Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2025 16:44 Jeffrey Epstein í mars 2017. AP/Kynferðisbrotamannaskrá New York Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins. Þar áður hafði þriðji dómarinn tekið sambærilega ákvörðun um rannsókn ákærudómstóls gegn Epstein árið á fyrsta áratug aldarinnar, áður en Epstein gerði umdeilt samkomulag við saksóknara. Sjá einnig: Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Ákærudómstólar eru sérstök bandarísk fyrirbæri þar sem saksóknarar fá almenna borgara til að mynda kviðdóm og fara yfir sönnunargögn og vísbendingar sem búið er að afla í tilteknum málum og segja til um hvort tilefni sé til að leggja fram ákærur, í einföldu máli sagt. Mikil leynd hvílir yfir störfum ákærudómstóla og upplýsingar úr slíkum rannsóknum eru sjaldan sem aldrei birtar. Nokkrir aðrir dómarar höfðu áður hafnað því að birta gögnin. Allir dómararnir þrír byggðu ákvarðanir sínar á nýjum lögum sem tryggja eiga opinberun rannsóknargagna sem tengjast málum gegn Epstein. Áður höfðu dómararnir hafnað því að gögnin yrðu opinberuð á þeim grunni að mikilvægt sé að leynd hvíli yfir störfum ákærudómstóla. Lögin sem um ræðir snúa að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Ráðuneytið á að opinbera gögnin fyrir 19. desember. Lögðu til ákæru eftir glærukynningu Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ákæran byggði á störfum ákærudómstóls sem starfaði um sumarið 2019. AP fréttaveitan segir að einungis eitt vitni hafi rætt við kviðdómendur og það var útsendari frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Kviðdómendur fengu einnig að sjá glærukynningu saksóknara og upplýsingar um símtöl Epsteins. Kviðdómendur lögðu til að Epstein yrði ákærður þann 2. júlí. Hann svipti sig svo lífi í fangelsi þann 10. ágúst. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Þar áður hafði þriðji dómarinn tekið sambærilega ákvörðun um rannsókn ákærudómstóls gegn Epstein árið á fyrsta áratug aldarinnar, áður en Epstein gerði umdeilt samkomulag við saksóknara. Sjá einnig: Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Ákærudómstólar eru sérstök bandarísk fyrirbæri þar sem saksóknarar fá almenna borgara til að mynda kviðdóm og fara yfir sönnunargögn og vísbendingar sem búið er að afla í tilteknum málum og segja til um hvort tilefni sé til að leggja fram ákærur, í einföldu máli sagt. Mikil leynd hvílir yfir störfum ákærudómstóla og upplýsingar úr slíkum rannsóknum eru sjaldan sem aldrei birtar. Nokkrir aðrir dómarar höfðu áður hafnað því að birta gögnin. Allir dómararnir þrír byggðu ákvarðanir sínar á nýjum lögum sem tryggja eiga opinberun rannsóknargagna sem tengjast málum gegn Epstein. Áður höfðu dómararnir hafnað því að gögnin yrðu opinberuð á þeim grunni að mikilvægt sé að leynd hvíli yfir störfum ákærudómstóla. Lögin sem um ræðir snúa að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Ráðuneytið á að opinbera gögnin fyrir 19. desember. Lögðu til ákæru eftir glærukynningu Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ákæran byggði á störfum ákærudómstóls sem starfaði um sumarið 2019. AP fréttaveitan segir að einungis eitt vitni hafi rætt við kviðdómendur og það var útsendari frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Kviðdómendur fengu einnig að sjá glærukynningu saksóknara og upplýsingar um símtöl Epsteins. Kviðdómendur lögðu til að Epstein yrði ákærður þann 2. júlí. Hann svipti sig svo lífi í fangelsi þann 10. ágúst. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira