Diddy selur svörtu einkaþotuna Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. janúar 2026 12:33 P. Diddy hefur losað sig við svörtu einkaþotuna sína. Getty/Shareif Ziyadat Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi. Viðskiptamiðillinn Business Insider greindi frá fregnunum á föstudag. Þar hefur miðillinn eftir fyrirtækinu Silver Air Private Jets, sem áður sá um að bóka þotu Combs í leiguflug, að einkaþotan hafi verið seld í október síðastliðnum. Ekki kemur þó fram hvað Combs fékk fyrir flugvélina. Samkvæmt umfjöllun Business Insider fáist á bilinu tuttugu til þjátíu milljónir Bandaríkjadala (2,5 til 3,7 milljarðar krónar) fyrir slíka þotu samkvæmt en það velti þó á ásigkomulagi og notkun. Diddy birti reglulega myndir og myndbönd af þotunni á samfélagsmiðlum. Einkaþotan var byggð árið 2015, er svört að utan og drapplituð að innan, getur ferjað allt að fjórtán farþega, leyfir gæludýr og er með sérstakt afþreyingarkerfi. Þotan ber nú einkennisstafina T7-OKS en T7-forliðurinn þýðir að flugvélin er skráð í smáríkinu San Marinó. Áður var þotan skráð sem N1969C á hlutafélagið LoveAir í eigu Combs. Mánuðina eftir handtöku Diddy í september 2024 þar sem hann var ákærður fyrir fjölda glæpa, þar á meðal mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur og kynferðisbrot, flaug einkaþotan vítt og breitt um heiminn til landa á borð við Frönsku Pólýnesíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklega hefur það verið til að afla Diddy tímabundins fjár. Ekkki er minnst akkúrat á þessa einkaþotu í ákærunum gegn Combs en hann var þó sakaður þar um að fljúga fórnarlömbum sínum með einkaþotu og nota flugvélina til að skaffa sér eiturlyf. Kveðinn var upp dómur í máli Combs í október 2025 og var hann sýknaður af alvarlegustu ásökununum á hendur honum, mansali og skipulagðri glæpastarfsemi, en var sakfelldur í tveimur ákæruliðum sem tengdust flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Fyrir það laut hann fimmtíu mánaða dóm og sekt upp á hálfa milljón dala. Þó hann sé búinn að selja einkaþotuna á Combs enn tvær villur í Miami og eina villu í Los Angeles. Þá síðastnefndu setti hann á sölu fyrir 6,1 milljón dala í september 2024 en það gekk ekki að selja hana þannig hún var tekin af sölu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Tengdar fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy. 7. janúar 2026 18:10 Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. 21. október 2025 07:50 Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Viðskiptamiðillinn Business Insider greindi frá fregnunum á föstudag. Þar hefur miðillinn eftir fyrirtækinu Silver Air Private Jets, sem áður sá um að bóka þotu Combs í leiguflug, að einkaþotan hafi verið seld í október síðastliðnum. Ekki kemur þó fram hvað Combs fékk fyrir flugvélina. Samkvæmt umfjöllun Business Insider fáist á bilinu tuttugu til þjátíu milljónir Bandaríkjadala (2,5 til 3,7 milljarðar krónar) fyrir slíka þotu samkvæmt en það velti þó á ásigkomulagi og notkun. Diddy birti reglulega myndir og myndbönd af þotunni á samfélagsmiðlum. Einkaþotan var byggð árið 2015, er svört að utan og drapplituð að innan, getur ferjað allt að fjórtán farþega, leyfir gæludýr og er með sérstakt afþreyingarkerfi. Þotan ber nú einkennisstafina T7-OKS en T7-forliðurinn þýðir að flugvélin er skráð í smáríkinu San Marinó. Áður var þotan skráð sem N1969C á hlutafélagið LoveAir í eigu Combs. Mánuðina eftir handtöku Diddy í september 2024 þar sem hann var ákærður fyrir fjölda glæpa, þar á meðal mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur og kynferðisbrot, flaug einkaþotan vítt og breitt um heiminn til landa á borð við Frönsku Pólýnesíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklega hefur það verið til að afla Diddy tímabundins fjár. Ekkki er minnst akkúrat á þessa einkaþotu í ákærunum gegn Combs en hann var þó sakaður þar um að fljúga fórnarlömbum sínum með einkaþotu og nota flugvélina til að skaffa sér eiturlyf. Kveðinn var upp dómur í máli Combs í október 2025 og var hann sýknaður af alvarlegustu ásökununum á hendur honum, mansali og skipulagðri glæpastarfsemi, en var sakfelldur í tveimur ákæruliðum sem tengdust flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Fyrir það laut hann fimmtíu mánaða dóm og sekt upp á hálfa milljón dala. Þó hann sé búinn að selja einkaþotuna á Combs enn tvær villur í Miami og eina villu í Los Angeles. Þá síðastnefndu setti hann á sölu fyrir 6,1 milljón dala í september 2024 en það gekk ekki að selja hana þannig hún var tekin af sölu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Tengdar fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy. 7. janúar 2026 18:10 Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. 21. október 2025 07:50 Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy. 7. janúar 2026 18:10
Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. 21. október 2025 07:50
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17