Sport

Dag­skráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Bruno Fernandes og félagar eiga hörkuleik fyrir höndum í dag.
Bruno Fernandes og félagar eiga hörkuleik fyrir höndum í dag. Getty/Carl Recine

Manchester United á erfiðan leik fyrir höndum í enska bikarnum í fótbolta í dag og topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, glímir við lið sem vann bikarinn fyrr á þessari öld. Þá eru hörkuleikir í úrslitakeppni NFL á dagskrá.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar á sportrásum Sýnar má finna á heimasíðu miðilsins.

Sýn Sport

Það eru þrír alvöru slagir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á Sýn Sport í dag og fjörið hefst klukkan 18 þegar Jaguars og Bills mætast. Klukkan 21:30 er svo leikur Eagles og 49ers, og eftir miðnætti eða klukkan 1 mætast svo Patriots og Chargers.

Sýn Sport Viaplay

Gærdagurinn var vægast sagt viðburðaríkur í enska bikarnum og þar verður áfram haldið í dag. Fyrst mætast Derby og Leeds klukkan 12 og svo sækir Arsenal heim lið Portsmouth, sem varð bikarmeistari árið 2008 með Hermann Hreiðarsson innanborðs. Klukkan 16:30 mætast svo Manchester United og Brighton í úrvalsdeildarslag, þar sem Darren Fletcher verður áfram við stjórnvölinn hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×