Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2026 10:29 Katrín Lóa er höfundur kórverksins Mergs þar sem sungið er um líkamsvessa og hinn sammannlega viðbjóð sem við viljum ekki tala um. Kolbrún Hulda Geirsdóttir Kórverkið Mergur byggir á íslenskri þjóðlagahefð og tekst á við það sem við forðumst að nefna, líkamsvessa og aðra óværu. Höfundurinn vildi blanda saman viðbjóðslegum textum við háfleygt kórformið og finna þannig fegurðina í ógeðinu. Katrín Lóa Hafsteinsdóttir er höfundur og leikstjóri Mergs sem var upprunalega útskriftarverkefni hennar af sviðshöfundarbraut Listaháskóla Íslands árið 2024. Hún fínpússaði verkið og vann það áfram með stærri kór í Tjarnarbíói þar sem það verður frumsýnt á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni, kórinn samanstendur af 28 söngvurum auk tíu manna bak við tjöldin sem sjá um leikmynd, búninga og sviðssetningu. Blaðamaður heyrði hljóðið í Katrínu Lóu til að forvitnast út í þetta óvenjulega verk og andstæðurnar sem mynda það. „Ég var smeyk við að fara í þessa átt“ „Hugmyndin kemur út frá því að mig langaði að gera óhefðbundið kórverk. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af kórforminu og vildi upphaflega gera kórverk með óhefðbundnum textum um tilfinningar fólks í játningaformi,“ segir Katrín Lóa um aðdragandann að verkinu. Þróun Mergs hófst í samsköpunarferli tíu manna leikhóps þar sem þau gerðu ýmiss konar skriflegar æfingar. Líkaminn er krafinn til mergjar í Mergi. „Við tókum eina umferð af æfingum þar sem við vorum að skrifa játningar og leyndarmál og þetta varð óvænt gróteskt. Ég man eftir augnablikinu þar sem ég var að lesa þessar ógeðslegu játningar og fann alveg: „Nei nei, ég vil ekki fara í þessa átt.“ En þetta var algjörlega móment þar sem hugmyndin tók yfir og ég þurfti að elta hana.“ Um var að ræða játningar tengdar mannslíkamanum og atvik sem fólk hafði lent í sem tengdust honum, til að mynda saga um gyllinæð. Vindar hvína um rass míns kinnar, hvíslað er um ilminn þann. „Ég var smeyk við að fara í þessa átt en það er samt alltaf spennandi staður til að vera á í sviðslistum. Ég var líka búin að vera að pæla í þessu íslenska kórformi því það er svo brjálæðislega háfleygt form og hvernig það tengist þjóðinni og menningararfinum,“ segir Katrín Lóa. Hér að neðan má heyra tvö tóndæmi úr verkinu. Viðbjóðurinn sem við kjósum að tala ekki um Kórformið er að sögn Katrínar afar háfleygt og lýsir hún því hvernig maður fyllist þjóðarstolti við að heyra íslensk verk á borð við „Heyr himna smiður“ eftir Kolbein Tumason eða „Lofsönginn“ eftir Matthías Jochumsson. „Það er líka gaman að pæla í því hvar kórar syngja, í hvaða aðstæðum og samhengi, það er oftast í kirkjum og við jarðarfarir. Mér fannst spennandi að smella þessu tvennu saman, þessum ótrúlega gróteska texta um líkamann og þessu brjálæðislega háfleyga kórformi,“ segir Katrín sem heillast almennt af andstæðum í listum. Kórstjórinn Katrín stýrir kórnum af miklum krafti.Kolbrún Hulda Geirsdóttir Það leynist meiri gróteska í fornum textunum en við gerum okkur grein fyrir. Útsetningar séu allar mjög fallegar og sönglögin vísi á einn eða annan hátt í kunnugleg lög, til að mynda „Ólaf Liljurós“ eða „Brennið þið vitar“. „Útsetningarnar eru samdar á fallegan og fágaðan hátt en textarnir eru allir uppfullir af viðbjóði sem við þekkjum samt öll. Þessi sammannlegi viðbjóður, sem við kjósum að tala ekki um, fær að vera þarna í sviðsljósinu,“ segir Katrín. Er þetta vítt svið? „Þetta er aðallega um líkamsvessa, ekki endilega tengt manneskjunni sem kynveru heldur sem veru sem þarf að glíma við alla þessa hluti sem við skömmumst okkur fyrir og viljum halda leyndum,“ segir Katrín. Innanvert var lærið rautt, lakið allt af blóði blautt. Eitt lag verksins er samið út frá sagnadansinum Ólafi Liljurós og formi hans nema textinn fjallar um baráttu söguhetjunnar við túrblóð. Melódía lagsins er öðruvísi en hrynjandinn og kórsvörin eins uppbyggð. „Við erum ekki að hæðast eða gera grín“ Ólíkt venjulegum kórtónleikum myndar söngurinn í kórverki gjarnan samhangandi heild. Það er raunin í Mergi sem Katrín lýsir sem ferðalagi. „Ég myndi segja að við tökum áhorfendur með í ákveðið ferðalag, bæði í söng og sviðshreyfingum, hvernig kórinn ferðast um sviðið. Það er stígandi í lögunum og við tökum fyrir alls konar ólíka gróteska staði,“ segir Katrín. Katrín segir krefjandi að stýra svona fjölmennu verki.Kolbrún Hulda Geirsdóttir „Við förum um víðan völl og drögum þetta saman undir lokin í hálfgerðu uppgjöri þar sem líkaminn verður að þessari fósturjörð,“ segir Katrín án þess að vilja spilla of miklu. Hið gróteska er spennandi en líka vandmeðfarið. Hvernig fetarðu milliveginn án þess að verða kjánalegur? „Ég held að fyrir mig hafi verið mjög mikilvægt að hafa fegurðina að leiðarljósi í öllu sköpunarferlinu, að hugsa um að endatakmarkið sé að setja upp eitthvað fallegt en nota hið ógeðslega til að komast þangað. Þá er líka búið að vera mikilvægt að halda í ákveðna einlægni. Við erum ekki að hæðast eða gera grín, þetta er alvara og okkur finnst þetta skipta máli,“ segir Katrín. Skilaboðin séu að þetta sé allt eitthvað sem fólk þurfi að díla við. Gróteskan sé mest spennandi þegar hún er samofin hinu fallega. Rennur gröftur eftir skoru, akra og dali fyllir hann. „Ég trúi því að ef við blöndum fegurðinni og hinu ógeðslega saman þá náum við að skapa rými þar sem við getum ekki alveg greint hluti í annað hvort eða. Það skapast eitthvað órætt, eitthvað millibilsástand,“ segir Katrín. Nýtt lag um barnsburð Katrín setti Merg fyrst á svið fyrir tveimur árum og hefur síðan fengið að vinna það áfram hefur verkið ekki tekið miklum stakkaskiptum. Þó hefur eitt lag bæst við og önnur verið betrumbætt. „Kjarninn er sá sami nema ég fékk Stefán Nordal til að hjálpa mér við að fínpússa útsetningarnar og gera þetta heilsteyptara,“ segir Katrín. Kórstjórinn leggur kórnum línurnar. „Við sömdum líka nýtt lag sem fjallar um grótesku hliðar þess að ganga með og fæða barn. Okkur fannst við eiga það eftir.“ Ein stærsta áskorunin við uppsetninguna í Tjarnarbíói tengdist fjöldanum sem kom að sýningunni. „Það sem kemur aðallega á óvart er hvað það er mikil áskorun að leiða svona stóran hóp. Það er ekkert grín. Þetta er fyrst höfundarverkið mitt og er mikill pakki en hefur gengið vel hingað til,“ segir Katrín. Þegar Katrín fór að hringja í fólk til að biðja það um að vera með í kór sem syngur um líkamsvessa var fólk óvenju jákvætt. „Það kom mér á óvart hvað fólk var til í tuskið,“ segir Katrín. Njálgur, ormur, lirfa, maðkur, kláði, sviði, erting, roði. Tjarnarbíó Leikhús Kórar Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Katrín Lóa Hafsteinsdóttir er höfundur og leikstjóri Mergs sem var upprunalega útskriftarverkefni hennar af sviðshöfundarbraut Listaháskóla Íslands árið 2024. Hún fínpússaði verkið og vann það áfram með stærri kór í Tjarnarbíói þar sem það verður frumsýnt á föstudag. Fjöldi fólks kemur að sýningunni, kórinn samanstendur af 28 söngvurum auk tíu manna bak við tjöldin sem sjá um leikmynd, búninga og sviðssetningu. Blaðamaður heyrði hljóðið í Katrínu Lóu til að forvitnast út í þetta óvenjulega verk og andstæðurnar sem mynda það. „Ég var smeyk við að fara í þessa átt“ „Hugmyndin kemur út frá því að mig langaði að gera óhefðbundið kórverk. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af kórforminu og vildi upphaflega gera kórverk með óhefðbundnum textum um tilfinningar fólks í játningaformi,“ segir Katrín Lóa um aðdragandann að verkinu. Þróun Mergs hófst í samsköpunarferli tíu manna leikhóps þar sem þau gerðu ýmiss konar skriflegar æfingar. Líkaminn er krafinn til mergjar í Mergi. „Við tókum eina umferð af æfingum þar sem við vorum að skrifa játningar og leyndarmál og þetta varð óvænt gróteskt. Ég man eftir augnablikinu þar sem ég var að lesa þessar ógeðslegu játningar og fann alveg: „Nei nei, ég vil ekki fara í þessa átt.“ En þetta var algjörlega móment þar sem hugmyndin tók yfir og ég þurfti að elta hana.“ Um var að ræða játningar tengdar mannslíkamanum og atvik sem fólk hafði lent í sem tengdust honum, til að mynda saga um gyllinæð. Vindar hvína um rass míns kinnar, hvíslað er um ilminn þann. „Ég var smeyk við að fara í þessa átt en það er samt alltaf spennandi staður til að vera á í sviðslistum. Ég var líka búin að vera að pæla í þessu íslenska kórformi því það er svo brjálæðislega háfleygt form og hvernig það tengist þjóðinni og menningararfinum,“ segir Katrín Lóa. Hér að neðan má heyra tvö tóndæmi úr verkinu. Viðbjóðurinn sem við kjósum að tala ekki um Kórformið er að sögn Katrínar afar háfleygt og lýsir hún því hvernig maður fyllist þjóðarstolti við að heyra íslensk verk á borð við „Heyr himna smiður“ eftir Kolbein Tumason eða „Lofsönginn“ eftir Matthías Jochumsson. „Það er líka gaman að pæla í því hvar kórar syngja, í hvaða aðstæðum og samhengi, það er oftast í kirkjum og við jarðarfarir. Mér fannst spennandi að smella þessu tvennu saman, þessum ótrúlega gróteska texta um líkamann og þessu brjálæðislega háfleyga kórformi,“ segir Katrín sem heillast almennt af andstæðum í listum. Kórstjórinn Katrín stýrir kórnum af miklum krafti.Kolbrún Hulda Geirsdóttir Það leynist meiri gróteska í fornum textunum en við gerum okkur grein fyrir. Útsetningar séu allar mjög fallegar og sönglögin vísi á einn eða annan hátt í kunnugleg lög, til að mynda „Ólaf Liljurós“ eða „Brennið þið vitar“. „Útsetningarnar eru samdar á fallegan og fágaðan hátt en textarnir eru allir uppfullir af viðbjóði sem við þekkjum samt öll. Þessi sammannlegi viðbjóður, sem við kjósum að tala ekki um, fær að vera þarna í sviðsljósinu,“ segir Katrín. Er þetta vítt svið? „Þetta er aðallega um líkamsvessa, ekki endilega tengt manneskjunni sem kynveru heldur sem veru sem þarf að glíma við alla þessa hluti sem við skömmumst okkur fyrir og viljum halda leyndum,“ segir Katrín. Innanvert var lærið rautt, lakið allt af blóði blautt. Eitt lag verksins er samið út frá sagnadansinum Ólafi Liljurós og formi hans nema textinn fjallar um baráttu söguhetjunnar við túrblóð. Melódía lagsins er öðruvísi en hrynjandinn og kórsvörin eins uppbyggð. „Við erum ekki að hæðast eða gera grín“ Ólíkt venjulegum kórtónleikum myndar söngurinn í kórverki gjarnan samhangandi heild. Það er raunin í Mergi sem Katrín lýsir sem ferðalagi. „Ég myndi segja að við tökum áhorfendur með í ákveðið ferðalag, bæði í söng og sviðshreyfingum, hvernig kórinn ferðast um sviðið. Það er stígandi í lögunum og við tökum fyrir alls konar ólíka gróteska staði,“ segir Katrín. Katrín segir krefjandi að stýra svona fjölmennu verki.Kolbrún Hulda Geirsdóttir „Við förum um víðan völl og drögum þetta saman undir lokin í hálfgerðu uppgjöri þar sem líkaminn verður að þessari fósturjörð,“ segir Katrín án þess að vilja spilla of miklu. Hið gróteska er spennandi en líka vandmeðfarið. Hvernig fetarðu milliveginn án þess að verða kjánalegur? „Ég held að fyrir mig hafi verið mjög mikilvægt að hafa fegurðina að leiðarljósi í öllu sköpunarferlinu, að hugsa um að endatakmarkið sé að setja upp eitthvað fallegt en nota hið ógeðslega til að komast þangað. Þá er líka búið að vera mikilvægt að halda í ákveðna einlægni. Við erum ekki að hæðast eða gera grín, þetta er alvara og okkur finnst þetta skipta máli,“ segir Katrín. Skilaboðin séu að þetta sé allt eitthvað sem fólk þurfi að díla við. Gróteskan sé mest spennandi þegar hún er samofin hinu fallega. Rennur gröftur eftir skoru, akra og dali fyllir hann. „Ég trúi því að ef við blöndum fegurðinni og hinu ógeðslega saman þá náum við að skapa rými þar sem við getum ekki alveg greint hluti í annað hvort eða. Það skapast eitthvað órætt, eitthvað millibilsástand,“ segir Katrín. Nýtt lag um barnsburð Katrín setti Merg fyrst á svið fyrir tveimur árum og hefur síðan fengið að vinna það áfram hefur verkið ekki tekið miklum stakkaskiptum. Þó hefur eitt lag bæst við og önnur verið betrumbætt. „Kjarninn er sá sami nema ég fékk Stefán Nordal til að hjálpa mér við að fínpússa útsetningarnar og gera þetta heilsteyptara,“ segir Katrín. Kórstjórinn leggur kórnum línurnar. „Við sömdum líka nýtt lag sem fjallar um grótesku hliðar þess að ganga með og fæða barn. Okkur fannst við eiga það eftir.“ Ein stærsta áskorunin við uppsetninguna í Tjarnarbíói tengdist fjöldanum sem kom að sýningunni. „Það sem kemur aðallega á óvart er hvað það er mikil áskorun að leiða svona stóran hóp. Það er ekkert grín. Þetta er fyrst höfundarverkið mitt og er mikill pakki en hefur gengið vel hingað til,“ segir Katrín. Þegar Katrín fór að hringja í fólk til að biðja það um að vera með í kór sem syngur um líkamsvessa var fólk óvenju jákvætt. „Það kom mér á óvart hvað fólk var til í tuskið,“ segir Katrín. Njálgur, ormur, lirfa, maðkur, kláði, sviði, erting, roði.
Tjarnarbíó Leikhús Kórar Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning