Innlent

Seyðis­fjörður á varaafli eftir raf­magns­leysi í nótt

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt. Myndin er úr safni.
Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar.

Í tilkynningu frá Rarik frá því í morgun kom svo fram að keyrt verði á varaafli á Seyðisfirði í dag og er búist við að það ástand vari fram á kvöld. Íbúar í bænum eru því beðnir um að fara sparlega með rafmagnið.

Í tilkynningu Landsnets er bent á að nánari upplýsingar um framvinduna muni birtast á heimasíðum Landsnets og Rarik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×