Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2025 13:32 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að framkvæmdastjórn hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira