Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 15:47 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Villa Park um helgina þar sem liðið fékk á sig sigurmark á síðustu sekúndu leiksins. Getty/Mike Egerton Meiðsladraugurinn virðist hreinlega hafa flutt lögheimili sitt á Emirates-leikvanginn því topplið ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar horfir upp á óvenjulega langan og sáran meiðslalista þessa dagana. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að úrvalsdeildarfélagið sé nánast fast í vítahring hvað varðar meiðsli. Vandamálin virðast engan endi ætla að taka. Meiðslastaðan hjá Lundúnafélaginu var umræðuefnið þegar Arteta ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Club Brugge í Meistaradeildinni en hann fer fram í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Miðvarðatríóið William Saliba, Gabriel Magalhães og Cristhian Mosquera hafa allir verið frá keppni undanfarið. Sama gildir um Kai Havertz. Um helgina varð ungstirnið Max Dowman auk þess fyrir langtímameiðslum. Þess má einnig geta að Martin Ødegaard, Bukayo Saka, Ben White, Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, Gabriel Jesus, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Christian Nørgaard og Piero Hincapie hafa allir glímt við meiðsli í haust. Arteta hafnar því að æfingaálag liðsins sé orsökin. „En þegar leikmenn vantar eykst álagið á aðra leikmenn og það hefur afleiðingar. Þetta er mjög hættulegur vítahringur,“ segir Mikel Arteta samkvæmt Sky Sports. Hann bætir við að ekki séu öll meiðsli jafn alvarleg. Arsenal hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 14-1 og er með ellefu stigum meira en mótherjarnir þeirra í Belgíu í kvöld. Leikur Club Brugge og Arsenal er sýndur í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. 🗣️ “Are Arsenal’s injuries bad luck, fatigue or intensity of training?”Mikel Arteta: “Training? No, because we don’t have time to train, but the fact you are missing players, you are loading other players more. It’s a really dangerous circle.” 🫠 pic.twitter.com/vmGsmHEpC4— afcstuff (@afcstuff) December 10, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Arsenal FC Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að úrvalsdeildarfélagið sé nánast fast í vítahring hvað varðar meiðsli. Vandamálin virðast engan endi ætla að taka. Meiðslastaðan hjá Lundúnafélaginu var umræðuefnið þegar Arteta ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Club Brugge í Meistaradeildinni en hann fer fram í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Miðvarðatríóið William Saliba, Gabriel Magalhães og Cristhian Mosquera hafa allir verið frá keppni undanfarið. Sama gildir um Kai Havertz. Um helgina varð ungstirnið Max Dowman auk þess fyrir langtímameiðslum. Þess má einnig geta að Martin Ødegaard, Bukayo Saka, Ben White, Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, Gabriel Jesus, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Christian Nørgaard og Piero Hincapie hafa allir glímt við meiðsli í haust. Arteta hafnar því að æfingaálag liðsins sé orsökin. „En þegar leikmenn vantar eykst álagið á aðra leikmenn og það hefur afleiðingar. Þetta er mjög hættulegur vítahringur,“ segir Mikel Arteta samkvæmt Sky Sports. Hann bætir við að ekki séu öll meiðsli jafn alvarleg. Arsenal hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 14-1 og er með ellefu stigum meira en mótherjarnir þeirra í Belgíu í kvöld. Leikur Club Brugge og Arsenal er sýndur í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. 🗣️ “Are Arsenal’s injuries bad luck, fatigue or intensity of training?”Mikel Arteta: “Training? No, because we don’t have time to train, but the fact you are missing players, you are loading other players more. It’s a really dangerous circle.” 🫠 pic.twitter.com/vmGsmHEpC4— afcstuff (@afcstuff) December 10, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Arsenal FC Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira