Þá nefnir Anna sérstaklega aðkomu aðstandenda. „Aðstandendur þurfa kannski aðeins að hugsa sig um af. Því að oft á tíðum eru það aðstandendur sem eru að koma með áfengið til viðkomandi hvort heldur sem hann býr heima eða á hjúkrunarheimili. Við þurfum að eiga þetta samtal því þetta er ekki endilega það sem er best fyrir viðkomandi.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Áfengi Hjúkrunarheimili Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira