Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. desember 2025 10:26 Gummi lenti í vandræðum vegna myndbirtinga af sér með byssur og hóaði í Villa Vill. Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. Einkaþjálfarinn greinir frá þessu í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hann mynd af sér ásamt lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir utan lögreglustöðina. „Ég var tekinn í skýrslutöku eftir að hafa postað mynd af mér með tveimur óhlöðum veiðibyssum innan veiðisvæðis,“ skrifar einkaþjálfarinn. Lögregla hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hún líti slíkar myndbirtingar alvarlegum augum, síðast fyrir tæpum mánuði þegar þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir eftir að myndskeið af ungum manni með tvo skotvopn fór í dreifingu á netinu. Gummi segir lögregluna hafa gert símann sinn upptækan, hann búist ekki við því að fá hann aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Þá bætir Gummi því við að lögreglan hafi sett út á Instagram myndband þar sem hann braut spegil. „Hafa menn engan húmor lengur? 😅 En svona er þetta.“ „Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu og öllu sem gerist í kringum mig. Þakka lögreglunni – fyrir að halda mér á tánum.“ View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Guðmundur Emil var síðast í fréttum í október, þá fyrir myndband af honum á hesti sem vakti mikla athygli. Hann baðst afsökunar á harkalegri meðferð á hestinum sem hann sat á við tökur á tónlistamyndbandi en Gummi sagði það fjarri lagi að hann hafi gerst sekur um dýraníð og kvaðst hafa beðið hestinn afsökunar. Í fyrra steig hann fram og sagðist feginn því að ekki hafi farið verr eftir misheppnaðan sveppatúr. Þar var Gummi handtekinn á Suðurlandsvegi þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12 Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Einkaþjálfarinn greinir frá þessu í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hann mynd af sér ásamt lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir utan lögreglustöðina. „Ég var tekinn í skýrslutöku eftir að hafa postað mynd af mér með tveimur óhlöðum veiðibyssum innan veiðisvæðis,“ skrifar einkaþjálfarinn. Lögregla hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hún líti slíkar myndbirtingar alvarlegum augum, síðast fyrir tæpum mánuði þegar þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir eftir að myndskeið af ungum manni með tvo skotvopn fór í dreifingu á netinu. Gummi segir lögregluna hafa gert símann sinn upptækan, hann búist ekki við því að fá hann aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Þá bætir Gummi því við að lögreglan hafi sett út á Instagram myndband þar sem hann braut spegil. „Hafa menn engan húmor lengur? 😅 En svona er þetta.“ „Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu og öllu sem gerist í kringum mig. Þakka lögreglunni – fyrir að halda mér á tánum.“ View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Guðmundur Emil var síðast í fréttum í október, þá fyrir myndband af honum á hesti sem vakti mikla athygli. Hann baðst afsökunar á harkalegri meðferð á hestinum sem hann sat á við tökur á tónlistamyndbandi en Gummi sagði það fjarri lagi að hann hafi gerst sekur um dýraníð og kvaðst hafa beðið hestinn afsökunar. Í fyrra steig hann fram og sagðist feginn því að ekki hafi farið verr eftir misheppnaðan sveppatúr. Þar var Gummi handtekinn á Suðurlandsvegi þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla.
Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12 Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12
Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21