„Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2026 21:40 Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA. Vísir/Jón Gautur „Mér fannst við bara vera litlir,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, eftir stórt tap liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Óskar og hans menn máttu þola 30 stiga tap er liðið heimsótti Þór í fallbaráttuslag í Bónus-deildinni í kvöld. Lokatölur 105-75, en Óskar benti kannski réttilega á að það hafi vantað lykilmenn í hans lið í kvöld. „Það vantar bæði fimmu og fjarka í þetta lið eins og það er í dag og það er bara erfitt að spila þannig. Þór á bara mikil hrós skilið fyrir það hvernig þeir leystu úr þessu. Í fyrri hálfleik vorum við að reyna að spila einn á einn á þá í póstinum og þá bara réðust þeir á okkur. Í seinni hálfleik breyttum við til og settum tvo menn og þá bara koma þeir boltanum út á opna skotmenn. Þannig bara vel spilað hjá þeim, en við verðum að gera betur.“ Meðal þeirra sem vantar í ÍA-liðið er Gojko Zudzum, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur, en hann er frá vegna meiðsla. „Við tökum bara stöðuna á honum á hverjum degi. Við vorum að vonast eftir honum í þennan leik, en það er bara erfitt með þessi hnémeiðsl. Við viljum ekki byrja of snemma og missa hann út restina af tímabilinu.“ Þá voru Skagamenn einnig Kanalausir í kvöld. „Við létum Dibaji (Walker) fara og erum bara að bíða eftir nýjum Ameríkana.“ En aftur að leiknum sjálfum. Óskar segir það hafa sagt sögu leiksins að Djordje Dzeletovic hafi skorað 25 stig og tekið 10 fráköst í fyrri hálfleik. „Mér fannst það bara svolítið saga leiksins. Ég get verið rosalega dramatískur og sagt að allt sé að fara til andskotans hjá okkur, en mér fannst við bara vera of litlir.“ „Mér fannst þetta ekki vera neitt hræðileg frammistaða frá mörgum. Það koma fullt af strákum inn af bekknum hjá mér með góð orku og berjast.“ Að lokum segir hann sárt að horfa til þess að hafa tapað með 30 stigum í kvöld, í leik sem nýliðar ÍA horfðu á sem leik þar sem þeir hefðu mögulega átt að geta tekið stig. „Algjörlega. Við unnum þá með tíu stigum í fyrri leiknum og við vitum það alveg að þegar við erum með heilt lið að þá eigum við að standa í þessum liðum. Það kemur leikur á eftir þessum leik og við höldum bara áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið.“ Bónus-deild karla ÍA Þór Þorlákshöfn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Óskar og hans menn máttu þola 30 stiga tap er liðið heimsótti Þór í fallbaráttuslag í Bónus-deildinni í kvöld. Lokatölur 105-75, en Óskar benti kannski réttilega á að það hafi vantað lykilmenn í hans lið í kvöld. „Það vantar bæði fimmu og fjarka í þetta lið eins og það er í dag og það er bara erfitt að spila þannig. Þór á bara mikil hrós skilið fyrir það hvernig þeir leystu úr þessu. Í fyrri hálfleik vorum við að reyna að spila einn á einn á þá í póstinum og þá bara réðust þeir á okkur. Í seinni hálfleik breyttum við til og settum tvo menn og þá bara koma þeir boltanum út á opna skotmenn. Þannig bara vel spilað hjá þeim, en við verðum að gera betur.“ Meðal þeirra sem vantar í ÍA-liðið er Gojko Zudzum, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur, en hann er frá vegna meiðsla. „Við tökum bara stöðuna á honum á hverjum degi. Við vorum að vonast eftir honum í þennan leik, en það er bara erfitt með þessi hnémeiðsl. Við viljum ekki byrja of snemma og missa hann út restina af tímabilinu.“ Þá voru Skagamenn einnig Kanalausir í kvöld. „Við létum Dibaji (Walker) fara og erum bara að bíða eftir nýjum Ameríkana.“ En aftur að leiknum sjálfum. Óskar segir það hafa sagt sögu leiksins að Djordje Dzeletovic hafi skorað 25 stig og tekið 10 fráköst í fyrri hálfleik. „Mér fannst það bara svolítið saga leiksins. Ég get verið rosalega dramatískur og sagt að allt sé að fara til andskotans hjá okkur, en mér fannst við bara vera of litlir.“ „Mér fannst þetta ekki vera neitt hræðileg frammistaða frá mörgum. Það koma fullt af strákum inn af bekknum hjá mér með góð orku og berjast.“ Að lokum segir hann sárt að horfa til þess að hafa tapað með 30 stigum í kvöld, í leik sem nýliðar ÍA horfðu á sem leik þar sem þeir hefðu mögulega átt að geta tekið stig. „Algjörlega. Við unnum þá með tíu stigum í fyrri leiknum og við vitum það alveg að þegar við erum með heilt lið að þá eigum við að standa í þessum liðum. Það kemur leikur á eftir þessum leik og við höldum bara áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið.“
Bónus-deild karla ÍA Þór Þorlákshöfn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira