Enski boltinn

Sjáðu fyrsta mark Wirtz, lag­lega sjálfs­markið og Wat­kins stúta Chelsea

Sindri Sverrisson skrifar
Jeremie Frimpong og Florian Wirtz áttu ríkan þátt í sigri Liverpool í gær.
Jeremie Frimpong og Florian Wirtz áttu ríkan þátt í sigri Liverpool í gær. EPA/ADAM VAUGHAN

Toppliðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu heldur betur að hafa fyrir sínum sigrum í gær en unnu öll. Mörkin úr leikjunum, þar á meðal fyrsta mark Florian Wirtz í deildinni, má sjá á Vísi.

Aston Villa vann sinn ellefta sigur í röð og setti félagsmet, þrátt fyrir að lenda undir gegn Chelsea, og bjó til enn meiri spennu fyrir stórleiknum gegn Arsenal á þriðjudagskvöld nú þegar aðeins þremur stigum munar á liðunum.

Florian Wirtz skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool vann 2-1 gegn Wolves og kom sér upp í 4. sæti.

Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur gegn Chelsea og jafnaði félagsmet með sínum ellefta sigri í röð í öllum keppnum. Ollie Watkins kom inn á sem varamaður og skoraði bæði mörk Villa.

Arsenal hélt sér á toppi deildarinnar með því að vinna Brighton, 2-1, þar sem seinna mark Arsenal var ansi snyrtilegt sjálfsmark eftir hornspyrnu.

Manchester City hélt mikilli pressu á Arsenal í toppbaráttunni með 2-1 útisigri gegn Nottingham Forest. Rayan Cherki skoraði og lagði upp fyrir City-menn.

Kevin Schade skoraði þrennu þegar Brentford vann öruggan 4-1 sigur gegn Bournemouth.

Fulham vann svo 1-0 sigur gegn West Ham með marki Raul Jimenez undir lok leiks.

Loks gerðu Burnley og Everton markalaust jafntefli.

Áfram verður haldið í dag þegar Sunderland og Leeds mætast klukkan 14, og svo Crystal Palace og Tottenham í Lundúnaslag klukkan 16:30, á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×