„Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. janúar 2026 11:30 Kjartan Henry ráðlagði Liam Rosenior að segja pass við stjórastarfinu hjá Chelsea. getty / sýn skjáskot Enzo Maresca er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og Liam Rosenior er sagður líklegastur til að taka við starfinu en sérfræðingar Sunnudagsmessunnar hafa ekki mikla trú á honum til framtíðar. Nýja árið hófst með alvöru áramótasprengju þegar tilkynnt var um starfslok Maresca í gærmorgun. Tíðindin komu á óvart en þó hafði kurrað lengi í herbúðum Chelsea og augljóst er að eitthvað mikið hefur gengið á bak við tjöldin. Maresca, sem gerði liðið að Sambandsdeildarmeisturum og heimsmeisturum félagsliða á síðasta tímabili, hafði greint frá erfiðleikum í starfi en vildi ekki lýsa verstu 48 klukkutímum sínum í starfi neitt nánar eða tjá sig frekar um stjórnarmenn Chelsea. Erfitt er því að segja til um hvað nákvæmlega olli uppsögninni og hver tók ákvörðunina, hvort hann hafi verið rekinn eða hætt sjálfur. Maresca hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City í sumar en ekkert er víst í þeim efnum og langur tími til stefnu. Sérfræðingar Messunnar veltu vöngum yfir þjálfarabreytingunum í þætti gærkvöldsins og sammæltust um að mörgum spurningum væri enn ósvarað. Þau ræddu þá manninn sem er talinn eiga að taka við starfinu, Liam Rosenior sem er í dag þjálfari Strasbourg. „Við værum auðvitað ekki að tala um hann nema bara af því að félögin eru undir sama eignarhaldi“ sagði Kjartan Henry Finnbogason en benti svo réttilega á að hann hefur náð góðum árangri með Strasbourg. „Það er rosalega erfitt að segja nei þegar stórklúbbar eins og Chelsea koma að banka upp á, en ef ég væri hann, ungur þjálfari með engu reynslu í ensku úrvalsdeildinni, þá myndi ég sleppa þessu.“ „Við höfum séð unga þjálfara fara til Chelsea og mistakast hrapalega“ skaut þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason þá inn í. „Einmitt. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann tæki við, en það yrði þá bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ svaraði Kjartan. Adda Baldursdóttir fór svo yfir listann af öðrum mögulegum þjálfurum sem gætu tekið við starfinu en sagði „ekkert mikið í boði.“ Klippa: Óvænt og furðuleg uppsögn Enzo Maresca Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Chelsea mætir Manchester City á sunnudaginn klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Chelsea FC Franski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Sjá meira
Nýja árið hófst með alvöru áramótasprengju þegar tilkynnt var um starfslok Maresca í gærmorgun. Tíðindin komu á óvart en þó hafði kurrað lengi í herbúðum Chelsea og augljóst er að eitthvað mikið hefur gengið á bak við tjöldin. Maresca, sem gerði liðið að Sambandsdeildarmeisturum og heimsmeisturum félagsliða á síðasta tímabili, hafði greint frá erfiðleikum í starfi en vildi ekki lýsa verstu 48 klukkutímum sínum í starfi neitt nánar eða tjá sig frekar um stjórnarmenn Chelsea. Erfitt er því að segja til um hvað nákvæmlega olli uppsögninni og hver tók ákvörðunina, hvort hann hafi verið rekinn eða hætt sjálfur. Maresca hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City í sumar en ekkert er víst í þeim efnum og langur tími til stefnu. Sérfræðingar Messunnar veltu vöngum yfir þjálfarabreytingunum í þætti gærkvöldsins og sammæltust um að mörgum spurningum væri enn ósvarað. Þau ræddu þá manninn sem er talinn eiga að taka við starfinu, Liam Rosenior sem er í dag þjálfari Strasbourg. „Við værum auðvitað ekki að tala um hann nema bara af því að félögin eru undir sama eignarhaldi“ sagði Kjartan Henry Finnbogason en benti svo réttilega á að hann hefur náð góðum árangri með Strasbourg. „Það er rosalega erfitt að segja nei þegar stórklúbbar eins og Chelsea koma að banka upp á, en ef ég væri hann, ungur þjálfari með engu reynslu í ensku úrvalsdeildinni, þá myndi ég sleppa þessu.“ „Við höfum séð unga þjálfara fara til Chelsea og mistakast hrapalega“ skaut þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason þá inn í. „Einmitt. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann tæki við, en það yrði þá bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ svaraði Kjartan. Adda Baldursdóttir fór svo yfir listann af öðrum mögulegum þjálfurum sem gætu tekið við starfinu en sagði „ekkert mikið í boði.“ Klippa: Óvænt og furðuleg uppsögn Enzo Maresca Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Chelsea mætir Manchester City á sunnudaginn klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Chelsea FC Franski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Sjá meira