Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 11:49 Seyðisfjarðarlína bilaði vegna ísingar. Ragnar Bjarni Landsnet vinnur nú að viðgerð á Seyðisfjarðarlínu en rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt. Í tilkynningu segir að viðgerðin geti tekið tíma. Þegar þeirri viðgerð er lokið verður hafist handa við Neskaupstaðarlínu sem einnig bilaði í gærkvöldi. Í tilkynningu er einnig greint frá viðgerð á Breiðdalslínu á Vestfjörðum. Í tilkynningu segir að Seyðisfjarðarlína 1 hafi bilað þar sem hún liggur yfir Fjarðarheiði vegna mikillar ísingar. Rafmagn hafi farið af Seyðisfirði og nágrenni í nótt, en undir morgun hafi rafmagni verið komið á með vatnsaflsvirkjun á svæðinu og varaaflsstöð í Seyðisfirði. Við yfirferð á línunni í nótt fundust brotnar stæður á Fjarðarheiði. Okkar fólk fyrir austan er nú í morgunsárið að taka saman viðgerðarefni og verður farið í viðgerð á línunni í kjölfarið en aðstæður eru þannig að það mun taka einhvern tíma að klára hana,“ segir í tilkynningu Landsnets. Í tilkynningu frá HS Orku um sama mál kemur fram að rafmagn hafi verið komið á um sexleytið þegar Fjarðarárvirkjanir HS Orku voru settar í eyjarekstur. „Reksturinn gengur vel og er stöðugur,“ segir í tilkynningunni. Rafmagn hafi farið af vegna ísingar en vont veður tefji bilanaleit og viðgerðir. Í tilkynningu HS Orku segir að þetta sé í fyrsta sinn sem reyni á eyjarekstur Fjarðarárvirkjana þegar bilun hefur orðið í flutningskerfinu. HS Orka hafi ráðist í umtalsverðar endurbætur og uppfærslu á stjórnbúnaði á virkjununum snemma árs 2024 svo mögulegt yrði að reka Seyðisfjörð sem eyju. Við þær aðgerðir hafi raforkuöryggi Seyðfirðinga aukist til mikilla muna. Fjarðárvirkjanir. Baldur Kristjánsson Í tilkynningu Landsnets er fjallað um Neskaupstaðarlínu sem einnig fór út í gærkvöldi en olli ekki rafmagnsleysi. Í tilkynningunni segir að öllum líkindum sé þar líka um ísingarálag að ræða, línan verði skoðuð um leið og viðgerð á Seyðisfjarðarlínu er lokið. Þá segir að Breiðadalslína 1 hafi einnig leyst út í gær og rafmagn farið tímabundið af norðanverðum Vestfjörðum. Varaafl í Bolungarvík tók strax við og tryggði rafmagn til allra forgangsnotenda. Við bilanaleit í gær fundust nokkrir brotnir staurar og þverslár á Flatsfjalli, milli Borgarfjarðar og Dýrafjarðar. Í tilkynningu segir að gul viðvörun sé í gildi á Vestfjörðum sem gæti haft áhrif á viðgerðartíma. Ef aðstæður leyfa verði stefnt að því að taka línuna í rekstur á föstudag. Múlaþing Orkumál Rafmagn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í tilkynningu segir að Seyðisfjarðarlína 1 hafi bilað þar sem hún liggur yfir Fjarðarheiði vegna mikillar ísingar. Rafmagn hafi farið af Seyðisfirði og nágrenni í nótt, en undir morgun hafi rafmagni verið komið á með vatnsaflsvirkjun á svæðinu og varaaflsstöð í Seyðisfirði. Við yfirferð á línunni í nótt fundust brotnar stæður á Fjarðarheiði. Okkar fólk fyrir austan er nú í morgunsárið að taka saman viðgerðarefni og verður farið í viðgerð á línunni í kjölfarið en aðstæður eru þannig að það mun taka einhvern tíma að klára hana,“ segir í tilkynningu Landsnets. Í tilkynningu frá HS Orku um sama mál kemur fram að rafmagn hafi verið komið á um sexleytið þegar Fjarðarárvirkjanir HS Orku voru settar í eyjarekstur. „Reksturinn gengur vel og er stöðugur,“ segir í tilkynningunni. Rafmagn hafi farið af vegna ísingar en vont veður tefji bilanaleit og viðgerðir. Í tilkynningu HS Orku segir að þetta sé í fyrsta sinn sem reyni á eyjarekstur Fjarðarárvirkjana þegar bilun hefur orðið í flutningskerfinu. HS Orka hafi ráðist í umtalsverðar endurbætur og uppfærslu á stjórnbúnaði á virkjununum snemma árs 2024 svo mögulegt yrði að reka Seyðisfjörð sem eyju. Við þær aðgerðir hafi raforkuöryggi Seyðfirðinga aukist til mikilla muna. Fjarðárvirkjanir. Baldur Kristjánsson Í tilkynningu Landsnets er fjallað um Neskaupstaðarlínu sem einnig fór út í gærkvöldi en olli ekki rafmagnsleysi. Í tilkynningunni segir að öllum líkindum sé þar líka um ísingarálag að ræða, línan verði skoðuð um leið og viðgerð á Seyðisfjarðarlínu er lokið. Þá segir að Breiðadalslína 1 hafi einnig leyst út í gær og rafmagn farið tímabundið af norðanverðum Vestfjörðum. Varaafl í Bolungarvík tók strax við og tryggði rafmagn til allra forgangsnotenda. Við bilanaleit í gær fundust nokkrir brotnir staurar og þverslár á Flatsfjalli, milli Borgarfjarðar og Dýrafjarðar. Í tilkynningu segir að gul viðvörun sé í gildi á Vestfjörðum sem gæti haft áhrif á viðgerðartíma. Ef aðstæður leyfa verði stefnt að því að taka línuna í rekstur á föstudag.
Múlaþing Orkumál Rafmagn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira