Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Aron Guðmundsson skrifar 7. janúar 2026 10:02 Teitur Örn lyftir sér hér yfir vörn Argentínu á HM á síðasta ári. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst bæði stöðu skyttu sem og hornamanns. Vísir/Getty Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. Undirbúningur Strákanna okkar hefur gengið vel en miður skemmtileg tíðindi þegar að Kristján Örn Kristjánsson þurfti að draga sig úr landsliðshópnum sökum meiðsla. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en hefur æft af fullum þunga undanfarna tvo daga. Það vakti töluverða athygli þegar að EM hópurinn var opinberaður að skyttan Teitur Örn Einarsson, leikmaður Gummersbach, var settur þar inn sem hægri hornamaður. Stöðuna þekkir Teitur Örn vel eftir að hafa spilað hana af og til undir stjórn Guðjóns Vals hjá þýska liðinu Gummersbach. „Mér líður mjög vel í þessari stöðu þó svo að ég að upplagi skytta þá get ég leyst hornið líka,“ segir Teitur í samtali við íþróttadeild. „Það er varnarleikurinn minn sem við erum að spila svolítið inn á núna. Það er það sem ég á að koma með inn í þetta lið til að styrkja og breikka hópinn í janúar, spila bakkarann og koma með minn kraft og geta þá aðeins hvílt meira menn í þessari stöðu.“ Ítarleg samtöl við landsliðsþjálfarann Snorra Stein gera það að verkum að Teitur Örn veit sitt hlutverk í þaula. „Já og mér finnst það bara mjög gott og mikilvægt. Að maður viti sjálfur hvers er ætlast til af manni. Ég veit bara að þegar að ég mæti í leik þá er ég að fara gera þetta, undirbý mig fyrir það. Þá er enginn vafi um neitt, ég er bara mættur, ætla að gera minn part í þessu liði og ef við gerum það allir erum við helvíti góðir.“ Teitur Örn er reynslumikill leikmaður sem spilar með Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í bestu deild í heimi, þýsku úrvalsdeildinni.Vísir/Vilhelm Þegar kemur að íslenska landsliðinu sé maður tilbúinn til að spila hvaða stöðu sem er. „Það er svakalegt stolt sem þessu fylgir, að fá að fara í þessa treyju og spila fyrir landið sitt. Mér persónulega finnst það einn af stærstu hlutunum sem maður getur áorkað sem handboltamaður.“ Fara inn í hvern leik til að vinna hann Ísland hefur leik á EM á föstudaginn í næstu viku gegn Ítalíu en að auki eru landslið Póllands og Ungverjalands í riðlinum og skiptir sköpum upp á sem besta möguleika fyrir framhaldið á mótinu að enda í efsta sæti riðilsins að umferðunum þremur loknum. „Stemning er mjög góð og æfingarnar góðar hingað til. Mér finnst þetta líta mjög vel út allt saman. Náttúrulega bara gott að hitta strákana aftur og komast í landsliðsfílingin. Það myndast alltaf góð stemning, þetta er mjög góður hópur. Það er alltaf sama klisjan. Við höfum mikla trú á sjálfum okkur, förum inn í hvern leik til þess að vinna hann. Það er líka hættulegt að horfa of langt og lofa einhverjum gjörðum sem flækjast svo fyrir manni. Ég tel það mjög gott svar að segja að við séum að fara inn í hvern leik á þessu móti til að vinna hann.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Undirbúningur Strákanna okkar hefur gengið vel en miður skemmtileg tíðindi þegar að Kristján Örn Kristjánsson þurfti að draga sig úr landsliðshópnum sökum meiðsla. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en hefur æft af fullum þunga undanfarna tvo daga. Það vakti töluverða athygli þegar að EM hópurinn var opinberaður að skyttan Teitur Örn Einarsson, leikmaður Gummersbach, var settur þar inn sem hægri hornamaður. Stöðuna þekkir Teitur Örn vel eftir að hafa spilað hana af og til undir stjórn Guðjóns Vals hjá þýska liðinu Gummersbach. „Mér líður mjög vel í þessari stöðu þó svo að ég að upplagi skytta þá get ég leyst hornið líka,“ segir Teitur í samtali við íþróttadeild. „Það er varnarleikurinn minn sem við erum að spila svolítið inn á núna. Það er það sem ég á að koma með inn í þetta lið til að styrkja og breikka hópinn í janúar, spila bakkarann og koma með minn kraft og geta þá aðeins hvílt meira menn í þessari stöðu.“ Ítarleg samtöl við landsliðsþjálfarann Snorra Stein gera það að verkum að Teitur Örn veit sitt hlutverk í þaula. „Já og mér finnst það bara mjög gott og mikilvægt. Að maður viti sjálfur hvers er ætlast til af manni. Ég veit bara að þegar að ég mæti í leik þá er ég að fara gera þetta, undirbý mig fyrir það. Þá er enginn vafi um neitt, ég er bara mættur, ætla að gera minn part í þessu liði og ef við gerum það allir erum við helvíti góðir.“ Teitur Örn er reynslumikill leikmaður sem spilar með Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í bestu deild í heimi, þýsku úrvalsdeildinni.Vísir/Vilhelm Þegar kemur að íslenska landsliðinu sé maður tilbúinn til að spila hvaða stöðu sem er. „Það er svakalegt stolt sem þessu fylgir, að fá að fara í þessa treyju og spila fyrir landið sitt. Mér persónulega finnst það einn af stærstu hlutunum sem maður getur áorkað sem handboltamaður.“ Fara inn í hvern leik til að vinna hann Ísland hefur leik á EM á föstudaginn í næstu viku gegn Ítalíu en að auki eru landslið Póllands og Ungverjalands í riðlinum og skiptir sköpum upp á sem besta möguleika fyrir framhaldið á mótinu að enda í efsta sæti riðilsins að umferðunum þremur loknum. „Stemning er mjög góð og æfingarnar góðar hingað til. Mér finnst þetta líta mjög vel út allt saman. Náttúrulega bara gott að hitta strákana aftur og komast í landsliðsfílingin. Það myndast alltaf góð stemning, þetta er mjög góður hópur. Það er alltaf sama klisjan. Við höfum mikla trú á sjálfum okkur, förum inn í hvern leik til þess að vinna hann. Það er líka hættulegt að horfa of langt og lofa einhverjum gjörðum sem flækjast svo fyrir manni. Ég tel það mjög gott svar að segja að við séum að fara inn í hvern leik á þessu móti til að vinna hann.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira