Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 12:25 Róbert Wessman mætir ekki í hlaðvarpið Chess After Dark. vísir Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech, hefur afboðað komu sína í hlaðvarpið Chess after dark vegna viðtals við Albert Guðmundsson knattspyrnumann, þar sem hann ræðir nauðgunarmál á hendur honum. Stjórnendum hlaðvarpsins þykir miður að Róberti sé svo misboðið að hann sjái sér ekki fært að mæta í viðtal. Albert var eins og þekkt er sýknaður í Landsrétti af ákæru fyrir nauðgun á dögunum. Hann tjáði sig um málið í yfirlýsingu á Instagram í byrjun desember en hefur að öðru leyti ekki rætt málið opinberlega. Það er að segja þangað til að hann ræddi það við þá Birki Karl Sigurðsson og Leif Þorsteinsson, stjórnendur hlaðvarpsins Chess after dark, í þætti sem fór í loftið í gær. Málið hafi tekið á Þar rakti Albert meðal annars daginn sem ákæra á hendur honum var gefin út og málið var sem mest í kastljósinu. Hann sagðist hafa verið á æfingu með Genoa, þáverandi liði sínu, þegar fréttir birtust. „Ég kem inn af æfingu og fer inn í klefa, er að slaka á og kíki á símann. Sé að mamma er búin að hringja í mig sex sinnum, pabbi fjórum sinnum, Gulla [barnsmóðir hans] þrisvar og Villi Vill svona átta sinum.“ Þá sagði hann að málið hefði tekið mikið á sig og ekki hefði verið auðvelt að ganga í gegnum það. Hann væri aftur á móti stoltur af sjálfum sér vegna þess hvernig hann tæklaði aðstæður, hafi náð að setja málið til hliðar og einblína á það sem skipti máli í lífinu, fjölskylduna, vini og fótboltann. „Glataður þáttur“ Stjórnendur Chess after dark tilkynntu á Facebook í gær að þeir hefðu ákveðið að skella sér til Flórens á Ítalíu, til þess að taka viðtal við Albert. Albert býr þar í borg þar sem hann leikur með Fiorentina. Tilkynning þeirra virðist hafa farið fyrir brjóstið á Róberti Wessmann, stofnanda Alvotech. „Glataður þáttur …… ég treysti mér ekki í þáttinn í næstu viku eins og um var samið,“ segir hann í athugasemd við færsluna og lætur lyndistákn fylgja, sem sýnir fram á að hann sé reiður. Á breytingasögu athugasemdarinnar má sjá að Róbert virðist ekki hafa verið nægilega ánægður við upphaflega útgáfu athugasemdarinnar. Hann breytti henni fjórum sinnum á tuttugu mínútum þangað til að hann varð sáttur, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Skjáskot Samkvæmt heimildum Vísis er Róbert góður vinur fjölskyldu brotaþola í máli Alberts. Staðið til að ræða við Albert um árabil Þeir Birkir Karl og Leifur hafa sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að þeim þyki leiðinlegt að Róbert, sem þeir hafi lengi hlakkað til að ræða við, sé svo misboðið að hann hætti við að mæta til þeirra. „Flestir sem hafa fylgst með hlaðvarpinu okkar síðustu fimm árin vita að viðtöl við okkar fremsta knattspyrnufólk hefur verið stór þáttur af dagskrárgerðinni. Við höfum verið afar lánsamir að fá að heimsækja fjölmargar íslenskar stjörnur undanfarin ár. Það má segja að það hafi staðið til árum saman að setjast niður með Alberti og ræða feril hans og stöðu. Við töldum það þó ekki við hæfi á meðan þetta erfiða mál fór sína leið í gegnum réttarkerfið. Málinu er hins vegar lokið og í takt við okkar stefnu í dagskrárgerð tókum við viðtal við einn okkar fremsta knattspyrnumann og lífi hans sem stórstjarna í einni stærstu knattspyrnudeild heims.“ Í slíku viðtali hefði beinlínis verið einkennilegt að spyrja ekki hvaða áhrif þetta mál hefur haft á knattspyrnuferil Alberts og hann hafi svarað því með sínum hætti. „Við höfum fullan skilning á því að þetta er sorglegt og viðkvæmt mál sem bjó til sár sem munu eflaust seint gróa og tilfinningarnar eru sterkar. Við reyndum hins vegar að nálgast það af nærgætni og virðingu.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Ítalía Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Alvotech Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Albert var eins og þekkt er sýknaður í Landsrétti af ákæru fyrir nauðgun á dögunum. Hann tjáði sig um málið í yfirlýsingu á Instagram í byrjun desember en hefur að öðru leyti ekki rætt málið opinberlega. Það er að segja þangað til að hann ræddi það við þá Birki Karl Sigurðsson og Leif Þorsteinsson, stjórnendur hlaðvarpsins Chess after dark, í þætti sem fór í loftið í gær. Málið hafi tekið á Þar rakti Albert meðal annars daginn sem ákæra á hendur honum var gefin út og málið var sem mest í kastljósinu. Hann sagðist hafa verið á æfingu með Genoa, þáverandi liði sínu, þegar fréttir birtust. „Ég kem inn af æfingu og fer inn í klefa, er að slaka á og kíki á símann. Sé að mamma er búin að hringja í mig sex sinnum, pabbi fjórum sinnum, Gulla [barnsmóðir hans] þrisvar og Villi Vill svona átta sinum.“ Þá sagði hann að málið hefði tekið mikið á sig og ekki hefði verið auðvelt að ganga í gegnum það. Hann væri aftur á móti stoltur af sjálfum sér vegna þess hvernig hann tæklaði aðstæður, hafi náð að setja málið til hliðar og einblína á það sem skipti máli í lífinu, fjölskylduna, vini og fótboltann. „Glataður þáttur“ Stjórnendur Chess after dark tilkynntu á Facebook í gær að þeir hefðu ákveðið að skella sér til Flórens á Ítalíu, til þess að taka viðtal við Albert. Albert býr þar í borg þar sem hann leikur með Fiorentina. Tilkynning þeirra virðist hafa farið fyrir brjóstið á Róberti Wessmann, stofnanda Alvotech. „Glataður þáttur …… ég treysti mér ekki í þáttinn í næstu viku eins og um var samið,“ segir hann í athugasemd við færsluna og lætur lyndistákn fylgja, sem sýnir fram á að hann sé reiður. Á breytingasögu athugasemdarinnar má sjá að Róbert virðist ekki hafa verið nægilega ánægður við upphaflega útgáfu athugasemdarinnar. Hann breytti henni fjórum sinnum á tuttugu mínútum þangað til að hann varð sáttur, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Skjáskot Samkvæmt heimildum Vísis er Róbert góður vinur fjölskyldu brotaþola í máli Alberts. Staðið til að ræða við Albert um árabil Þeir Birkir Karl og Leifur hafa sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að þeim þyki leiðinlegt að Róbert, sem þeir hafi lengi hlakkað til að ræða við, sé svo misboðið að hann hætti við að mæta til þeirra. „Flestir sem hafa fylgst með hlaðvarpinu okkar síðustu fimm árin vita að viðtöl við okkar fremsta knattspyrnufólk hefur verið stór þáttur af dagskrárgerðinni. Við höfum verið afar lánsamir að fá að heimsækja fjölmargar íslenskar stjörnur undanfarin ár. Það má segja að það hafi staðið til árum saman að setjast niður með Alberti og ræða feril hans og stöðu. Við töldum það þó ekki við hæfi á meðan þetta erfiða mál fór sína leið í gegnum réttarkerfið. Málinu er hins vegar lokið og í takt við okkar stefnu í dagskrárgerð tókum við viðtal við einn okkar fremsta knattspyrnumann og lífi hans sem stórstjarna í einni stærstu knattspyrnudeild heims.“ Í slíku viðtali hefði beinlínis verið einkennilegt að spyrja ekki hvaða áhrif þetta mál hefur haft á knattspyrnuferil Alberts og hann hafi svarað því með sínum hætti. „Við höfum fullan skilning á því að þetta er sorglegt og viðkvæmt mál sem bjó til sár sem munu eflaust seint gróa og tilfinningarnar eru sterkar. Við reyndum hins vegar að nálgast það af nærgætni og virðingu.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Ítalía Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Alvotech Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira