Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lovísa Arnardóttir skrifar 26. desember 2025 10:01 Nokkrir af viðmælendum úr viðtölunum sem birt voru á árinu. Vísir/Anton Brink og Vilhelm Fjöldi fólks segir sögu sína á Vísi á ári hverju af ólíku tilefni. Þar er sagt frá afrekum, áföllum, gleði, missi, tímamótum og sorg. Sum eru löng, önnur eru stutt. Við tókum saman nokkur af þeim viðtölum sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi árinu. Missti fjögurra ára son sinn skyndilega „Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ sagði Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg í viðtali sem birt var í janúar. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. Lilja og maður hennar Magnús Björgvin fóru svo mánuði síðar saman í annað viðtal . Stöðugur ótti við eltihrelli Garpur Ingason Elísabetarson steig fram í viðtali á Vísi og lýsti langvarandi áreitni, umsáturseinelti og netníð af hálfu konu sem hann komst í kynni við á seinasta ári. Að sögn Garps hefur konan eltihrellt hann í tæpt ár; dreift rangfærslum um hann á samfélagsmiðlum og ítrekað sent skilaboð á fjölskyldu hans og vini, þar á meðal dóttur hans. Í viðtalinu lýsir Garpur stöðugum kvíða, ótta og áhrifum áreitisins á daglegt líf, en hann telur þörf á að benda á brotalamir í kerfinu þegar komi að réttarstöðu þolenda umsáturseineltis – og þá sérstaklega hjá þeim sem verði fyrir barðinu á netníði. Risastórt ferðalag til agnarsmárrar eyju Þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir lögðu í sumar af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fóru þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. „Hann talaði oft um að þangað ætlaði hann að ferðast einn daginn, til agnarsmárrar eyju lengst í burtu, hún hefði varla geta verið lengra í burtu. Hann ætlaði að ferðast og búa til minningar, helst með Mikael Mána stóra bróður sínum. Við ætlum því að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga og ferðast alla leið til Páskaeyju,“ sagði María Björk í viðtalinu. Fálæti starfsmanna Karen Ingólfsdóttir er sannfærð um að hefði hún fengið réttar upplýsingar, hefði sonur hennar fengið rétta meðhöndlun og hefði starfsfólk Landspítalans staðið rétt að málum, væri sonur hennar Friðrik Ragnar enn á lífi. Karen ræddi málið við Sindra Sindrason í Íslandi í dag í mars. Í þættinum lýsti Karen röð atvika þar sem upplýsingar til þeirra hafi verið af skornum skammti og lýsir hún jafnframt fálæti starfsmanna spítalans vegna veikinda sonar hennar. Sonur hennar Friðrik lést tveggja ára gamall eftir langvinna baráttu við GBS tilfelli af streptókokkum. Ofbeldi í nafni trúar Guðlaug Halldórudóttir var íslensk kona í samfélagi múslima í sænskum smábæ, lifði við stöðugt trúarofbeldi, ótta og hótanir um helvíti en slapp að lokum. Í dag hefur hún snúið baki við trúnni og fundið sjálfa sig á ný. Í viðtali við Vísi varpaði Guðlaug ljósi á afleiðingar þess að búa við kúgun og ofbeldi í nafni trúarinnar. Skilaði inn læknaleyfinu Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Fyrrverandi sambýlismaður konunnar, sem er læknir, segir hana hafa gert sér upp krabbamein í eitlum þegar þau voru saman. Hún sagði krabbameinsmeðferðina ekki niðurgreidda af sjúkratryggingum og þau þyrftu að standa straum af kostnaði sjálf. Fjallað var um málið á Vísi í lok septembermánaðar eftir að Landsréttur úrskurðaði að móðirin skyldi vistuð utan heimilis fjölskyldunnar í allt að fjóra mánuði og dæturnar tvær á leikskólaaldri skyldu vera í umsjá föðurins sem einnig er læknir. Hafnað af blóðföður Í viðtali við Vísi opnaði Magdalena Katrín Sveinsdóttir sig um reynslu sína en henni var hafnað af blóðföður sínum þegar hún var ung að aldri. Sálræn áhrif þess fylgdu Magdalenu í gegnum barnæskuna, unglingsárin og fram á fullorðinsár. Bjargvættur á ferðinni Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Ófrjósemin erfitt verkefni Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Valdís stóðu í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn. Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Rikka í Íslandi í dag í maí en Rikki varð á dögunum fertugur. Í dag eiga þau hjónin saman ellefu ára dóttir, en annað barn á leiðinni. „Við vorum í ákveðnu ferli með dóttur okkar á sínum tíma en það gekk fljótlega hjá okkur, og þá náttúrulega. Þetta ferli er búið að taka fimm ár með öllu. Við vorum hjá Livio í Glæsibæ og vorum búin að fara í nokkur skipti í frjóvganir. Við urðum ólétt einu sinni en misstum og þá fór maður að hugsa hvort maður ætti að fara kalla þetta gott,“ segir Rikki og heldur áfram. Ranglega sakaður um ofbeldi Sævar Ingi Borgarsson sagði frá reynslu sinni af því að vera ranglega sakaður um ofbeldi, hvernig ásakanir rústuðu mannorði hans og hristu grunnstoðir lífsins. Hann lýsir óttanum, skömminni og þeirri martröð að þurfa að sanna eigin sakleysi. Viðtalið fjallar um sleggjudóma samfélagsins, fordóma og réttarkerfi sem grípur ekki alltaf þá sem lenda í slíkri stöðu. Grundvallarskekkja í samfélaginu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag á minni ævi. Þannig að það er tilefni til að hafa áhyggjur en á sama tíma erum við með betri leiðir og miðla til að ná til ungs fólks og búin að byggja upp þekkingu í kynjafræði sem hægt er að byggja ofan á. Á meðan kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi þrífst, þá er grundvallarskekkja í okkar samfélagi. Það er ekki bara gagnvart þeim einstaklingum sem þurfa að þola það, heldur bara gagnvart samfélaginu öllu,“ sagði Drífa í viðtalinu sem birt var í aðdraganda þess að fimmtíu ár voru frá fyrsta Kvennafrídeginum. Menningarmunur í Sádi-Arabíu Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Hún ræddi flutningana, þetta atvik og margt fleira í viðtali í maí. Erfið barátta við spilafíkn Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo steig fram í viðtali við Vísi og ræddi opinskátt um baráttu sína við spilafíkn. Gæi gagnrýnir harðlega íslenska áhrifavalda sem á undanförnum misserum hafa auglýst fjárhættuspil - happdrættis- og veðmálafyrirtæki á netinu. Hann telur mikilvægt að opna umræðuna og þrýsta á áhrifavalda að bera ábyrgð. Hóf loks afplánun Kona, sem beið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni myndi hefja afplánun, kallaði í september eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún sagðist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Í byrjun október í fyrra lauk rúmlega tveggja ára baráttu Írisar Bjargar fyrir dómstólum þegar maðurinn sem nauðgaði henni var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn átti að hefja afplánun í sumar. „Og þá var fangelsið fullt þannig að hann kemst ekki að,“ sagði Íris Björg Albertsdóttir. Palestínska þjóðin hennar leiðarljós Margrét Kristín Blöndal, baráttu- og tónlistakona, og fólkið sem var um borð með henni í Frelsisflotanum máttu þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi. Hún lýsir því hvernig hermenn hafi bundið fyrir augun á fólkinu, það neytt til þess að krjúpa með hendur teygðar fram tímunum saman og að fólki hafi ekki verið hleypt á salerni til gera þarfir sínar. Þá hafi hita- og kuldablæstri í klefum verið beitt til að brjóta fólkið niður. Í viðtali hér á Vísi, opnaði hún sig um þessa átakanlegu lífsreynslu. Möggu Stínu var það mjög í mun að ekki væri dregin upp mynd af henni sem hetju eða fórnarlambi. Hún sagði palestínsku þjóðina hafi mátt þola þúsundfalt það sem hún og skipverjarnir gengu í gegnum og að palestínska þjóðin hafi verið hennar leiðarljós í öllu ferlinu. Öryggisleysi eftir íkveikju Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkti í viðtali í nóvember heimilinu við lúxusneyslurými þar sem engar reglur hafi gilt, einungis geðþóttaákvarðanir. Hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna og fannst ekki tekið á málinu. Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar stigu fram nafnlaust í viðtali og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið hóf starfsemi sína árið 2022 og var kynnt á vegum Barna- og fjölskyldustofu sem meðferðarheimili fyrir ungmenni frá 13-18 ára stelpur og kynsegin með flókinn vanda. Einstakt æðruleysi ungmennis Snæfríður Edda Humadóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur þurft að takast á við stærri áskoranir en margir aðrir – og það meira og minna allt á einu ári. Snæfríður, eða Snæ eins og hún er kölluð, greindist með sjaldgæft beinkrabbamein á seinasta ári sem leiddi til þess að læknar þurftu að fjarlægja hægri handlegginn alveg frá öxl. Af skiljanlegum ástæðum voru það töluverð viðbrigði fyrir sextán ára ungling en Snæ hefur hins vegar tekist á við aðstæðurnar af einstöku æðruleysi. Sorgin og söknuðurinn óbærilegur Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir missti unnusta sinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, sem lést í björgunarsveitaæfingu í nóvember 2024. Í viðtali við Vísi ræðir Hrefna talar opinskátt um djúpa sorgina, söknuð, og hversu óbærilegt það er að vakna á hverjum degi án hans. Hún lýsir sambandinu, framtíðardraumunum sem hurfu á einni sekúndu, og þeirri vegferð að reyna að halda áfram lífinu. Kistulagning í heimahúsi þvert á vilja aðstandenda Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á Krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir dóttir hennar sagði í viðtali í nóvember að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ sagði Margrét. Lítill möguleiki á bata Eftir að barnsmóðir hans, Ösp Ásgeirsdóttir, lést árið 2023 fann Jón Grétar Leví Jónsson fyrir miklum einmanaleika og stofnaði Facebook-hóp fyrir menn í hans stöðu. Jón er 44 ára þriggja barna faðir frá Hvammstanga. Hann kynntist konu sinni eftir að til Reykjavíkur var komið árið 1998. Eiginkona hans greindist með krabbamein í desember árið 2021 en fyrst greindist það í botnlanga og hafði síðan dreift sér. Börn þeirra eru fædd 2010, 2007 og 2014. Alveg frá byrjun var þeim tilkynnt að lítill möguleiki væri á bata. „Við stóðum alltaf í þeirri trú að það væri hægt að laga þetta, hver gerir það ekki,“ sagði Jón í viðtali við Ísland í dag í desember. Börnin fengu að vera með í ferlinu „Hún fer frá okkur 5. september árið 2023, Ævintýri á sjó Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Dröfn hafði enga siglingarreynslu áður en hún kynntist Iani en hann ólst upp við það að sigla fjölskyldubátnum á sjálfri Thames í London. Síðar, sem ungur maður, keypti hann sér lítinn mótorbát. Bæði eru þau með réttindi til að sigla snekkjum sem þau fengu eftir tveggja vikna námskeið í Gíbraltar en Ian auk þess með réttindi til að sigla stærri snekkjum. Dröfn segir betri réttindi veita meira öryggi og betri tryggingar. Maður sem lét draumana rætast Í október fór fram útför/minningarathöfn í Iðnó fyrir auglýsingamanninn, leikarann og fjölskyldumanninn Einar Gunnar Einarsson en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar í haust. Einar skipulagði athöfnina sjálfur á dánarbeðinum sem samblöndu af tónlist, uppistandi og myndböndum og er útkoman nokkuð óhefðbundin útför með gleðina að leiðarljósi. Fjallað var um manninn og athöfnina í Íslandi í dag á Sýn. Þar fengu áhorfendur að kynnast manninum. Lætur sjúkdóminn ekki skilgreina sig Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig. Að vera í umönnun og sjá um umönnun Ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson opnuðu í janúar ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall. „Dóttir mín er með mjög sjaldgæft heilkenni sem veldur andlegri og líkamlegri fötlun, seinkun í taugakerfi og þroskaskerðingu. Hrafn fékk heilablæðingu 2009 og er að hluta til fatlaður út af því. Hann þiggur umönnun frá móður sinni og ég sinni umönnun dóttur minnar. Þannig speglast konseptið á milli okkar. Rauði þráðurinn í þessu samstarfi kom þannig í ljós með fyrstu setningunni,“ sagði Þórsteinn í viðtalinu sem var birt í janúar. Ferillinn nærri orðinn að engu Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans. Kristófer ræddi sýkinguna og áhrifin á ferilinn í viðtali í vor. Heimilislæknir fræga fólksins Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur nú hætt störfum enda að verða 78 ára gamall. Sveinn Rúnar hefur notið mikilla vinsælda, hann er með skemmtilegri mönnum og hefur verið heimilislæknir fræga fólksins. Áður en hann settist á skrifstofu sína 1. október 1985 í Domus Medica hafði Sveinn Rúnar verið í þrjú ár spítala- og heilsugæslulæknir á Húsavík. Og þrjú ár þar áður á spítölum í Reykjavík. Nokkrar mínútur á milli krampa Dimma, kettlingur sem drapst hér á landi í janúar var fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greindist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin var gert að fara í sýnatöku. „Ég hjúkraði henni og reyndi allt sem ég gat en um ellefuleytið 22. [desember] þá byrjar hún að krampa og skjálfa, sem jókst og jókst. Það voru bara nokkrar mínútur á milli þar til þetta voru orðnir sex mínútna krampar og hún lést svo,“ sagði Karen, eigandi Dimmu, í viðtali í janúar. Aldrei langt í húmorinn Systkinin Bjarkey Rós og Tumi Þór Þormóðsbörn hafa slegið í gegn á Tiktok að undanförnu en þar birtir Bjarkey reglulega myndskeið þar sem hún sýnir frá daglegu lífi þeirra þar sem þau bregða á leik, og það er aldrei langt í húmorinn og gleðina. Systkinin skera sig úr fjölda þeirra sem birta myndefni á TikTok en það er vegna þess að Tumi er með Downs-heilkenni. Grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins“ sagði Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn í apríl, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Glænýtt upphaf „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Halda minningu Ólafar Töru á lofti „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti. Njósnir og rannsóknir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi eigandi PPP, sagði að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir í viðtali í maí. Þar sakaði hann héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu ákváðu í vor að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Forréttindi þó verkefnið sé erfitt „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Rímurnar tíu ár í vinnslu Bjarki Karlsson sem var að senda frá sér Láka rímur. Bjarki segir Láka rímur hafi lengi verið í vinnslu, í um tíu ár. Þá hóf hann að yrkja þessar rímur en hann segist oft hafa lagt rímurnar frá sér. Hætt. En lét vera að henda kveðskapnum og því hafi hann getað haldið áfram. Bjarki byggir rímurnar á skemmtilegu smábarnabókinni Láka. Jón Yngvi Jóhannsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, hefur reyndar varað við þeirri bók; sagt hana og aðrar smábarnabækur löðrandi í kynþáttahyggju og staðalímyndum. Fátt haft jafn mikil áhrif og andlát bróður hans Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. Ævintýraríkt ár „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma. Sagði af sér embætti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins sagði af sér ráðherraembætti í mars eftir að greint var frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún kynntist í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Langþreyttur framkvæmdastjóri Móðir drengs með einhverfu er langþreytt á öllum þeim áskorunum sem fjölskyldan þarf að takast á við. Sjálf hefur hún verið útaf vinnumarkaðnum og lýsti sér í viðtali í janúar sem framkvæmdastjóra sonar síns. Árið 2018 eignuðust þau hjónin Sigríði Línu og tveir árum seinna drenginn Jón. Allt gekk vel til að byrja með. „Svo kemur þetta óveðursský yfir son minn þegar hann er svona fjórtán til fimmtán mánaða. Hann þroskast í raun vel fram að því og áður hafði dóttir mín í raun verið sein í öllu, sein að labba, sein að skríða og ég var bara frekar slök yfir þessu. En hann var meiri jarðýta og við kölluðum hann Rut Kára heima því hann færði til öll húsgögn,“ sagði Vigdís í viðtalinu. Óttast að gleymast Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Verði líka að hafa gaman af „Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ sagði sálfræðingurinn Fransiska Björk, eiginkona MMA kappans Gunnars Nelson, eftir viðburðaríka helgi í mars þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga. Örvænting leiddi þrjár mæður til Suður-Afríku Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. Efins eins og allir aðrir „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ sagði stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk í janúar um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina og tækninýjungar. Stærsti óttinn að veruleika Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Tómas Arnar fréttamaður ræddi við Edgley þegar hann hafði verið við sund í um tvær vikur. Þá hafði hann synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastaði mæðinni í Grundarfirði áður en hann lagði aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Ósýnileg þjónusta og ósýnilegir skjólstæðingar Sex prestar sem aðstoða fólk sem á undir högg að sækja á Íslandi og upplifir sig stimplað óttast að sú þjónusta sem þau veita verði næst fyrir niðurskurðarhnífnum. Þau segja umræðuna oft erfiða og jafnvel hatramma um fólkið þeirra en þau vilji vera þeirra skjól og stökkpallur inn í samfélagið, og aðra þjónustu kirkjunnar. Þjónusta þeirra sé þó oft ósýnileg, eins og fólkið þeirra er í samfélaginu. Stuðlar hafi gert illt verra Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Hávarður Máni Hjörleifsson lést í september eftir átta ára baráttu við fíknivanda. Hann byrjaði að fikta með áfengi og kannabis, tólf ára gamall, en var byrjaður að sprauta sig sautján ára. Hann var endurtekið vistaður á Stuðlum frá tólf ára aldri. Að mati Hilmu Daggar Hávarðardóttur, móður Hávarðar, gerðu vistanir á Stuðlum drengnum meira slæmt en gott. Svör hjá gervigreind Helena Karen Árnadóttir þróaði snemma með sér erfitt samband við mat. Það sem öðrum fannst sjálfsagt að borða, eins og fiskur, kjöt og grænmeti, var henni líkamlega ógerlegt að koma niður. Þrátt fyrir að leitað hafi verið ýmissa ráða til að fá hana til að borða gekk ekkert upp og í gegnum árin var mataræði hennar afar einhæft. Það var ekki fyrr en hún leitaði á náðir ChatGBT fyrr á árinu að hún fékk loksins haldbæra útskýringu á því sem hafði hrjáð hana frá barnsaldri og í dag vill hún opna umræðuna um ARFID (sértæka átröskun). Loks leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lífi 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum sagði í viðtali í sumar að lífið væri of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnaði því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi. Jón Árni Árnason greindist þann 24. júní með Motor Neuron Disease eða MND sem kallast víða ALS. Jón greindist með ættlæga tegund sjúkdómsins og er aðeins 27 ára gamall og yngstur í fjölskyldu sinni til að greinast. Hann greindi frá veikindunum á Facebook. „Ég er svo þakklátur fyrir fjölskylduna mína, vini mína og kærustuna mína. Reynið að njóta lífsins eins og þið getið maður veit aldrei hvað gerist næst,“ sagði Jón í viðtalinu. Þriggja daga árangurslaus leit „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Eftirmálum ræddu Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorleifsdóttir við þær systur Ásdísi og Ástu Kristínu Lúðvíksdætur sem rifjuðu upp atburðarásina. Hræðilegt banaslys á dimmum og köldum janúardegi árið 2024, sem á sínum tíma skók þjóðina alla. Umferðareftirlit sem fór ekki vel Gunnar Örn Backman er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu en í viðtali við Vísi í október lýsti hann særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit. Gunnar telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“ Gunnar fæddist með sjúkdóm sem heitir cystic hygroma en útleggst á íslensku sem vessabelgur. Sjúkdómurinn veldur því að sogæðarnar myndast ekki eðlilega sem leiðir til þess að sogæðavökvi safnast saman í blöðrur undir húð, oftast á hálsi eða höfði hjá fóstri eða barni. Ef blöðrurnar eru litlar valda þær oft litlum vandamálum, en ef þær eru stórar, eins og í tilfelli Gunnars, þá geta þær þrengt að öndunarvegi og þurfa þá meðferð, til dæmis skurðaðgerð eða sprautumeðferð. Fimmtán þegar henni var sagt að grenna sig Liv Benediktsdóttir fyrirsæta, tölvunarfræðingur og móðir ræddi á einlægan og opinskáan hátt við blaðamann um ferilinn, lífið og tilveruna, andleg veikindi, uppbyggingu, fallegt samband við sjálfa sig og fleira. „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ sagði fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir í viðtali í sumar. Liv hefur starfað sem fyrirsæta í níu ár og setið fyrir í risa verkefnum, þar á meðal fyrir alþjóðlega tískuhúsið Zöru og á forsíðu tímaritsins Elle. Hún elskar margar hliðar starfsins en finnst mikilvægt að ræða opinskátt dimmar hliðar bransans. Veður í beinni Gular viðvaranir voru í gildi á haustmánuðum að vanda á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað var við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir fréttamann og viðmælanda. Fréttir ársins 2025 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Missti fjögurra ára son sinn skyndilega „Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ sagði Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg í viðtali sem birt var í janúar. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. Lilja og maður hennar Magnús Björgvin fóru svo mánuði síðar saman í annað viðtal . Stöðugur ótti við eltihrelli Garpur Ingason Elísabetarson steig fram í viðtali á Vísi og lýsti langvarandi áreitni, umsáturseinelti og netníð af hálfu konu sem hann komst í kynni við á seinasta ári. Að sögn Garps hefur konan eltihrellt hann í tæpt ár; dreift rangfærslum um hann á samfélagsmiðlum og ítrekað sent skilaboð á fjölskyldu hans og vini, þar á meðal dóttur hans. Í viðtalinu lýsir Garpur stöðugum kvíða, ótta og áhrifum áreitisins á daglegt líf, en hann telur þörf á að benda á brotalamir í kerfinu þegar komi að réttarstöðu þolenda umsáturseineltis – og þá sérstaklega hjá þeim sem verði fyrir barðinu á netníði. Risastórt ferðalag til agnarsmárrar eyju Þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir lögðu í sumar af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fóru þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. „Hann talaði oft um að þangað ætlaði hann að ferðast einn daginn, til agnarsmárrar eyju lengst í burtu, hún hefði varla geta verið lengra í burtu. Hann ætlaði að ferðast og búa til minningar, helst með Mikael Mána stóra bróður sínum. Við ætlum því að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga og ferðast alla leið til Páskaeyju,“ sagði María Björk í viðtalinu. Fálæti starfsmanna Karen Ingólfsdóttir er sannfærð um að hefði hún fengið réttar upplýsingar, hefði sonur hennar fengið rétta meðhöndlun og hefði starfsfólk Landspítalans staðið rétt að málum, væri sonur hennar Friðrik Ragnar enn á lífi. Karen ræddi málið við Sindra Sindrason í Íslandi í dag í mars. Í þættinum lýsti Karen röð atvika þar sem upplýsingar til þeirra hafi verið af skornum skammti og lýsir hún jafnframt fálæti starfsmanna spítalans vegna veikinda sonar hennar. Sonur hennar Friðrik lést tveggja ára gamall eftir langvinna baráttu við GBS tilfelli af streptókokkum. Ofbeldi í nafni trúar Guðlaug Halldórudóttir var íslensk kona í samfélagi múslima í sænskum smábæ, lifði við stöðugt trúarofbeldi, ótta og hótanir um helvíti en slapp að lokum. Í dag hefur hún snúið baki við trúnni og fundið sjálfa sig á ný. Í viðtali við Vísi varpaði Guðlaug ljósi á afleiðingar þess að búa við kúgun og ofbeldi í nafni trúarinnar. Skilaði inn læknaleyfinu Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Fyrrverandi sambýlismaður konunnar, sem er læknir, segir hana hafa gert sér upp krabbamein í eitlum þegar þau voru saman. Hún sagði krabbameinsmeðferðina ekki niðurgreidda af sjúkratryggingum og þau þyrftu að standa straum af kostnaði sjálf. Fjallað var um málið á Vísi í lok septembermánaðar eftir að Landsréttur úrskurðaði að móðirin skyldi vistuð utan heimilis fjölskyldunnar í allt að fjóra mánuði og dæturnar tvær á leikskólaaldri skyldu vera í umsjá föðurins sem einnig er læknir. Hafnað af blóðföður Í viðtali við Vísi opnaði Magdalena Katrín Sveinsdóttir sig um reynslu sína en henni var hafnað af blóðföður sínum þegar hún var ung að aldri. Sálræn áhrif þess fylgdu Magdalenu í gegnum barnæskuna, unglingsárin og fram á fullorðinsár. Bjargvættur á ferðinni Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Ófrjósemin erfitt verkefni Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Valdís stóðu í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn. Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Rikka í Íslandi í dag í maí en Rikki varð á dögunum fertugur. Í dag eiga þau hjónin saman ellefu ára dóttir, en annað barn á leiðinni. „Við vorum í ákveðnu ferli með dóttur okkar á sínum tíma en það gekk fljótlega hjá okkur, og þá náttúrulega. Þetta ferli er búið að taka fimm ár með öllu. Við vorum hjá Livio í Glæsibæ og vorum búin að fara í nokkur skipti í frjóvganir. Við urðum ólétt einu sinni en misstum og þá fór maður að hugsa hvort maður ætti að fara kalla þetta gott,“ segir Rikki og heldur áfram. Ranglega sakaður um ofbeldi Sævar Ingi Borgarsson sagði frá reynslu sinni af því að vera ranglega sakaður um ofbeldi, hvernig ásakanir rústuðu mannorði hans og hristu grunnstoðir lífsins. Hann lýsir óttanum, skömminni og þeirri martröð að þurfa að sanna eigin sakleysi. Viðtalið fjallar um sleggjudóma samfélagsins, fordóma og réttarkerfi sem grípur ekki alltaf þá sem lenda í slíkri stöðu. Grundvallarskekkja í samfélaginu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag á minni ævi. Þannig að það er tilefni til að hafa áhyggjur en á sama tíma erum við með betri leiðir og miðla til að ná til ungs fólks og búin að byggja upp þekkingu í kynjafræði sem hægt er að byggja ofan á. Á meðan kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi þrífst, þá er grundvallarskekkja í okkar samfélagi. Það er ekki bara gagnvart þeim einstaklingum sem þurfa að þola það, heldur bara gagnvart samfélaginu öllu,“ sagði Drífa í viðtalinu sem birt var í aðdraganda þess að fimmtíu ár voru frá fyrsta Kvennafrídeginum. Menningarmunur í Sádi-Arabíu Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Hún ræddi flutningana, þetta atvik og margt fleira í viðtali í maí. Erfið barátta við spilafíkn Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo steig fram í viðtali við Vísi og ræddi opinskátt um baráttu sína við spilafíkn. Gæi gagnrýnir harðlega íslenska áhrifavalda sem á undanförnum misserum hafa auglýst fjárhættuspil - happdrættis- og veðmálafyrirtæki á netinu. Hann telur mikilvægt að opna umræðuna og þrýsta á áhrifavalda að bera ábyrgð. Hóf loks afplánun Kona, sem beið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni myndi hefja afplánun, kallaði í september eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún sagðist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Í byrjun október í fyrra lauk rúmlega tveggja ára baráttu Írisar Bjargar fyrir dómstólum þegar maðurinn sem nauðgaði henni var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn átti að hefja afplánun í sumar. „Og þá var fangelsið fullt þannig að hann kemst ekki að,“ sagði Íris Björg Albertsdóttir. Palestínska þjóðin hennar leiðarljós Margrét Kristín Blöndal, baráttu- og tónlistakona, og fólkið sem var um borð með henni í Frelsisflotanum máttu þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi. Hún lýsir því hvernig hermenn hafi bundið fyrir augun á fólkinu, það neytt til þess að krjúpa með hendur teygðar fram tímunum saman og að fólki hafi ekki verið hleypt á salerni til gera þarfir sínar. Þá hafi hita- og kuldablæstri í klefum verið beitt til að brjóta fólkið niður. Í viðtali hér á Vísi, opnaði hún sig um þessa átakanlegu lífsreynslu. Möggu Stínu var það mjög í mun að ekki væri dregin upp mynd af henni sem hetju eða fórnarlambi. Hún sagði palestínsku þjóðina hafi mátt þola þúsundfalt það sem hún og skipverjarnir gengu í gegnum og að palestínska þjóðin hafi verið hennar leiðarljós í öllu ferlinu. Öryggisleysi eftir íkveikju Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkti í viðtali í nóvember heimilinu við lúxusneyslurými þar sem engar reglur hafi gilt, einungis geðþóttaákvarðanir. Hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna og fannst ekki tekið á málinu. Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar stigu fram nafnlaust í viðtali og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið hóf starfsemi sína árið 2022 og var kynnt á vegum Barna- og fjölskyldustofu sem meðferðarheimili fyrir ungmenni frá 13-18 ára stelpur og kynsegin með flókinn vanda. Einstakt æðruleysi ungmennis Snæfríður Edda Humadóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur þurft að takast á við stærri áskoranir en margir aðrir – og það meira og minna allt á einu ári. Snæfríður, eða Snæ eins og hún er kölluð, greindist með sjaldgæft beinkrabbamein á seinasta ári sem leiddi til þess að læknar þurftu að fjarlægja hægri handlegginn alveg frá öxl. Af skiljanlegum ástæðum voru það töluverð viðbrigði fyrir sextán ára ungling en Snæ hefur hins vegar tekist á við aðstæðurnar af einstöku æðruleysi. Sorgin og söknuðurinn óbærilegur Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir missti unnusta sinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, sem lést í björgunarsveitaæfingu í nóvember 2024. Í viðtali við Vísi ræðir Hrefna talar opinskátt um djúpa sorgina, söknuð, og hversu óbærilegt það er að vakna á hverjum degi án hans. Hún lýsir sambandinu, framtíðardraumunum sem hurfu á einni sekúndu, og þeirri vegferð að reyna að halda áfram lífinu. Kistulagning í heimahúsi þvert á vilja aðstandenda Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á Krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir dóttir hennar sagði í viðtali í nóvember að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ sagði Margrét. Lítill möguleiki á bata Eftir að barnsmóðir hans, Ösp Ásgeirsdóttir, lést árið 2023 fann Jón Grétar Leví Jónsson fyrir miklum einmanaleika og stofnaði Facebook-hóp fyrir menn í hans stöðu. Jón er 44 ára þriggja barna faðir frá Hvammstanga. Hann kynntist konu sinni eftir að til Reykjavíkur var komið árið 1998. Eiginkona hans greindist með krabbamein í desember árið 2021 en fyrst greindist það í botnlanga og hafði síðan dreift sér. Börn þeirra eru fædd 2010, 2007 og 2014. Alveg frá byrjun var þeim tilkynnt að lítill möguleiki væri á bata. „Við stóðum alltaf í þeirri trú að það væri hægt að laga þetta, hver gerir það ekki,“ sagði Jón í viðtali við Ísland í dag í desember. Börnin fengu að vera með í ferlinu „Hún fer frá okkur 5. september árið 2023, Ævintýri á sjó Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Dröfn hafði enga siglingarreynslu áður en hún kynntist Iani en hann ólst upp við það að sigla fjölskyldubátnum á sjálfri Thames í London. Síðar, sem ungur maður, keypti hann sér lítinn mótorbát. Bæði eru þau með réttindi til að sigla snekkjum sem þau fengu eftir tveggja vikna námskeið í Gíbraltar en Ian auk þess með réttindi til að sigla stærri snekkjum. Dröfn segir betri réttindi veita meira öryggi og betri tryggingar. Maður sem lét draumana rætast Í október fór fram útför/minningarathöfn í Iðnó fyrir auglýsingamanninn, leikarann og fjölskyldumanninn Einar Gunnar Einarsson en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar í haust. Einar skipulagði athöfnina sjálfur á dánarbeðinum sem samblöndu af tónlist, uppistandi og myndböndum og er útkoman nokkuð óhefðbundin útför með gleðina að leiðarljósi. Fjallað var um manninn og athöfnina í Íslandi í dag á Sýn. Þar fengu áhorfendur að kynnast manninum. Lætur sjúkdóminn ekki skilgreina sig Hrefna Björk Sigvaldadóttir er ein af um 220 konum sem greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Mannleg mistök leiddu til þess að hún fékk ekki mikilvægar upplýsingar fyrir sjö árum - að hún væri arfberi brakkagensins sem stóreykur líkur á brjóstakrabbameini. Hún er hugsi yfir mistökunum en ætlar ekki að láta lífsógnandi sjúkdóm skilgreina sig. Að vera í umönnun og sjá um umönnun Ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson opnuðu í janúar ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall. „Dóttir mín er með mjög sjaldgæft heilkenni sem veldur andlegri og líkamlegri fötlun, seinkun í taugakerfi og þroskaskerðingu. Hrafn fékk heilablæðingu 2009 og er að hluta til fatlaður út af því. Hann þiggur umönnun frá móður sinni og ég sinni umönnun dóttur minnar. Þannig speglast konseptið á milli okkar. Rauði þráðurinn í þessu samstarfi kom þannig í ljós með fyrstu setningunni,“ sagði Þórsteinn í viðtalinu sem var birt í janúar. Ferillinn nærri orðinn að engu Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans. Kristófer ræddi sýkinguna og áhrifin á ferilinn í viðtali í vor. Heimilislæknir fræga fólksins Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur nú hætt störfum enda að verða 78 ára gamall. Sveinn Rúnar hefur notið mikilla vinsælda, hann er með skemmtilegri mönnum og hefur verið heimilislæknir fræga fólksins. Áður en hann settist á skrifstofu sína 1. október 1985 í Domus Medica hafði Sveinn Rúnar verið í þrjú ár spítala- og heilsugæslulæknir á Húsavík. Og þrjú ár þar áður á spítölum í Reykjavík. Nokkrar mínútur á milli krampa Dimma, kettlingur sem drapst hér á landi í janúar var fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greindist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin var gert að fara í sýnatöku. „Ég hjúkraði henni og reyndi allt sem ég gat en um ellefuleytið 22. [desember] þá byrjar hún að krampa og skjálfa, sem jókst og jókst. Það voru bara nokkrar mínútur á milli þar til þetta voru orðnir sex mínútna krampar og hún lést svo,“ sagði Karen, eigandi Dimmu, í viðtali í janúar. Aldrei langt í húmorinn Systkinin Bjarkey Rós og Tumi Þór Þormóðsbörn hafa slegið í gegn á Tiktok að undanförnu en þar birtir Bjarkey reglulega myndskeið þar sem hún sýnir frá daglegu lífi þeirra þar sem þau bregða á leik, og það er aldrei langt í húmorinn og gleðina. Systkinin skera sig úr fjölda þeirra sem birta myndefni á TikTok en það er vegna þess að Tumi er með Downs-heilkenni. Grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins“ sagði Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn í apríl, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Glænýtt upphaf „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Halda minningu Ólafar Töru á lofti „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti. Njósnir og rannsóknir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi eigandi PPP, sagði að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir í viðtali í maí. Þar sakaði hann héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu ákváðu í vor að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Forréttindi þó verkefnið sé erfitt „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Rímurnar tíu ár í vinnslu Bjarki Karlsson sem var að senda frá sér Láka rímur. Bjarki segir Láka rímur hafi lengi verið í vinnslu, í um tíu ár. Þá hóf hann að yrkja þessar rímur en hann segist oft hafa lagt rímurnar frá sér. Hætt. En lét vera að henda kveðskapnum og því hafi hann getað haldið áfram. Bjarki byggir rímurnar á skemmtilegu smábarnabókinni Láka. Jón Yngvi Jóhannsson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, hefur reyndar varað við þeirri bók; sagt hana og aðrar smábarnabækur löðrandi í kynþáttahyggju og staðalímyndum. Fátt haft jafn mikil áhrif og andlát bróður hans Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. Ævintýraríkt ár „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma. Sagði af sér embætti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins sagði af sér ráðherraembætti í mars eftir að greint var frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún kynntist í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Langþreyttur framkvæmdastjóri Móðir drengs með einhverfu er langþreytt á öllum þeim áskorunum sem fjölskyldan þarf að takast á við. Sjálf hefur hún verið útaf vinnumarkaðnum og lýsti sér í viðtali í janúar sem framkvæmdastjóra sonar síns. Árið 2018 eignuðust þau hjónin Sigríði Línu og tveir árum seinna drenginn Jón. Allt gekk vel til að byrja með. „Svo kemur þetta óveðursský yfir son minn þegar hann er svona fjórtán til fimmtán mánaða. Hann þroskast í raun vel fram að því og áður hafði dóttir mín í raun verið sein í öllu, sein að labba, sein að skríða og ég var bara frekar slök yfir þessu. En hann var meiri jarðýta og við kölluðum hann Rut Kára heima því hann færði til öll húsgögn,“ sagði Vigdís í viðtalinu. Óttast að gleymast Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Verði líka að hafa gaman af „Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ sagði sálfræðingurinn Fransiska Björk, eiginkona MMA kappans Gunnars Nelson, eftir viðburðaríka helgi í mars þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga. Örvænting leiddi þrjár mæður til Suður-Afríku Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. Efins eins og allir aðrir „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ sagði stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk í janúar um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina og tækninýjungar. Stærsti óttinn að veruleika Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Tómas Arnar fréttamaður ræddi við Edgley þegar hann hafði verið við sund í um tvær vikur. Þá hafði hann synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastaði mæðinni í Grundarfirði áður en hann lagði aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Ósýnileg þjónusta og ósýnilegir skjólstæðingar Sex prestar sem aðstoða fólk sem á undir högg að sækja á Íslandi og upplifir sig stimplað óttast að sú þjónusta sem þau veita verði næst fyrir niðurskurðarhnífnum. Þau segja umræðuna oft erfiða og jafnvel hatramma um fólkið þeirra en þau vilji vera þeirra skjól og stökkpallur inn í samfélagið, og aðra þjónustu kirkjunnar. Þjónusta þeirra sé þó oft ósýnileg, eins og fólkið þeirra er í samfélaginu. Stuðlar hafi gert illt verra Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Hávarður Máni Hjörleifsson lést í september eftir átta ára baráttu við fíknivanda. Hann byrjaði að fikta með áfengi og kannabis, tólf ára gamall, en var byrjaður að sprauta sig sautján ára. Hann var endurtekið vistaður á Stuðlum frá tólf ára aldri. Að mati Hilmu Daggar Hávarðardóttur, móður Hávarðar, gerðu vistanir á Stuðlum drengnum meira slæmt en gott. Svör hjá gervigreind Helena Karen Árnadóttir þróaði snemma með sér erfitt samband við mat. Það sem öðrum fannst sjálfsagt að borða, eins og fiskur, kjöt og grænmeti, var henni líkamlega ógerlegt að koma niður. Þrátt fyrir að leitað hafi verið ýmissa ráða til að fá hana til að borða gekk ekkert upp og í gegnum árin var mataræði hennar afar einhæft. Það var ekki fyrr en hún leitaði á náðir ChatGBT fyrr á árinu að hún fékk loksins haldbæra útskýringu á því sem hafði hrjáð hana frá barnsaldri og í dag vill hún opna umræðuna um ARFID (sértæka átröskun). Loks leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lífi 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum sagði í viðtali í sumar að lífið væri of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnaði því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi. Jón Árni Árnason greindist þann 24. júní með Motor Neuron Disease eða MND sem kallast víða ALS. Jón greindist með ættlæga tegund sjúkdómsins og er aðeins 27 ára gamall og yngstur í fjölskyldu sinni til að greinast. Hann greindi frá veikindunum á Facebook. „Ég er svo þakklátur fyrir fjölskylduna mína, vini mína og kærustuna mína. Reynið að njóta lífsins eins og þið getið maður veit aldrei hvað gerist næst,“ sagði Jón í viðtalinu. Þriggja daga árangurslaus leit „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Eftirmálum ræddu Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorleifsdóttir við þær systur Ásdísi og Ástu Kristínu Lúðvíksdætur sem rifjuðu upp atburðarásina. Hræðilegt banaslys á dimmum og köldum janúardegi árið 2024, sem á sínum tíma skók þjóðina alla. Umferðareftirlit sem fór ekki vel Gunnar Örn Backman er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu en í viðtali við Vísi í október lýsti hann særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit. Gunnar telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“ Gunnar fæddist með sjúkdóm sem heitir cystic hygroma en útleggst á íslensku sem vessabelgur. Sjúkdómurinn veldur því að sogæðarnar myndast ekki eðlilega sem leiðir til þess að sogæðavökvi safnast saman í blöðrur undir húð, oftast á hálsi eða höfði hjá fóstri eða barni. Ef blöðrurnar eru litlar valda þær oft litlum vandamálum, en ef þær eru stórar, eins og í tilfelli Gunnars, þá geta þær þrengt að öndunarvegi og þurfa þá meðferð, til dæmis skurðaðgerð eða sprautumeðferð. Fimmtán þegar henni var sagt að grenna sig Liv Benediktsdóttir fyrirsæta, tölvunarfræðingur og móðir ræddi á einlægan og opinskáan hátt við blaðamann um ferilinn, lífið og tilveruna, andleg veikindi, uppbyggingu, fallegt samband við sjálfa sig og fleira. „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ sagði fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir í viðtali í sumar. Liv hefur starfað sem fyrirsæta í níu ár og setið fyrir í risa verkefnum, þar á meðal fyrir alþjóðlega tískuhúsið Zöru og á forsíðu tímaritsins Elle. Hún elskar margar hliðar starfsins en finnst mikilvægt að ræða opinskátt dimmar hliðar bransans. Veður í beinni Gular viðvaranir voru í gildi á haustmánuðum að vanda á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað var við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir fréttamann og viðmælanda.
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið