Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 07:34 Nikola Jokic gæti hafa meiðst alvarlega í Miami í gærkvöld. Getty/Rich Storry Það sló þögn á stuðningsmenn Denver Nuggets í gærkvöld þegar stórstjarna liðsins og þrefaldi MVP-verðlaunahafinn Nikola Jokic meiddist í hné. Óttast er að meiðsli hans gætu verið alvarleg. „Hann fann strax að eitthvað var að,“ sagði David Adelman, þjálfari Nuggets, við blaðamenn eftir 147-123 tapið gegn Miami Heat. Það stefndi í enn einn stórleikinn hjá Jokic, sem sárasjaldan glímir við meiðsli og hefur ekki misst af leik á þessu tímabili. Hann hafði skorað 21 stig á aðeins 19 mínútum, átt átta stoðsendingar og tekið fimm fráköst, en var greinilega þjáður þegar hann meiddist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Nikola Jokić went down holding his leg after Spencer jones inadvertently steps hard on him, he was checked by the medical staff, and has limped to the locker room. Full replay of the injury sequence. pic.twitter.com/mbVcaJ7VEa— MrBuckBuck (@MrBuckBuckNBA) December 30, 2025 Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan þá var Jokic ekki í baráttu við neinn þegar hann meiddist. Nuggets voru í vörn og liðsfélagi Serbans, Spencer Jones, steig aftur á bak og óvart á Jokic sem spennti þá upp vinstri fótinn þannig að hann bognaði of mikið inn, í óeðlilega stöðu. Eftir að hafa legið þjáður á gólfinu náði Jokic að standa upp og haltra af velli en spilaði ekki meira í leiknum. „Þetta er partur af NBA. Það er algjörlega ömurlegt að menn skuli meiðast, sérstaklega þegar það er svona einstakur leikmaður eins og hann,“ sagði Adelman. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðslin eru en samkvæmt bandarískum miðlum gæti í versta falli verið um krossbandsslit að ræða og þá gæti Jokic ekki spilað aftur fyrr en á næsta tímabili. Ljóst er að það yrði gríðarlegt áfall fyrir bæði hann og Denver-liðið sem ætlar sér stóra hluti í vor og er í 3. sæti vesturdeildarinnar. Jokic fer í myndatöku í dag og þá ætti að koma betur í ljós um hve alvarleg meiðsli er að ræða. Hann hefur verið í frábæru formi í vetur og skorað að meðaltali 29,9 stig í leik, tekð 12,4 fráköst og átt 11,1 stoðsendingar, í 31 leik. NBA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
„Hann fann strax að eitthvað var að,“ sagði David Adelman, þjálfari Nuggets, við blaðamenn eftir 147-123 tapið gegn Miami Heat. Það stefndi í enn einn stórleikinn hjá Jokic, sem sárasjaldan glímir við meiðsli og hefur ekki misst af leik á þessu tímabili. Hann hafði skorað 21 stig á aðeins 19 mínútum, átt átta stoðsendingar og tekið fimm fráköst, en var greinilega þjáður þegar hann meiddist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Nikola Jokić went down holding his leg after Spencer jones inadvertently steps hard on him, he was checked by the medical staff, and has limped to the locker room. Full replay of the injury sequence. pic.twitter.com/mbVcaJ7VEa— MrBuckBuck (@MrBuckBuckNBA) December 30, 2025 Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan þá var Jokic ekki í baráttu við neinn þegar hann meiddist. Nuggets voru í vörn og liðsfélagi Serbans, Spencer Jones, steig aftur á bak og óvart á Jokic sem spennti þá upp vinstri fótinn þannig að hann bognaði of mikið inn, í óeðlilega stöðu. Eftir að hafa legið þjáður á gólfinu náði Jokic að standa upp og haltra af velli en spilaði ekki meira í leiknum. „Þetta er partur af NBA. Það er algjörlega ömurlegt að menn skuli meiðast, sérstaklega þegar það er svona einstakur leikmaður eins og hann,“ sagði Adelman. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðslin eru en samkvæmt bandarískum miðlum gæti í versta falli verið um krossbandsslit að ræða og þá gæti Jokic ekki spilað aftur fyrr en á næsta tímabili. Ljóst er að það yrði gríðarlegt áfall fyrir bæði hann og Denver-liðið sem ætlar sér stóra hluti í vor og er í 3. sæti vesturdeildarinnar. Jokic fer í myndatöku í dag og þá ætti að koma betur í ljós um hve alvarleg meiðsli er að ræða. Hann hefur verið í frábæru formi í vetur og skorað að meðaltali 29,9 stig í leik, tekð 12,4 fráköst og átt 11,1 stoðsendingar, í 31 leik.
NBA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum