Innlent

70 prósent lands­manna hlynnt banni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Andstaðan er mest í yngsta aldurshópnum, eins og gefur að skilja.
Andstaðan er mest í yngsta aldurshópnum, eins og gefur að skilja. Prósent

Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember.

Aðeins tólf prósent sögðust á móti banninu en átján prósent svöruðu „Hvorki né“.

Nokkur munur var á afstöðu kynjanna en 74 prósent kvenna sögðust fylgjandi því að banna samfélagsmiðlanotkun barna yngri en 16 ára en 67 prósent karla. Þá voru fjórtán prósent karla andvíg en níu prósent kvenna.

Andstaða var mest í aldurshópnum 18-24 ára, þar sem 60 prósent sögðust fylgjandi banni en 22 prósent andvíg. Stuðningurinn var mestur meðal einstaklinga á aldrinum 25-44 ára, eða 75 prósent.

Úrtak könnunarinnar voru 1.950 einstaklingar en svarhlutfallið 50 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×