Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar 6. janúar 2026 20:33 Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins). Fjölmiðlar bæta oft við að í Venesúela sé að finna stærstu olíubirgðir heims. En við nánari skoðun eru báðar þessar skýringar frekar ótrúverðugar. Byrjum á fíkniefnasmygli: lang algengustu orsök dauðsfalla vegna ofskömmtunar í Bandaríkjunum er fíkniefnið fentanýl. Lyfjaeftirlitið í BNA (Drug Enforcement Administration) bendir á að framleiðendurnir séu fyrst og fremst Kína, Mexíkó og Indland, en engin framleiðsla á sér stað í Suður-Ameríku. Miðað við fíkniefnarökin hefði verið skynsamlegra að ræna kínverska, mexíkóska eða indverska forsetanum! Þá er komið að olíuauðlindinni. Er Venesúela virkilega hið síðasta El Dorado svarta gullsins? Sögur um „stærstu olíubirgðir í heimi“ byggja í raun á einhliða yfirlýsingar stjórnvalda í Venesúela og hafa aldrei verið staðfestar af óháðum aðila eða endurskoðanda. Þær hafa því ekkert sérstakt gildi. Stofunin Energy Institute, sem birtir opinbera tölfræði um olíubirgðir einstakra þjóða árlega, hætti að birta tölur um olíubirgðir Venesúela árið 2021 einmitt af þessum sökum. Það er opinbert leyndarmál í olíugeiranum að ýmsar olíuþjóðir, sérstaklega meðlimir OPEC, eru vísvítandi að ofmeta eigin olíubirgðir, annað hvort til að ganga í augun á öðrum þjóðum eða til að fá hærra framleiðslukvóta (OPEC er einhvers konar samráðssamtök þjóða deila ákveðnum framleiðslukvóta á milli sín til að halda olíuverðinu uppi). Í Sádi-Arabíu héldust slíkar tölur um olíubirgðir nánast óbreyttar á milli 1989 og 2016, eða 260 milljarðar tunna, þrátt fyrir að landið hafi dælt upp 100 milljarða tunna á því tímabili og ekki uppgötvar neinar meiriháttar olíulindir á móti. Olían sem er fyrirfinnst í jarðlögum Venesúela er svokölluð „þung“ olía (extra heavy), og er líkari tjöru en hefðbundinni olíu. Til að vinna afurðir úr henni út þarf að hita hana upp og til þess þarf að brenna mikið magn af jarðgasi. Olíufélög sem hafa áhuga á að fara í slíka framleiðslu þurfa þannig að byrja á því að útvega jarðgas, leggja gasleiðslur og byggja upp alls konar innviði, allt mitt í frumskóginum. Allt þetta er tæknilega flókið og kostnaðarsamt, og slík olíuvinnsla alls ekki arðbær miðað við núverandi olíuverð. Þegar kemur að olíufélögum eru það peningarnir sem ráða, en ekki duttlungar Trumps. Ráðgjafarfyrirtækið Rystad Energy, sem er leiðandi gagnaveita fyrir olíuiðnaðinn, skrifaði árið 2024 að „mesta ofmatið á olíubirðgum“ kæmi frá Venesúela. Fyrirtækið gefur það reyndar líka út í sömu samantekt að á tímabilinu 2030 og 2050 muni heimsframleiðsla á olíu næstum helmingast, sem gæti reynst nokkuð óþægilegt fyrir þjóðir sem reiða sig mikið á innfluttri olíu og hafa ekki búið sig undir slíka framtíð (halló Ísland?). Alþjóða Orkumálastofnunin (IEA) birti líka spá um olíuframleiðslu nýlega, en hún gerir ráð fyrir að olíufylleríið muni taka enda árið 2030 og framleiðslan byrja að dragast saman eftir það. Bandarísk olíufélög virðast ekkert ætla að slást um olíuna í Venesúela, og pólitíska óvissan sem ríkir nú í landinu er ekki til þess fallið að draga úr áhættu slíkra fjárfestinga. Kannski tekst þeim að auka framleiðsluna aðeins, en það mun þá taka mörg ár, og gullöld olíunnar í Venesúela er líklega nú þegar að baki, enda hefur framleiðslan sífellt verið að minnka síðustu 25 árin… Hvað getur þá útskýrt þessa hugdettu hins hrekkjótta Bandaríkjaforseta? Kannski snerist hún einfaldlega um að hnykla vöðvana og ganga í augun á kjósendur heima fyrir, sýna þeim hvað hann væri duglegur að „gera Bandaríkin stórkostleg að nýju“ með því að bregða sér í hlutverk heimslöggunnar. Þetta vill Bandaríski sagnfræðingurinn Anne Applebaum að minnsta kosti meina í viðtali viðThe Atlantic. Kannski snerist hún líka um að ganga í augun á aðra þjóðarleiðtoga sem Trump finnst ekki vera að taka sig nógu alvarlega. Brellan hefur þá að einhverju leyti virkað: danskir þjóðarleiðtogar, sem hlógu að Trump þegar hann fór fyrst að tala um að innlima Grænland, eru ekkert að hlæja svo mikið lengur. Eða kannski snýst þetta um eitthvað allt annað, sem hefur farið fram manna á milli í einhverjum reykfylltum bakherbergjum, og við litla fólkið fáum ekki að vita um... Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins). Fjölmiðlar bæta oft við að í Venesúela sé að finna stærstu olíubirgðir heims. En við nánari skoðun eru báðar þessar skýringar frekar ótrúverðugar. Byrjum á fíkniefnasmygli: lang algengustu orsök dauðsfalla vegna ofskömmtunar í Bandaríkjunum er fíkniefnið fentanýl. Lyfjaeftirlitið í BNA (Drug Enforcement Administration) bendir á að framleiðendurnir séu fyrst og fremst Kína, Mexíkó og Indland, en engin framleiðsla á sér stað í Suður-Ameríku. Miðað við fíkniefnarökin hefði verið skynsamlegra að ræna kínverska, mexíkóska eða indverska forsetanum! Þá er komið að olíuauðlindinni. Er Venesúela virkilega hið síðasta El Dorado svarta gullsins? Sögur um „stærstu olíubirgðir í heimi“ byggja í raun á einhliða yfirlýsingar stjórnvalda í Venesúela og hafa aldrei verið staðfestar af óháðum aðila eða endurskoðanda. Þær hafa því ekkert sérstakt gildi. Stofunin Energy Institute, sem birtir opinbera tölfræði um olíubirgðir einstakra þjóða árlega, hætti að birta tölur um olíubirgðir Venesúela árið 2021 einmitt af þessum sökum. Það er opinbert leyndarmál í olíugeiranum að ýmsar olíuþjóðir, sérstaklega meðlimir OPEC, eru vísvítandi að ofmeta eigin olíubirgðir, annað hvort til að ganga í augun á öðrum þjóðum eða til að fá hærra framleiðslukvóta (OPEC er einhvers konar samráðssamtök þjóða deila ákveðnum framleiðslukvóta á milli sín til að halda olíuverðinu uppi). Í Sádi-Arabíu héldust slíkar tölur um olíubirgðir nánast óbreyttar á milli 1989 og 2016, eða 260 milljarðar tunna, þrátt fyrir að landið hafi dælt upp 100 milljarða tunna á því tímabili og ekki uppgötvar neinar meiriháttar olíulindir á móti. Olían sem er fyrirfinnst í jarðlögum Venesúela er svokölluð „þung“ olía (extra heavy), og er líkari tjöru en hefðbundinni olíu. Til að vinna afurðir úr henni út þarf að hita hana upp og til þess þarf að brenna mikið magn af jarðgasi. Olíufélög sem hafa áhuga á að fara í slíka framleiðslu þurfa þannig að byrja á því að útvega jarðgas, leggja gasleiðslur og byggja upp alls konar innviði, allt mitt í frumskóginum. Allt þetta er tæknilega flókið og kostnaðarsamt, og slík olíuvinnsla alls ekki arðbær miðað við núverandi olíuverð. Þegar kemur að olíufélögum eru það peningarnir sem ráða, en ekki duttlungar Trumps. Ráðgjafarfyrirtækið Rystad Energy, sem er leiðandi gagnaveita fyrir olíuiðnaðinn, skrifaði árið 2024 að „mesta ofmatið á olíubirðgum“ kæmi frá Venesúela. Fyrirtækið gefur það reyndar líka út í sömu samantekt að á tímabilinu 2030 og 2050 muni heimsframleiðsla á olíu næstum helmingast, sem gæti reynst nokkuð óþægilegt fyrir þjóðir sem reiða sig mikið á innfluttri olíu og hafa ekki búið sig undir slíka framtíð (halló Ísland?). Alþjóða Orkumálastofnunin (IEA) birti líka spá um olíuframleiðslu nýlega, en hún gerir ráð fyrir að olíufylleríið muni taka enda árið 2030 og framleiðslan byrja að dragast saman eftir það. Bandarísk olíufélög virðast ekkert ætla að slást um olíuna í Venesúela, og pólitíska óvissan sem ríkir nú í landinu er ekki til þess fallið að draga úr áhættu slíkra fjárfestinga. Kannski tekst þeim að auka framleiðsluna aðeins, en það mun þá taka mörg ár, og gullöld olíunnar í Venesúela er líklega nú þegar að baki, enda hefur framleiðslan sífellt verið að minnka síðustu 25 árin… Hvað getur þá útskýrt þessa hugdettu hins hrekkjótta Bandaríkjaforseta? Kannski snerist hún einfaldlega um að hnykla vöðvana og ganga í augun á kjósendur heima fyrir, sýna þeim hvað hann væri duglegur að „gera Bandaríkin stórkostleg að nýju“ með því að bregða sér í hlutverk heimslöggunnar. Þetta vill Bandaríski sagnfræðingurinn Anne Applebaum að minnsta kosti meina í viðtali viðThe Atlantic. Kannski snerist hún líka um að ganga í augun á aðra þjóðarleiðtoga sem Trump finnst ekki vera að taka sig nógu alvarlega. Brellan hefur þá að einhverju leyti virkað: danskir þjóðarleiðtogar, sem hlógu að Trump þegar hann fór fyrst að tala um að innlima Grænland, eru ekkert að hlæja svo mikið lengur. Eða kannski snýst þetta um eitthvað allt annað, sem hefur farið fram manna á milli í einhverjum reykfylltum bakherbergjum, og við litla fólkið fáum ekki að vita um... Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun