Sport

Dag­skráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stór­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Arsenal á möguleika á að ná átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, með sigri gegn Liverpool.
Arsenal á möguleika á að ná átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, með sigri gegn Liverpool. Getty/Stuart MacFarlane

Það er skemmtilegt kvöld fram undan í íslenska körfuboltanum, sannkallaður stórleikur í enska boltanum og svo Gummi Ben og Hjammi með góða gesti í Big Ben, á sportrásum Sýnar.

Sýn Sport

Margir bíða eflaust spenntir eftir leik kvöldsins í enska boltanum þegar Arsenal og Liverpool mætast. Það er mikið í húfi og getur Arsenal náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri, svo stuðningsmenn Manchester City og Aston Villa verða eflaust á bandi Liverpool í kvöld. Liverpool getur að sama skapi komist nær þessum liðum með sigri, og um leið styrkt stöðu sína í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Eftir leiki kvöldsins er svo Big Ben á dagskrá, eða um klukkan 22:20, þar sem alltaf má búast við góðri stemningu og hressandi spjalli.

Sýn Sport Ísland

Körfuboltinn verður alls ráðandi á Sýn Sport Ísland rásunum og þar hefst stuðið snemma því Körfuboltakvöld kvenna er á dagskrá klukkan 17:30. Í kjölfarið, eða klukkan 19:10 hefst svo Skiptiborðið þar sem fylgst verður með öllum leikjum samtímis í Bónus-deild karla.

Stórleikur Vals og Stjörnunnar stendur upp úr, og verður sýndur á Sýn Sport Ísland 2, en aðra leiki má einnig sjá í beinni útsendingu og mætast ÍR og Njarðvík, ÍA og Grindavík, og KR og Ármann.

Leikirnir verða svo gerðir upp í Tilþrifunum sem ættu að geta hafist um klukkan 21:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×