Fótbolti

Andrea til Anderlecht

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andrea Rut Bjarnadóttir ætlar að vinna titla í Belgíu.
Andrea Rut Bjarnadóttir ætlar að vinna titla í Belgíu. anderlecht

Andrea Rut Bjarnadóttir er gengin til liðs við Anderlecht í Belgíu. Hún kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur spilað síðustu þrjú tímabil.

Andrea er annar Blikinn sem semur við belgíska félagið á síðustu misserum. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var seld til félagsins um svipað leiti á síðasta ári.

Andrea er sóknarsinnaður miðjumaður sem ólst upp hjá Þrótti Reykjavík en skipti til Breiðabliks árið 2022. Hún varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2024 og vann síðan tvöfalt, bæði deild og bikar, á síðasta tímabili.

Hún ætlar að halda áfram að vinna titla í Belgíu en liðið er í fjórða sæti deildarinnar eins og er.

„Markmiðið á fyrsta tímabilinu er skýrt: Að vinna deildina og bikarinn. Ég mun leggja mitt af mörkum til að hjálpa liðinu og valdi treyju númer sjö, því fyrir mér táknar það sjálfstraust og metnað. Þegar tækifærið bauðst, að ganga til liðs við Anderlecht, var ákvörðunin auðveld“ sagði Andrea eftir að hafa skrifað undir samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×