Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 09:32 Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli og verið farsæll í starfi Guðmundur Guðmundsson segir árangur sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia tala sínu máli. Hann lítur stoltur yfir farinn veg sem reyndi á og var krefjandi á köflum. Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“ Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“
Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira