Viðskipti innlent

Arion banki sýknaður í vaxtamálinu

Árni Sæberg skrifar
Lögmenn Neytendasamtakanna fara yfir dóminn rétt eftir dómsuppsögu.
Lögmenn Neytendasamtakanna fara yfir dóminn rétt eftir dómsuppsögu. Vísir/Lýður

Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir.

Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Hann hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir.

Málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því fyrsta í október síðastliðnum og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. 

Það mál var á hendur Íslandsbanka og varðaði skilmála í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur ógilti þá skilmála sem heimilaði bankanum að breyta vöxtum byggt á öðrum þáttum en stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Hins vegar féllst dómurinn ekki á að Íslandsbanki skyldi greiða neytendum sem höfðuðu málið skaðabætur, þar sem þeir urðu ekki fyrir tjóni.

Ljóst var fyrir uppkvaðningu dóms í dag að vextir verðtryggðra lána yrðu ekki bundnir stýrivöxtum.

Breki Karlsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Þessi dómur ólíkt Íslandsbankadómnum hafi þó ekki fordæmisgildi fyrir lán sem verið sé að veita núna, enda hafi hann snúið að lánasamningi sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu

Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00.

Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs

Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×