Körfubolti

Ár­menningar unnu botnslaginn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ármann tryggði sæti sitt í Bónus-deildinni í vor en hefur átt í vandræðum í vetur.
Ármann tryggði sæti sitt í Bónus-deildinni í vor en hefur átt í vandræðum í vetur. Facebook Ármann körfubolti

Ármann vann annan leik liðsins í Bónus-deild kvenna í körfubolta er Hamar/Þór heimsótti liðið í kvöld.

Bæði lið eru límd við botn deildarinnar og voru með tvö stig hvort fyrir leik kvöldsins. Tindastóll er næsta lið fyrir ofan með átta stig.

Ármann var sterkari aðilinn framan af og leiddi 41-30 í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn í þriðja leikhlutanum og litlu munaði á lokakaflanum.

Heimakonur létu forystuna þó ekki af hendi og unnu fjögurra stiga sigur, 71-67.

Kylie Kornagay-Lucas skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Ármann sem er þá með fjögur stig í næstneðsta sæti en Hamar/Þór á botninum með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×