Sport

Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi

Sindri Sverrisson skrifar
Aryna Sabalenka er á toppi hiemslistans.
Aryna Sabalenka er á toppi hiemslistans. Getty/Adam Hunger

Hvítrússneska tennisstjarnan Aryna Sabalenka, efsta kona heimslistans, óttast ekki að það gæti skaðað orðspor kvennatennissins ef hún tapaði fyrir Ástralanum Nick Kyrgios í „Einvígi kynjanna“ um jólin.

Kyrgios er í 672. heimslista karla en Sabalenka hefur ekki áhyggjur af afleiðingum þess ef karlmaður svo neðarlega á heimslista myndi vinna bestu tenniskonuna.

„Ég er ekki að setja sjálfa mig í neina hættu. Við erum bara að fara að mætast til gamans og til að spila frábært tennis. Svo kemur bara í ljós hver vinnur,“ sagði hin 27 ára gamla Sabalenka við BBC.

„Augljóslega er karlmaðurinn líffræðilega sterkari en konan en þetta snýst ekki um það. Þessi viðburður mun bara hjálpa til við að koma tennis kvenna á enn hærri stall,“ sagði Sabalenka.

„Hann getur bara tapað og ég get bara unnið“

Borið hefur á gagnrýni á viðburðinn sem er vissulega í anda leiksins árið 1973, þegar Billie Jean King mætti hinum 55 ára gamla Bobby Riggs, fyrrverandi sigurvegara á risamótum. Riggs hafði sagt að tennis kvenna væri langt frá því að vera eins góður og tennis karla ent apaði svo fyrir King fyrir framan 90 milljónir sjónvarpsáhorfenda.

Kyrgios er hins vegar, öfugt við Riggs, enn að spila tennis þó að hann hafi aðeins spilað fimm leiki á þessu ári vegna meiðsla sem hafa sett sinn svip á hans feril. Ástralinn hefur sagt að hann þurfi ekki að reyna hundrað prósent á sig til að vinna.

„Þetta verður ekki auðveldur leikur fyrir Nick. Ég mun leggja mig alla fram og sýna að konur eru sterkar, kraftmiklar og skemmtilegar á að horfa. Hann getur bara tapað og ég get bara unnið í þessum aðstæðum,“ sagði Sabalenka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×