Körfubolti

Nýr bak­vörður í Njarð­vík fyrir nágrannaslaginn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rúnar Ingi Erlingsson vonar að Sven Smajlagic sé púslið sem vantaði.
Rúnar Ingi Erlingsson vonar að Sven Smajlagic sé púslið sem vantaði.

Njarðvík hefur tryggt sér krafta hins króatíska Sven Smajlagic en liðið tekur á móti Grindavík á sunnudag þegar Bónus deildin hefst aftur eftir jólafrí.

Njarðvíkingar hafa verið óheppnir með meiðsli á tímabilinu. Mario Matasovic sleit krossband í upphafi tímabils og rétt fyrir jól sneri Brandon Averette sig á ökkla, en staðan á honum er óljós.

Julio De Assis var svo látinn fara frá félaginu rétt fyrir áramót en hann hafði verið slakur á tímabilinu og gert lítið til að lyfta upp liðinu sem situr í níunda sæti deildarinnar.

Nú eru vonir bundnar við að gengi liðsins batni og Sven Smajlagic á að spila þátt í því.

„Við erum að bregðast við breyttum raunveruleika eftir meiðsli Mario og erum að finna hvernig best sé fyrir okkur að spila og finna fleiri sigra á nýju ári. Við erum að fá inn öðruvísi týpu en Sven er hár, góður skotmaður og með reynslu úr sterkum deildum. Þá getur hann varist fjölbreyttum leikmönnum og við erum að sjálfsögðu að vonast til að hann sé púslið til að gera okkur að betra liði,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í tilkynningu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×